Innlent

Samgönguráðherra segir fyllsta flugöryggis gætt

MYND/Teitur

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur svarað bréfi frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem honum barst að í gærkvöld en þar lýsti nefndin áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem fyrirsjáanleg er í flugumferðarstjórn í íslenska flugstjórnarsvæðinu nú um áramót þegar Flugstoðir taka við af Flugmálastjórn í flugleiðsöguþjónustu.

Eins og kunnugt er hafa hátt í 60 flugumferðarstjórar neitað að ráða sig til starfa hjá Flugstoðum og hefur Flugmálastjórn gert viðbragðsáætlun vegna þessa. Atvinnuflugmenn telja í bréfi sínu til samgönguráðherra að flugöryggi muni skerðast ef viðbúnaðaráætlunin verði virk þar sem þjónusta við flugumferð verður skert.

Samgönguráðherra segir í svarbréfi sínu, sem birt er á heimasíðu samgönguráðuneytisins, að Alþjóðaflugmálastofnunin hafi samþykktáætlunina og að fyllsta flugöryggis sé gætt þrátt fyrir að þjónusta verði takmörkuð í byrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×