Fleiri fréttir Altalandi kaldhæðinn páfagaukur Færni páfagauks eins til þess að tjá sig hefur gert vísindamennina sem rannsaka hann orðlausa. Páfagaukurinn, sem er af gerðinni Grár afrískur og heitir N'kisi, hefur um 950 orða orðaforða. Hann finnur upp ný orð ef hann þarf og hann býr að auki yfir skyggnigáfu. 27.12.2006 21:09 Bandaríkin segja Ísraela brjóta gegn Vegvísinum Bandarísk yfirvöld segja að ný áætlun Ísraela um að byggja upp hverfi í fyrrum herstöð á Vesturbakka myndi brjóta gegn Vegvísinum svokallaða, en það er samkomulagið sem að bandarísk yfirvöld, Ísrael og Palestína sættust á. 27.12.2006 21:01 Pilla á dag kemur þyngdinni í lag Vísindamenn hafa þróað pillu sem að hjálpar fólki að grennast. Eftir prófanir kom í ljós að fólk sem hafði tekið eina pillu á dag í 48 vikur missti um 12% af líkamsþyngd sinni. Þetta jafngildir því að 100 kílóa maður myndi fara niður 88 kíló bara með því að bryðja eina pillu á dag í eitt ár. 27.12.2006 20:40 Íranska þingið vill endurskoða samskipti við SÞ Íranska þingið greiddi atkvæði um þá tillögu að endurskoða samband ríkisins við kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Tillagan var lögð fram vegna nýlegra refsiaðgerða SÞ gagnvart Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. 27.12.2006 20:22 Ísafold útnefnir Ástu Lovísu Íslending ársins Tímaritið Ísafold útnefndi í dag Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem Íslending ársins 2006. Ásta Lovísa er 30 ára, einstæð þriggja barna móðir, sem berst við krabbamein sem læknar telja banvænt og greinir hún frá baráttu sinni á bloggsíðu sinni. Ásta er einnig alin er upp í skugga banvæns ættarsjúkdóms sem dró móður hennar og systur til dauða. 27.12.2006 20:00 Bílslys við Þjóðarbókhlöðuna Sjónarvottar segja alvarlegt umferðarslys hafa orðið við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Svo virðist sem ökumaður hafi keyrt yfir hringtorgið sjálft og keyrt niður ljósastaur. Fram- og afturdekk bílstjóramegin höfðu affelgast í leiðinni og var ökumaður síðan fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. 27.12.2006 19:38 Biskup býður sig fram til forseta Rómversk-kaþólskur biskup í Paragvæ, Fernando Lugo, hefur sagt af sér og ákveðið að bjóða sig fram til forseta landsins en kosið verður árið 2008. Lugo var biskup á einu fátækasta svæði landsins og talið er að hann njóti töluverð stuðnings meðal kjósenda þrátt fyrir að vera ekki í framboði fyrir stjórnmálaflokk. 27.12.2006 19:23 Í leit að nýjum plánetum Franski gervihnötturinn COROT er nú á leið út í geiminn til að leita að reikistjörnum í myrkviðum himinhvolfanna. Hnettinum var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan nú síðdegis með nýrri gerð af Soyuz-eldflaug og er skemmst frá því að segja að geimskotið gekk að óskum. 27.12.2006 19:00 Ætla að sitja um Mogadishu Sómalski stjórnarherinn, með fulltingi eþíópískra hersveita, nálgast nú óðfluga höfuðborgina Mogadishu þar sem íslamskir uppreisnarmenn hafa bækistöðvar. Í morgun vann stjórnarherinn áfangasigur þegar hann lagði undir sig borgina Jowhar í suðurhluta landsins. 27.12.2006 18:45 Nýr ferðarisi í sókn á næsta ári Hannes Smárason, forstjóri FL Group, boðar enn meiri fréttir á nýju ári af norrænum ferðarisa sem til varð í dag með stofnun Northern Travel Holding. Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, verður stjórnarformaður hins nýja félags sem velta mun 120 milljörðum króna á ári og flytja sjö og hálfa milljón farþega. 27.12.2006 18:30 Landlæknir fékk ábendingu um 3 vistkonur óléttar eftir starfsmenn í Byrginu Landlæknir fékk fyrir fjórum árum ábendingu frá lækni um að þrjár konur sem voru í meðferð í Byrginu væru óléttar eftir starfsmenn þess. Svo virðist sem landlæknisembættið hafi ekkert gert við þær upplýsingar. 27.12.2006 18:30 Einstæð móðir missti allt sitt Fjögurra barna einstæð móðir á Hvolsvelli missti innbú sitt í bruna aðfaranótt Þorláksmessu, en hún var ótryggð. Reykskynjari bjargaði því að ekki færi verr. Vinir og ættingjar hafa komið af stað söfnun. 27.12.2006 18:30 Fengu allir hamborgarhrygg í jólamatinn? Fyrirsjáanlegur skortur var á hamborgarhryggjum í jólamatinn strax í haust, segja forsvarsmenn Bónuss og Nóatúns. Leyfi til innflutnings fékkst - á ofurtollum sem hefðu skilað stórfelldu tapi, segir Jóhannes í Bónus. Framboð á svínahryggjum var meira en í fyrra, segir landbúnaðarráðuneytið. 27.12.2006 18:30 Gerald Ford horfinn á vit feðra sinna Gerald Ford, þrítugasti og áttundi forseti Bandaríkjanna, andaðist í gær, 93 ára að aldri. Ford gegndi þessu valdamesta embætti heims á erfiðum tímum fyrir bandarískt samfélag. Hans er helst minnst fyrir að hafa aldrei verið kosinn af þjóð sinni og gefið forvera sínum, Richard Nixon, upp sakir. 27.12.2006 18:30 Fiskhjallar hrundu eins og spilaborg Hluti fiskhjalla Fisk Seafood í Skagafirði féll eins og spilaborg í óveðrinu á Þorláksmessu. Á annan tug starfsmanna reyndi í dag að bjarga fiski sem fastur er undir rústum hjallanna. 27.12.2006 18:22 SÞ sendir lið til Súdan Súdan leyfði í dag takmörkuðum fjölda starfsmanna Sameinuðu þjóðanna að koma inn í landið og aðstoða hersveitir Afríkubandalagsins við friðargæslu í landinu. 38 munu fara fyrir áramót og 105 bætast við í hópinn í janúar. Auk þess var ákveðið að Sameinuðu þjóðirnar muni styrkja Afríkubandalagið um 21 milljón dollara, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 27.12.2006 18:20 Leitað að plánetum svipuðum jörðinni Evrópskir vísindamenn skutu í dag á loft könnunarfari sem á að leita að plánetum eins og jörðinni fyrir utan sólkerfi okkar. Verkefnið er franskt og gengur undir nafninu COROT en könnunarfarið á að taka myndir sem eiga að geta leitt í ljós minni og þéttari plánetur en áður hefur reynst mögulegt að greina. 27.12.2006 18:11 Internetsamband slitrótt í Asíu Internet samband í Asíu og við Ástralíu liggur að stórum hluta niðri um þessar mundir vegna jarðskjálftans sem varð fyrir utan suðurströnd Taívan í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 á Richter, olli skemmdum á neðansjávarköplum sem tengdu svæðið við umheiminn. 27.12.2006 17:51 Rússar nafngreina mann grunaðan um að eitra fyrir Litvinenko Aðalsaksóknari Rússlands sagði í dag að Leonid Nevzlin, fyrrum framkvæmdastjóri rússneska olíufyrirtækisins YUKOS, gæti hafa fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko. Nevzlin var einn af hæst settu mönnum YUKOS en eigandi þess, Mikhail Khodorkovsky, situr nú í fangelsi fyrir fjármálamisferli. 27.12.2006 17:23 Völvan spáir tveggja flokka ríkisstjórn Geirs H. Haarde Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra í tveggja flokka stjórn á næsta kjörtímabili en Björn Bjarnason og Davíðsarmurinn er á leið út úr stjórnmálum. Það verður breyting á ríkisstjórninni ný andlit setjast í ráðherrastóla. Þetta er meðal þess sem Völva Vikunnar spáir í áramótahefti blaðsins. 27.12.2006 16:59 Hóta hefndum verði Saddam líflátinn Baathflokkur Saddams Hussein hótaði í dag hefndum ef forsetinn fyrrverandi verður tekinn af lífi. Í yfirlýsingu sem birt var á netinu sagði að það væri rauð lína sem Bandaríkjamenn ættu ekki að stíga yfir. 27.12.2006 16:45 Áfram barnakvóti í Kína Kínverjar hafa alls ekki í hyggju að breyta barnakvóta sínum sem heimilar aðeins eitt barn á hverja fjölskyldu í þéttbýli, og tvö til sveita. Hlutfall kynjanna í Kína er orðið mjög ójafnt. 27.12.2006 16:27 Lögreglan fangelsar nakinn mann Lögreglan í Reykjavík færði karlmann á þrítugsaldri í fangageymslu í gær. Sá hafði gengið um nakinn í miðborginni. Lögreglan tók manninn um níu leytið í gærmorgun á Lokastígnum en þegar hún kom á staðinn var hann á sokkunum einum klæða. 27.12.2006 16:21 Afsláttarkort verða sjálfvirk frá áramótum Tryggingastofnun ætlar að hefja sjálfvirka útgáfu á afsláttarkortum fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu um næstu áramót. Hingað til hefur þurft að safna greiðslukvittunum og framvísa þeim hjá Tryggingastofnun til að fá afsláttarkortið. Kortið verður sent sjálfkrafa heim til þeirra sem ná hámarksgreiðslum ef upplýsingar um það eru til hjá Tryggingastofnun og endurgreiðslur lagðar inn á bankareikninga fólks. 27.12.2006 16:07 Íranar hraða kjarnorkuáætlun 27.12.2006 15:59 Hæstiréttur ræður ekki yfir þingmönnum Hæstiréttur Massachusetts, í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að hann hafi engan rétt til þess að skipa þingmönnum fylkisins að greiða atkvæðu um eitt eða neitt, á fylkisþinginu. 27.12.2006 15:48 Búið að dæla um 45 þúsund lítrum af olíu Búið er að dæla um fjörtíu og fimm þúsund lítrum af olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Nú er verið að dæla úr tveimur svartolíutönkum sem eru ofarlega í skipinu en í þeim voru um 60 þúsund lítrum af olíu. 27.12.2006 15:42 FL-Group tilbúið að ráðast í stærri verkefni Hannes Smárason, forstjóri FL-Group, segir að vænta megi umtalsverðra frétta af FL-Group á árinu 2007. Fyrirtækið hefur úr umtalsverðum fjármunum að moða á næsta ári eftir að hafa losað um fjármagn. Hannes segir fyrirtækið tilbúið að ráðast í stærri verkefni en áður. 27.12.2006 15:24 Nornir fá uppreist æru Um 100 nornasérfræðingar alls staðar að úr heiminum munu koma saman í Vardø í Noregi á næsta ári til að ræða nornaveiðarnar í Finnmörku, Norðvestur-Rússlandi og Mið-Evrópu. Norræni menningarsjóðurinn styrkir þessa ráðstefnu. 27.12.2006 15:06 Óvarlegt að senda Harry prins til Íraks Mikil umræða er um það í Bretlandi hvort rétt sé að Harry prins fari til Íraks, með hversveit sinni, sem verður send þangað næsta vor. Harry er sagður leggja mikla áherslu á að fylgja félögum sínum, en varnarmálaráðuneytið segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun þar um ennþá. 27.12.2006 14:27 Styrkjum úthlutað til sjávarrannsókna Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, úthlutaði í dag 25 milljónum króna til sjávarrannsókna á samkeppnissviði. Níu verkefni fengu styrk en alls bárust þrjátíu og þrjár umsóknir um styrki. 27.12.2006 14:16 FL Group invests in American Airlines 27.12.2006 14:13 Sofnaði undir stýri og ók í gegnum girðingu Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sofnaði undir stýri í morgun og ók í gegnum girðingu og inn á tún. Maðurinn ók eftir Innnesvegi á leiðinni til Akraness. 27.12.2006 14:00 Ók á 150 kílómetra hraða í gegnum Hvalfjarðagöngin Ökumaður sem reyndi að stinga lögreglumenn af í Hvalfjarðagöngunum aðfaranótt aðfangadags var á rúmlega eitt hundrað og fimmtíu kílómetra hraða. 27.12.2006 13:50 Íslamistarnir hörfa Sómalska stjórnarhernum, með aðstoð hersveita frá Eþíópíu, hefur tekist að ná yfirráðum yfir bænum Jowhar í miðhluta landsins en hann hefur talsverða hernaðarlega þýðingu. 27.12.2006 13:45 Hóta að loka fyrir gas til Evrópu Hvíta Rússland hótaði í dag að loka fyrir gasleiðslur Rússa til Vestur-Evrópu, ef rússneski orkurisinn Gazprom félli ekki frá kröfum sínum um stórhækkað verð á gasi til Hvíta Rússlands á næsta ári. Stærstu viðskiptavinir Rússa í Evrópu eru Þýskaland, Ítalía, Tyrkland og Frakkland. 27.12.2006 13:28 Blair af beinu brautinni Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lenti í óskemmtilegri uppákomu þegar hann lenti í Miami í Flórída í nótt. Þegar flugvélin sem hann var farþegi í var að aka eftir flugbrautinni í átt til flugstöðvarinnar misstu flugmenn hennar af beygju með þeim afleiðingum að vélin ók út af brautinni. 27.12.2006 13:15 Eldur kviknaði á efrihæð Kaffi Amor á Akureyri Eldur kviknaði á efrihæð Kaffi Amor á Akureyri á níunda tímanum í morgun. Eftir að reykkarfarar frá slökkviliðinu á Akureyri höfðu farið inn í húsið kom í ljós að eldurinn var á salerni og tókst að slökkva hann fljótt. 27.12.2006 13:08 Bjóða bandarískum áhrifamönnum til Svalbarða Norðmenn ætla að bjóða bandarískum stjórnmálamönnum að heimsækja Svalbarða í von um að fá þá til liðs við sig í baráttunni gegn útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Svalbarði er aðeins þúsund kílómetra frá Norðurpólnum og þar má sjá greinileg merki um hlýnandi loftslag. 27.12.2006 13:04 Sýknaður af því að reyna að hindra varp arna Bóndi við Breiðafjörð, sem gefið var að sök að hafa sett upp gasbyssu til þess að fæla erni frá hreiðurstæði í firðinum og koma þannig í veg fyrir að þeir verptu þar, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af broti á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. 27.12.2006 13:00 Bandaríkjastjórn fagnar dauðadómnum Skiptar skoðanir eru um dauðadóminn yfir Saddam Hussein sem íraskur áfrýjunardómstóll staðfesti í gær. Bandarísk stjórnvöld fagna dómnum en Evrópusambandið hefur hins vegar skorað á írösku ríkisstjórnina að þyrma lífi Saddams. 27.12.2006 13:00 Ha, við danskir ? Ráðgjafanefnd danska utanríkisráðuneytisins leggur til að dönsk fyrirtæki hætti að leggja áherslu á danskan uppruna sinn í viðskiptum við Miðausturlönd. Þess í stað telji þau sig vera skandinavisk. 27.12.2006 13:00 Fimm ungmenni hafa játað innbrot Fimm ungmenni hafa játað að hafa brotist tvisvar inn í verslun á Akureyri og í veitingarhús um jólin. Sýslumaðurinn á Akureyri fór í gær fram gæsluvarðhald yfir ungmennunum. Þau hafa nú verið látin laus og er þýfið fundið. 27.12.2006 12:57 Hamborgarhryggirnir uppseldir Síðustu þrjá daga fyrir jól var orðinn verulegur skortur á hamborgarhryggjum í verslunum Bónuss. Skorturinn var fyrirsjáanlegur og samkvæmt upplýsingum frá Högum var sóst eftir leyfi til að flytja inn svínahryggi. Leyfið var veitt en með slíkum ofurtollum að hryggirnir hefðu verið seldir út úr búð með tapi. 27.12.2006 12:45 Krefst fundar í samgöngunefnd Jón Bjarnason, alþingismaður og fulltrúi Vinstri grænna í samgöngunefnd Alþingis, krefst fundar í samgöngunefnd vegna deilu flugumferðarstjóra og samgönguráðherra, og vill að Alþingi grípi þegar inn í málið. Hann leggur til að gildistöku laga um hlutafélagsvæðingu flugumferðarstjórnar um áramót, verði frestað, eða fallið verði frá lögunum. 27.12.2006 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Altalandi kaldhæðinn páfagaukur Færni páfagauks eins til þess að tjá sig hefur gert vísindamennina sem rannsaka hann orðlausa. Páfagaukurinn, sem er af gerðinni Grár afrískur og heitir N'kisi, hefur um 950 orða orðaforða. Hann finnur upp ný orð ef hann þarf og hann býr að auki yfir skyggnigáfu. 27.12.2006 21:09
Bandaríkin segja Ísraela brjóta gegn Vegvísinum Bandarísk yfirvöld segja að ný áætlun Ísraela um að byggja upp hverfi í fyrrum herstöð á Vesturbakka myndi brjóta gegn Vegvísinum svokallaða, en það er samkomulagið sem að bandarísk yfirvöld, Ísrael og Palestína sættust á. 27.12.2006 21:01
Pilla á dag kemur þyngdinni í lag Vísindamenn hafa þróað pillu sem að hjálpar fólki að grennast. Eftir prófanir kom í ljós að fólk sem hafði tekið eina pillu á dag í 48 vikur missti um 12% af líkamsþyngd sinni. Þetta jafngildir því að 100 kílóa maður myndi fara niður 88 kíló bara með því að bryðja eina pillu á dag í eitt ár. 27.12.2006 20:40
Íranska þingið vill endurskoða samskipti við SÞ Íranska þingið greiddi atkvæði um þá tillögu að endurskoða samband ríkisins við kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Tillagan var lögð fram vegna nýlegra refsiaðgerða SÞ gagnvart Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. 27.12.2006 20:22
Ísafold útnefnir Ástu Lovísu Íslending ársins Tímaritið Ísafold útnefndi í dag Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem Íslending ársins 2006. Ásta Lovísa er 30 ára, einstæð þriggja barna móðir, sem berst við krabbamein sem læknar telja banvænt og greinir hún frá baráttu sinni á bloggsíðu sinni. Ásta er einnig alin er upp í skugga banvæns ættarsjúkdóms sem dró móður hennar og systur til dauða. 27.12.2006 20:00
Bílslys við Þjóðarbókhlöðuna Sjónarvottar segja alvarlegt umferðarslys hafa orðið við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Svo virðist sem ökumaður hafi keyrt yfir hringtorgið sjálft og keyrt niður ljósastaur. Fram- og afturdekk bílstjóramegin höfðu affelgast í leiðinni og var ökumaður síðan fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. 27.12.2006 19:38
Biskup býður sig fram til forseta Rómversk-kaþólskur biskup í Paragvæ, Fernando Lugo, hefur sagt af sér og ákveðið að bjóða sig fram til forseta landsins en kosið verður árið 2008. Lugo var biskup á einu fátækasta svæði landsins og talið er að hann njóti töluverð stuðnings meðal kjósenda þrátt fyrir að vera ekki í framboði fyrir stjórnmálaflokk. 27.12.2006 19:23
Í leit að nýjum plánetum Franski gervihnötturinn COROT er nú á leið út í geiminn til að leita að reikistjörnum í myrkviðum himinhvolfanna. Hnettinum var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan nú síðdegis með nýrri gerð af Soyuz-eldflaug og er skemmst frá því að segja að geimskotið gekk að óskum. 27.12.2006 19:00
Ætla að sitja um Mogadishu Sómalski stjórnarherinn, með fulltingi eþíópískra hersveita, nálgast nú óðfluga höfuðborgina Mogadishu þar sem íslamskir uppreisnarmenn hafa bækistöðvar. Í morgun vann stjórnarherinn áfangasigur þegar hann lagði undir sig borgina Jowhar í suðurhluta landsins. 27.12.2006 18:45
Nýr ferðarisi í sókn á næsta ári Hannes Smárason, forstjóri FL Group, boðar enn meiri fréttir á nýju ári af norrænum ferðarisa sem til varð í dag með stofnun Northern Travel Holding. Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, verður stjórnarformaður hins nýja félags sem velta mun 120 milljörðum króna á ári og flytja sjö og hálfa milljón farþega. 27.12.2006 18:30
Landlæknir fékk ábendingu um 3 vistkonur óléttar eftir starfsmenn í Byrginu Landlæknir fékk fyrir fjórum árum ábendingu frá lækni um að þrjár konur sem voru í meðferð í Byrginu væru óléttar eftir starfsmenn þess. Svo virðist sem landlæknisembættið hafi ekkert gert við þær upplýsingar. 27.12.2006 18:30
Einstæð móðir missti allt sitt Fjögurra barna einstæð móðir á Hvolsvelli missti innbú sitt í bruna aðfaranótt Þorláksmessu, en hún var ótryggð. Reykskynjari bjargaði því að ekki færi verr. Vinir og ættingjar hafa komið af stað söfnun. 27.12.2006 18:30
Fengu allir hamborgarhrygg í jólamatinn? Fyrirsjáanlegur skortur var á hamborgarhryggjum í jólamatinn strax í haust, segja forsvarsmenn Bónuss og Nóatúns. Leyfi til innflutnings fékkst - á ofurtollum sem hefðu skilað stórfelldu tapi, segir Jóhannes í Bónus. Framboð á svínahryggjum var meira en í fyrra, segir landbúnaðarráðuneytið. 27.12.2006 18:30
Gerald Ford horfinn á vit feðra sinna Gerald Ford, þrítugasti og áttundi forseti Bandaríkjanna, andaðist í gær, 93 ára að aldri. Ford gegndi þessu valdamesta embætti heims á erfiðum tímum fyrir bandarískt samfélag. Hans er helst minnst fyrir að hafa aldrei verið kosinn af þjóð sinni og gefið forvera sínum, Richard Nixon, upp sakir. 27.12.2006 18:30
Fiskhjallar hrundu eins og spilaborg Hluti fiskhjalla Fisk Seafood í Skagafirði féll eins og spilaborg í óveðrinu á Þorláksmessu. Á annan tug starfsmanna reyndi í dag að bjarga fiski sem fastur er undir rústum hjallanna. 27.12.2006 18:22
SÞ sendir lið til Súdan Súdan leyfði í dag takmörkuðum fjölda starfsmanna Sameinuðu þjóðanna að koma inn í landið og aðstoða hersveitir Afríkubandalagsins við friðargæslu í landinu. 38 munu fara fyrir áramót og 105 bætast við í hópinn í janúar. Auk þess var ákveðið að Sameinuðu þjóðirnar muni styrkja Afríkubandalagið um 21 milljón dollara, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 27.12.2006 18:20
Leitað að plánetum svipuðum jörðinni Evrópskir vísindamenn skutu í dag á loft könnunarfari sem á að leita að plánetum eins og jörðinni fyrir utan sólkerfi okkar. Verkefnið er franskt og gengur undir nafninu COROT en könnunarfarið á að taka myndir sem eiga að geta leitt í ljós minni og þéttari plánetur en áður hefur reynst mögulegt að greina. 27.12.2006 18:11
Internetsamband slitrótt í Asíu Internet samband í Asíu og við Ástralíu liggur að stórum hluta niðri um þessar mundir vegna jarðskjálftans sem varð fyrir utan suðurströnd Taívan í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 á Richter, olli skemmdum á neðansjávarköplum sem tengdu svæðið við umheiminn. 27.12.2006 17:51
Rússar nafngreina mann grunaðan um að eitra fyrir Litvinenko Aðalsaksóknari Rússlands sagði í dag að Leonid Nevzlin, fyrrum framkvæmdastjóri rússneska olíufyrirtækisins YUKOS, gæti hafa fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko. Nevzlin var einn af hæst settu mönnum YUKOS en eigandi þess, Mikhail Khodorkovsky, situr nú í fangelsi fyrir fjármálamisferli. 27.12.2006 17:23
Völvan spáir tveggja flokka ríkisstjórn Geirs H. Haarde Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra í tveggja flokka stjórn á næsta kjörtímabili en Björn Bjarnason og Davíðsarmurinn er á leið út úr stjórnmálum. Það verður breyting á ríkisstjórninni ný andlit setjast í ráðherrastóla. Þetta er meðal þess sem Völva Vikunnar spáir í áramótahefti blaðsins. 27.12.2006 16:59
Hóta hefndum verði Saddam líflátinn Baathflokkur Saddams Hussein hótaði í dag hefndum ef forsetinn fyrrverandi verður tekinn af lífi. Í yfirlýsingu sem birt var á netinu sagði að það væri rauð lína sem Bandaríkjamenn ættu ekki að stíga yfir. 27.12.2006 16:45
Áfram barnakvóti í Kína Kínverjar hafa alls ekki í hyggju að breyta barnakvóta sínum sem heimilar aðeins eitt barn á hverja fjölskyldu í þéttbýli, og tvö til sveita. Hlutfall kynjanna í Kína er orðið mjög ójafnt. 27.12.2006 16:27
Lögreglan fangelsar nakinn mann Lögreglan í Reykjavík færði karlmann á þrítugsaldri í fangageymslu í gær. Sá hafði gengið um nakinn í miðborginni. Lögreglan tók manninn um níu leytið í gærmorgun á Lokastígnum en þegar hún kom á staðinn var hann á sokkunum einum klæða. 27.12.2006 16:21
Afsláttarkort verða sjálfvirk frá áramótum Tryggingastofnun ætlar að hefja sjálfvirka útgáfu á afsláttarkortum fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu um næstu áramót. Hingað til hefur þurft að safna greiðslukvittunum og framvísa þeim hjá Tryggingastofnun til að fá afsláttarkortið. Kortið verður sent sjálfkrafa heim til þeirra sem ná hámarksgreiðslum ef upplýsingar um það eru til hjá Tryggingastofnun og endurgreiðslur lagðar inn á bankareikninga fólks. 27.12.2006 16:07
Hæstiréttur ræður ekki yfir þingmönnum Hæstiréttur Massachusetts, í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að hann hafi engan rétt til þess að skipa þingmönnum fylkisins að greiða atkvæðu um eitt eða neitt, á fylkisþinginu. 27.12.2006 15:48
Búið að dæla um 45 þúsund lítrum af olíu Búið er að dæla um fjörtíu og fimm þúsund lítrum af olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Nú er verið að dæla úr tveimur svartolíutönkum sem eru ofarlega í skipinu en í þeim voru um 60 þúsund lítrum af olíu. 27.12.2006 15:42
FL-Group tilbúið að ráðast í stærri verkefni Hannes Smárason, forstjóri FL-Group, segir að vænta megi umtalsverðra frétta af FL-Group á árinu 2007. Fyrirtækið hefur úr umtalsverðum fjármunum að moða á næsta ári eftir að hafa losað um fjármagn. Hannes segir fyrirtækið tilbúið að ráðast í stærri verkefni en áður. 27.12.2006 15:24
Nornir fá uppreist æru Um 100 nornasérfræðingar alls staðar að úr heiminum munu koma saman í Vardø í Noregi á næsta ári til að ræða nornaveiðarnar í Finnmörku, Norðvestur-Rússlandi og Mið-Evrópu. Norræni menningarsjóðurinn styrkir þessa ráðstefnu. 27.12.2006 15:06
Óvarlegt að senda Harry prins til Íraks Mikil umræða er um það í Bretlandi hvort rétt sé að Harry prins fari til Íraks, með hversveit sinni, sem verður send þangað næsta vor. Harry er sagður leggja mikla áherslu á að fylgja félögum sínum, en varnarmálaráðuneytið segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun þar um ennþá. 27.12.2006 14:27
Styrkjum úthlutað til sjávarrannsókna Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, úthlutaði í dag 25 milljónum króna til sjávarrannsókna á samkeppnissviði. Níu verkefni fengu styrk en alls bárust þrjátíu og þrjár umsóknir um styrki. 27.12.2006 14:16
Sofnaði undir stýri og ók í gegnum girðingu Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sofnaði undir stýri í morgun og ók í gegnum girðingu og inn á tún. Maðurinn ók eftir Innnesvegi á leiðinni til Akraness. 27.12.2006 14:00
Ók á 150 kílómetra hraða í gegnum Hvalfjarðagöngin Ökumaður sem reyndi að stinga lögreglumenn af í Hvalfjarðagöngunum aðfaranótt aðfangadags var á rúmlega eitt hundrað og fimmtíu kílómetra hraða. 27.12.2006 13:50
Íslamistarnir hörfa Sómalska stjórnarhernum, með aðstoð hersveita frá Eþíópíu, hefur tekist að ná yfirráðum yfir bænum Jowhar í miðhluta landsins en hann hefur talsverða hernaðarlega þýðingu. 27.12.2006 13:45
Hóta að loka fyrir gas til Evrópu Hvíta Rússland hótaði í dag að loka fyrir gasleiðslur Rússa til Vestur-Evrópu, ef rússneski orkurisinn Gazprom félli ekki frá kröfum sínum um stórhækkað verð á gasi til Hvíta Rússlands á næsta ári. Stærstu viðskiptavinir Rússa í Evrópu eru Þýskaland, Ítalía, Tyrkland og Frakkland. 27.12.2006 13:28
Blair af beinu brautinni Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lenti í óskemmtilegri uppákomu þegar hann lenti í Miami í Flórída í nótt. Þegar flugvélin sem hann var farþegi í var að aka eftir flugbrautinni í átt til flugstöðvarinnar misstu flugmenn hennar af beygju með þeim afleiðingum að vélin ók út af brautinni. 27.12.2006 13:15
Eldur kviknaði á efrihæð Kaffi Amor á Akureyri Eldur kviknaði á efrihæð Kaffi Amor á Akureyri á níunda tímanum í morgun. Eftir að reykkarfarar frá slökkviliðinu á Akureyri höfðu farið inn í húsið kom í ljós að eldurinn var á salerni og tókst að slökkva hann fljótt. 27.12.2006 13:08
Bjóða bandarískum áhrifamönnum til Svalbarða Norðmenn ætla að bjóða bandarískum stjórnmálamönnum að heimsækja Svalbarða í von um að fá þá til liðs við sig í baráttunni gegn útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Svalbarði er aðeins þúsund kílómetra frá Norðurpólnum og þar má sjá greinileg merki um hlýnandi loftslag. 27.12.2006 13:04
Sýknaður af því að reyna að hindra varp arna Bóndi við Breiðafjörð, sem gefið var að sök að hafa sett upp gasbyssu til þess að fæla erni frá hreiðurstæði í firðinum og koma þannig í veg fyrir að þeir verptu þar, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af broti á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. 27.12.2006 13:00
Bandaríkjastjórn fagnar dauðadómnum Skiptar skoðanir eru um dauðadóminn yfir Saddam Hussein sem íraskur áfrýjunardómstóll staðfesti í gær. Bandarísk stjórnvöld fagna dómnum en Evrópusambandið hefur hins vegar skorað á írösku ríkisstjórnina að þyrma lífi Saddams. 27.12.2006 13:00
Ha, við danskir ? Ráðgjafanefnd danska utanríkisráðuneytisins leggur til að dönsk fyrirtæki hætti að leggja áherslu á danskan uppruna sinn í viðskiptum við Miðausturlönd. Þess í stað telji þau sig vera skandinavisk. 27.12.2006 13:00
Fimm ungmenni hafa játað innbrot Fimm ungmenni hafa játað að hafa brotist tvisvar inn í verslun á Akureyri og í veitingarhús um jólin. Sýslumaðurinn á Akureyri fór í gær fram gæsluvarðhald yfir ungmennunum. Þau hafa nú verið látin laus og er þýfið fundið. 27.12.2006 12:57
Hamborgarhryggirnir uppseldir Síðustu þrjá daga fyrir jól var orðinn verulegur skortur á hamborgarhryggjum í verslunum Bónuss. Skorturinn var fyrirsjáanlegur og samkvæmt upplýsingum frá Högum var sóst eftir leyfi til að flytja inn svínahryggi. Leyfið var veitt en með slíkum ofurtollum að hryggirnir hefðu verið seldir út úr búð með tapi. 27.12.2006 12:45
Krefst fundar í samgöngunefnd Jón Bjarnason, alþingismaður og fulltrúi Vinstri grænna í samgöngunefnd Alþingis, krefst fundar í samgöngunefnd vegna deilu flugumferðarstjóra og samgönguráðherra, og vill að Alþingi grípi þegar inn í málið. Hann leggur til að gildistöku laga um hlutafélagsvæðingu flugumferðarstjórnar um áramót, verði frestað, eða fallið verði frá lögunum. 27.12.2006 12:30