Fleiri fréttir

Sömu áramótaheit um allan heim

Betra jafnvægi í leik og starfi, gera meiri líkamlegar æfingar og að forðast stórslysasambönd eru á meðan þeirra áramótaheita sem eru hvað vinsælust um allan heim þessi áramótin. Alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið ACNielsen tók fólk tali í 46 löndum og komst að því að allt frá Bandaríkjunum til Víetnam vildi fólk helst að vinna þess myndi verða í minna hlutverki á komandi ári.

Bretar borga bandamönnum lánið

Bretar skýrðu frá því í dag að næstkomandi föstudag myndu þeir klára að borga þau lán sem þeir hefðu tekið við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lánin fengu þeir frá Bandaríkjunum og Kanada á aðeins tvö prósent vöxtum en heildarupphæðin sem Bretar hafa borgað til baka nemur alls 9.5 milljörðum dollara, eða um 678 milljörðum íslenskra króna.

Kjöt af einræktuðum dýrum hæft til manneldis

Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna sagði frá því í dag að það byggist við því að leyfa sölu og neyslu á kjöti úr einræktuðum dýrum. Dýrin sem um ræðir eru naut, svín og geitur en kjöt úr einræktuðu sauðfé er ekki enn talið hæft til manneldis.

Pólskur maður úrskurðaður í farbann

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbann yfir pólskum manni sem nýlega var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku.

Tvær milljónir farþega um Leifstöð

Tvær milljónir farþega hafa farið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2006 en aldrei hafa jafn margir farþegar farið um flugstöðina á einu ári.

Forstjóri IKEA talar af sér

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA talaði af sér þegar hann hélt ræðu á jólahátíð verslanakeðjunnar, í síðustu viku. IKEA hefur það fyrir sið að segja ekki frá hagnaðinum en Kamprad upplýsti að á síðasta ári hefði hann verið um 250 milljarðar króna.

Fjórir handteknir vegna ráns í verslun 11-11

Fjórir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir vegna ráns sem framið var í verslun 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ í gærkvöldi. Þeir bíða nú yfirheyrslu hjá lögreglunni.

Varað við hundaæði í New York

Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa ráðlagt fólki að fara varlega í kringum flækingshunda og ketti, og einnig þvottabirni. Ástæðan er ótti við hundaæði. Á Staten eyju utan við Manhattan hafa í ár fundist þrjátíu og fimm dýr sem voru smituð af hundaæði. Það er á móti aðeins einu smituðu dýri á árinum 1997 til 2005.

Liechtenstein stækkar

Smáríkið Liechtenstein hefur stækkað um hálfan ferkílómetra, eftir nýjar mælingar á landamærum þess. Það þýðir að ríkið er 160 ferkílómetrar. Til samanburðar má geta þess að Ísland er rúmir 104 þúsund ferkílómetrar.

Ný stjórn Landsvirkjunar

Í morgun var skipuð ný stjórn Landsvirkjunar sem tekur við frá og með næstu áramótum. Fækkað var í stjórninni úr sjö í fimm. Jóhannes Geir verður áfram stjórnarformaður Landsvirkjunar og Ágúst Einarsson situr einnig áfram í stjórninni en þrír stjórnarmannanna eru nýir.

Flugeldasýningum frestað á Suðurnesjum

Flugeldasýningu björgunarsveitanna sem vera átti í Reykjanesbæ í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs, að sögn Víkurfrétta. Sömuleiðis hefur flugeldasýningunni í Grindavík verið frestað af sömu sökum. Ráðgert er að þær fari fram á sama tíma annað kvöld.

Rafræn skýrsluskil hjá Fjármálaeftirlitinu

Frá og með ársbyrjun 2007 fer Fjármálaeftirlitið fram á að reglubundum skýrslum verði skilað á rafrænu formi inn á sérstakan vef eftirlitsins. Greint er frá þessu á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.

Seinni ferð Herjólfs í dag felld niður

Seinni ferð Herjólfs í dag hefur verið felld niður vegna veðurs. Herjólfur átti að fara klukkan fjögur frá Vestmannaeyjum og hálf átta í kvöld frá Þorlákshöfn.

Írakar flýja heimili sín

Meira en 108 þúsund Írakar hafa yfirgefið heimili sín og látið skrá sig sem flóttamenn, á síðustu þrjátíu dögum, að sögn yfirvalda þar í landi. Hátt í hálf milljón manna hefur flúið að heiman síðan sprengjuárás var gerð á Samarra bænahúsið fyrir ári.

Flytja gerendur í einelti milli skóla

Skólayfirvöld í Svíþjóð ætla að breyta reglum þannig að hægt verði að flytja gerendur í einelti nauðungarflutningum í aðra skóla. Stefnt er að því að skólar geti gripið til þessa úrræðis strax á næsta ári.

Nýr aðstoðaryfirlögregluþjónn á Ísafirði

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2007. Jón er varðstjóri lögreglunnar á Ísafirði en hann mun sinna starfinu á Patreksfirði og gegna því í eitt ár.

Fjöldamorðum stjórnað úr fangelsum

Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið í árásum glæpagengja í Ríó de Janeiro, í Brasilíu, í morgun. Talið er að glæpamenn í Bangu fangelsinu hafi fyrirskipað árásirnar.

550 þúsund flugeldum skotið upp

Gert er ráð fyrir að 550 þúsundum flugeldum verði skotið á loft upp um áramótin. Flutt hafa verið inn 991 tonn af flugeldum. Ellefu brennur verða um áramótin og sex flugeldasýningar fyrir áramótin.

Flugfélagið Ernir fær nýja flugvél

Flugfélagið Ernir fær nýja flugvél af gerðinni Jetstream 32 til landsins síðdegis. Hún lendir í Reykjavík um kl. 18:00. Nýja vélin verður notuð í áætlunarflug á Höfn í Hornafirði og Sauðárkrók ásamt því að fljúga leiguflug. Hún er búin jafnþrýstibúnaði með auknum þægindum fyrir farþega og tekur 19 manns í sæti, segir í frétt frá félaginu.

Kalla þurfti til lögreglu vegna slagsmála systkina

Kalla þurfti til lögregluna vegna slagsmála systkina í gær en flytja þurfti stúlkuna undir læknishendur þar sem hún meiddist á baki. Bróður hennar varð hins vegar ekki meint af. Á vef lögreglunnar er einnig sagt frá því að veggjakrotarar hafi verið á ferðinni í Reykjavík í gær en ummerki eftir þá sáust bæði á húsum og bílum.

Póstkössum læst yfir áramótin

Íslandspóstur ætlar í ár líkt og fyrri ár að læsa póstkössum sem eru utandyra á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin. Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á póstkössunum í kringum áramót og því var ákveðið að grípa til þessa ráðs. Verið er nú að vinna í því að læsa kössunum og verða þeir ekki opnaðir aftur fyrr en miðjan janúar.

Einn af forstjórum Yukos grunaður

Rannsóknin á morðinu á fyrrverandi KGB-manninum Alexander Litvinenko hefur tekið óvænta stefnu eftir að rússneskir saksóknarar greindu frá því að Leonid Nevzlin, einn af forstjórum olíurisans Yukos, lægi undir grun.

Bíða í röðum eftir að fá að hengja Saddam

Tölvupóstur dynur nú á ríkisstjórn Íraks, frá landflótta Írökum, sem bjóðast til að verða böðlar Saddams Hussein, þegar hann verður hengdur í næsta mánuði. Margir sjálfboðaliðanna misstu ættingja eða vini meðan Saddam stjórnaði landinu.

Heather Mills fær ekki eyri

Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills mun ekki ríða feitum hesti frá skilnaðinum við Sir Paul McCartney, ef lögfræðingar hans fá einhverju um ráðið. Þeir hafa lagt fram rök fyrir því að Mills eigi ekki að fá eyri við skilnaðinn.

Múslimar lagðir af stað í pílagrímsferð

Áætlað er að þrjár milljónir múslima séu lagðir af stað frá borginni Mekka í Sádiarabíu í hina árlegu pílagrímsferð Hajj, sem er ein af fimm stoðum íslams. Miklar öryggisráðstafanir eru í kringum gönguna til að reyna að koma í veg fyrir troðning eins og þann sem varð 400 manns að bana í síðustu göngu í janúar.

Lík sex manna hafa fundist eftir þyrluslys

Óttast er að sjö manns hafi farist í þyrluslysi við Morecambe-flóa í Lancashire-héraði á Englandi í gærkvöldi. Lík sex manna hafa fundist á svæðinu en leit stendur enn yfir af þeim sjöunda.

Upplausn í Mógadisjú

Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, er stjórnlaus eftir að íslamskir uppreisnarmenn sem ráðið hafa borginni flýðu undan hersveitum ríkisstjórnarinnar í morgun. Hópur sem tengist al-Kaída skorar nú á fylgismenn sína að halda til Sómalíu og aðstoða trúbræður sína í stríðinu. Borgarbúar fagna nú stjórnarhermönnum sem eru að koma inn til borgarinnar.

Ráðist á lögreglumenn

Tveir lögreglumenn meiddust og voru fluttir á Slysadeild, eftir að þeir urðu fyrir fólskulegri líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur um fjögur leytið í nótt. Þeir höfðu verið kallaðir að fjölbýlishúsi vegna hávaða af skoteldum, sem verið var að skjóta úr einni íbúðinni. Annar þeirra var meðal annars sleginn á barkann.

Erlendum ferðamönnum fjölgar um hátíðarnar

Erlendum ferðamönnum sem dvöldu á hótelum í Reykjavík nú um jólin fjölgaði um nær 50% frá jólunum í fyrra. En um 1200 erlendir ferðamenn dvöldu um þessi jól á hótelunum.

Gjaldskrár borgarinnar hækka umfram verðbólgu

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna að hækkanir á verðskrám borgarinnar á nýrri fjárhagsáætlun nemi meiru en verðbólguáætlun sem miðað er við, við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um að ekki mætti hækka gjaldskrár umfram verðbólgu var felld í morgun.

Tekinn fyrir hraðakstur á leið í áfengisverslun

Allmargir hafa verið teknir fyrir hraðakstur í höfuðborginni síðustu daga. Einn þeirra sem lögreglan hafði afskipti af stöðvaði ekki bifreið sína fyrr en hann kom að áfengisverslun. Þegar þangað var komið tilkynnti hann lögreglunni að hann hefði nauðsynlega þurft að ná þangað fyrir lokun. Maðurinn var sviptur ökuleyfi en við leit í bíl hans fundust fíkniefni.

Dæmdur fyrir mörg þúsund nauðganir

Norskur maður hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fósturdóttur sinni mörgþúsund sinnum. Árásirnar hófust þegar hún var tólf ára og stóðu þartil hún var tvítug. Maðurinn er 46 ára gamall.

10 ára bann fyrir skáksvindl

Indverskur skákmaður hefur verið dæmdur í tíu ára keppnisbann fyrir að svindla á stórmótum í heimalandi sínu. Hann var kominn alla leið á landsmótið í skák, þegar upp um hann komst.

Mogadishu á valdi stjórnarinnar

Stjórnarherinn í Sómalíu er búinn að ná höfuðborginni Mogadishu á sitt vald á ný. Uppreisnarsveitir Íslamska dómstólaráðsins hertóku borgina þann 5. júní en yfirgáfu borgina í nótt og í morgun eftir að stjórnarherinn náði bænum Jowhar, skammt norðan við höfuðborgina, á sitt vald í gær.

Alvarlegum slysum fjölgar um tæpan þriðjung

Alvarlegum slysum í umferðinni á fyrstu 10 mánuðum ársins fjölgar um 28,7%, samkvæmt samantekt Umferðarstofu. Fram til októberloka höfðu 130 manns slasast alvarlega í 112 umferðarslysum. Algengustu slysin eru fall af bifhjóli (12,5%), þar á eftir er algengast að bílstjórar keyri út af veginum vinstra megin (10,71%) eða hægra megin (10,71%).

Flugrán í Prag

Farþegavél frá rússneska flugfélaginu Aeroflot nauðlenti í Prag rétt upp úr 10 í morgun þegar hún var á leið til Genfar, eftir að farþegi krafðist þess að flugvélin breytti af stefnu sinni. Maðurinn var yfirbugaður þar en ekki er víst að brotaviljinn hafi verið einbeittur til flugráns, þar sem fréttastofa BBC segir manninn hafa verið drukkinn.

Uppreisnarmenn í Kólumbíu sleppa tveimur gíslum

Annar stærsti uppreisnarhópur í Kólumbíu, ELN, sleppti í dag tveimur lögreglumönnum sem þeir höfðu haft í haldi í rúman mánuð. Ástæðan virðist vera til þess að auka góðvild í garð sinn en þeir eru nú í viðræðum við forseta landsins, Alvaro Uribe.

Bandaríkjamenn vilja friða ísbirni

Stjórn George W. Bush hefur lagt til að ísbirnir verði settir á lista yfir þær dýrategundir sem eru í hvað mestri útrýmingarhættu. Fjöldi þeirra hefur stöðugt minnkað undanfarin ár og gróðurhúsaáhrifin hafa valdið hlýnun sem hefur áhrif á heimkynni þeirra og hreinlega bræðir þau.

Hvíta húsið varar við frekari ögrunum

Hvíta húsið sagði í dag að frekari óhlýðni af hálfu Írana í garð alþjóðasamfélagsins myndi aðeins gera stöðu þeirra verri og að þeir sem myndu líða væri almenningur. Yfirlýsingin eru viðbrögð við ályktun íranska þingsins í dag um að endurskoða tengsl Íran við Alþjóðakjarnorkustofnunina.

Sjá næstu 50 fréttir