Fleiri fréttir

Lést á Vesturlandsvegi

Maðurinn sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöld hét Ágúst Bjarnason, til heimilis að Esjugrund 33 á Kjalarnesi. Hann var 28 ára, ókvæntur og barnlaus. Hann bjó áður ásamt fjölskyldu sinni að Kirkjubæjarbraut 4 í Vestmannaeyjum.

Gates-hjónin leggja fram 6 milljarða gegn malaríu

Stofnun Gates-hjónanna Bills og Melindu hefur heitið tæpum sex milljörðum íslenskra króna til baráttunnar við malaríu í heiminum. Fénu verður varið til betra eftirlits, rannsókna á bólusetningum og til að fyrirbyggja sjúkdóm sem verður rúmlega milljón manna að aldurtila á ári.

Íslamskur skæruliðahópur hótar fleiri sprengjum í Alsír

Alsírskur skæruliðahópur íslamskra öfgasinna hefur lýst ábyrgð á hendur sér á sprengjuárás á rútu sem flutti erlenda olíuiðnaðarmenn. Þá varar hópurinn við frekari árásum. Alsírskur bílstjóri rútunnar lést í árásinni á sunnudaginn og særði níu manns, þeirra á meðal fjóra Breta og einn Bandaríkjamann.

Stekkjastaur til byggða - munið skóinn

Börn að aldri og börn í anda eru búin að leggja sitt fínasta skótau (eða sitt stærsta) út í glugga til þess að taka við gjöfum frá fyrsta jólasveininum sem kemur til byggða í kvöld. Stekkjastaur kemur fyrstur, eins og verið hefur frá því að elstu menn muna. Bændur ættu einnig að líta til með fjárhúsum sínum, því alkunna er að staurstífur sveinninn sækir í ærnar.

Ekkert GSM-samband á Gemlufallsheiði

Ekkert GSM-samband er á Gemlufallsheiði þar sem rúta valt 40 metra í hávaðaroki og hálku í morgun, að því er segir í frétt á fréttavef Bæjarins besta. Þar er rætt við upplýsingafulltrúa Símans, sem segir það ekki hlutverk Símans að sinna neyðarsambandi, slíkt sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. NMT-samband er á heiðinni, eins og víðast hvar á þjóðvegum.

Ljósaþjófur stelur jólunum í Keflavík

Nokkrir íbúar í Keflavík hafa orðið fyrir því að undanförnu að perum er stolið úr ljósaseríum sem settar eru upp fyrir jólin, að því er fréttavefur Víkurfrétta greinir frá. Þar segir meðal annars frá fólki sem býr á jarðhæð í blokk og hefur gefist upp á að lýsa upp skammdegið eftir að perur hafa horfið úr seríunni í tvö ár í röð.

Olmert viðurkennir kjarnavopnaeign Ísraela

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, varð í kvöld, að því er virðist, fyrstur ísraelskra ráðamanna til að viðurkenna það sem marga grunaði: að Ísraelar búi yfir kjarnavopnum. Ekki er ljóst af ummælum hans í viðtali sem sýnt var í kvöld, hvort honum varð fótaskortur á tungunni, eða hvort það var ætlun hans að viðurkenna kjarnavopnaeign landsins.

Rændu 70 milljónum úr brynvörðum bíl

Íraskir byssumenn dulbúnir sem hermenn stálu í dag einni milljón Bandaríkjadala, að jafnvirði tæplega 70 milljóna íslenskra króna, úr brynvörðum bíl sem var á leið til íraska seðlabankans í Bagdad. Ræningjarnir 10 rændu einnig fjórum öryggisvörðum á einni erilsömustu götu höfuðborgarinnar.

Deilt um helförina

Tvær ráðstefnur um helför gyðinga hófust í Íran og Þýskalandi í dag. Í Teheran er spurt hvort helförin hafi í raun átt sér stað en í Berlín er fullyrt að þeir sem neiti því geri það einvörðungu í pólitískum tilgangi. Gögn Þjóðverja sjálfra um ódæðin séu næg sönnun.

Ekki öllum harmdauði

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu.

Tengsl milli jafnréttis og velferðar barna

Náin tengsl eru á milli jafnréttis kynjanna og velferðar barna, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem birt var í dag. Þar er vitnað til rannsókna sem sýna að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd í ákvarðanatökum myndi vannærðum börnum fækka í heiminum.

Umhverfisráðherra dregur úrskurð langt fram yfir lögboðinn frest

Umhverfisráðherra er kominn rúmlega hálft ár fram yfir lögbundinn tveggja mánaða frest, sem hann hafði til að úrskurða um hvort brúa megi Gufufjörð og Djúpafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum. Sveitarstjóri Vesturbyggðar segir Vestfirðinga orðna langþreytta á að bíða eftir að ráðherra komi undan feldi. Ráðuneytisstjóri segir von á úrskurði öðru hvoru megin við áramót.

Kviknaði í nýjum bíl á Ísafirði

Lögregla og slökkvilið á Ísafirði slökktu eld þar sem skíðlogaði í vélarhúsi fólksbíls á hringtorginu á Ísafirði um sex-leytið í kvöld. Ekki er vitað hvers vegna eldurinn kviknaði, enda bíllinn spánnýr en hann er mikið skemmdur. Lögregla segir hann ekki hafa spólað í hálku að því marki að kviknað hefði getað í honum. Enginn slasaðist í brunanum.

Grýla sendir Stekkjastaur til byggða

Grýla og Leppalúði brugðu sér í bæinn í gær í leit að jólakettinum. Þau fundu hann í Þjóðminjasafninu þar sem fjöldi barna var saman kominn til að bera hjónin ógurlegu augum. Í kvöld geta krakkar sett skóinn út í glugga, því í nótt kemur Stekkjastaur, fyrstur jólasveina, til byggða. Jólakötturinn hitti krakkana fyrst í Þjóðminjasafninu og það var eftirvænting í hópnum þegar Leppalúði birtist.

Báru skotheld vesti vegna líflátshótana

Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember.

Sýndu enga biðlund á slysstað

Ótrúleg óþolinmæði og dónaskapur vegfarenda mætti lögreglumönnun og þeim sem komu fyrstir á vettvang að banaslysi sem varð á Vesturlandsvegi í gær. Fólk ók jafnvel í gegnum vettvanginn áður en lögregla kom á staðinn.

Beint samband milli barnabóta og barnafátæktar

Útgjöld til barnabóta hafa lækkað um helming, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, bæturnar hafa líka lækkað að raungildi. Ástandið hér er til skammar fyrir íslenskt samfélag, segir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins. Tekjutenging barnabóta er afar fátíð í heiminum. Ísland eitt norðurlandanna skerðir barnabætur ef tekjur foreldra fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk. Þau eru 60 þúsund krónur á mánuði. Það er langt undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði.

Fresta aðildarviðræðum Tyrkja

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykkti á fundi sínum í dag að fresta hluta af undirbúningsviðræðum um aðild Tyrkja að ESB um óákveðinn tíma. Tregðu Tyrkja við að opna Kýpverjum hafnir sínar og flugvelli er sögð ástæðan.

Rannsókn á hlerunum lokið

Í dag lauk meðferð hlerunarmálsins hjá Sýslumanninum á Akranesi, þegar niðurstöðurnar voru sendar til Ríkissaksóknara. Að sögn sýslumannsins á Akranesi er rannsókn lokið og voru 12 manns yfirheyrðir, en Jón Baldvin Hannibalsson og Árni Páll Árnason voru kallaðir fyrir í tvígang. Yfirheyrslurnar voru allar teknar upp á myndband til að viðhafa nákvæmari vinnubrögð, en þeirri aðferð er beitt í æ ríkari mæli, og þykir mikilvæg þegar upplýsingar eru viðkvæmar.

Fimmtu vændiskonunnar saknað

Lögreglan í Bretlandi leitar nú fimmtu vændiskonunnar sem horfið hefur á stuttum tíma og óttast raðmorðingja sem líkir eftir verkum hins alræmda Kobba kviðristu, sem Englendingar kalla Jack the ripper. Þrjár þessara fimm hafa þegar fundist myrtar.

Grund vill lögreglurannsókn á grein í Ísafold

Stjórn öldrunarheimilisins Grundar hefur farið fram á að lögreglan rannsaki hvort blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Ísafoldar hafi gerst brotleg við lög, vegna greinar sem birtist í öðru tölublaði tímaritsins. Blaðamaðurinn réði sig sem starfsmann á Grund án þess að upplýsa um væntanleg greinaskrif.

Tekist á um hæfi yfirmanna hjá embætti Ríkislögreglustjóra

Lögmenn Baugs fullyrtu í Héraðsdómi í dag að Ríkislögreglustjóri, saksóknari Efnahagsbrotadeildar og yfirlögregluþjónn hefðu allir gert sig ótrúverðuga með yfirlýsingum um sakborninga í Baugsmálinu. Á móti var því haldið fram að fjölmiðlar hefðu snúið út úr orðum embættismanna Ríkislögreglustjóra.

Albert afhenti trúnaðarbréf í Washington

Albert Jónsson afhenti í dag George W. Bush, forseta Bandaríkjanna sem trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Afhendingin fór fram á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Albert var ráðgjafi Davíðs Oddssonar í utanríkismálum til margra ára og leiddi samninganefnd Íslendinga í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn.

Sakfelldir fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli

Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi í dag tvo menn fyrir utanvegaakstur og sektaði annan þeirra um 25 þúsund krónur en frestaði ákvröðun um refsingu hins um tvö ár svo framarlega sem hann heldur skilorð.

Vægi íslensku bankanna í Úrvalsvísitölu eykst

Íslensku bankarnir vega nærri þrjá fjórðu í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á fyrri helmingi næsta árs sem er meiria en í núgildandi vísitölu. Þetta kemur í Vegvísi Landsbankans.

Tekist á um hæfi Ríkislögreglustjóra til rannsóknar

Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum.

Íhuga að opna kistu Páls postula

Embættismenn í Páfagarði eru að velta því fyrir sér að láta opna stóra þykka marmarakistu, sem talið er að geymi jarðneskar leifar Páls postula. Búið er að reyna að taka röntgen myndir af kistunni, en hún er of þykk til þess að sjáist inn í hana.

Verdi í gallabuxum

Franski tenórinn Roberto Alagna stormaði af sviðinu á Scala óperunni í Milanó í gær, eftir að hópur áhorfenda púaði á hann. Þetta gerðist í miðjum flutningi á óperunni Aidu, eftir Verdi. Púið var ekki vegna þess að Alagna stæði sig illa, heldur til þess að lýsa vanþóknun á þeim ummælum hans að áhorfendurnir í Scala óperunni væru erfiðir og duttlingafullir.

Þróunarfélag mun láta meta tjón

Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. mun láta taka út hversu mikið tjónið varð í byggingum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda fyrr í vetur.

Sambandslaust á slysstað

Hvorki GSM samband eða talstöðvarsamband var við sjúkrabíla sem hlúðu að slösuðum þegar áætlunarbíll fór út af Gemlufallsheiði á Vestfjörðum í morgun.

Bíll sem stolið var á Akranesi fannst í Mosfellsbæ

Ungur maður lenti í heldur óskemmtilegri reynslu síðastliðinn föstudag á Akranesi. Þá brá hann sér inn á bensínstöð í bænum en skildi bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan. Einhver notfærði sér það því bíllinn var horfinn þegar maðurinn kom aftur út. Eigandinn fann bílinn þó sjálfur tveimur dögum síðar en þá var hann í Mosfellsbæ.

Brenndu myndir af forseta Írans

Tugir stúdenta brenndu myndir af Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, og köstuðu kínverjum til þess að trufla ræðu sem hann flutti við háskóla í Teheran, í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Ahmadinejad er sýndur svo opinn fjandskapur, síðan hann vann stórsigur í forsetakosningum árið 2005.

Fluttu inn 6,5 kíló af amfetamíni

Réttað var yfir tveimur Litháum í Héraðsdómi Reykjavíkur dag en þeir fluttu samtals inn til landsins sex og hálft kíló af amfetamíni í lok sumars.

Söfnuðu 600 þúsund krónum fyrir SKB

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fékk í síðustu viku 600 þúsund króna styrk frá Tax Free á Íslandi sem safnast hefur á síðustu fjórum árum.

Pardew rekinn frá West Ham

Alan Pardew var í dag sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri West Ham eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem er nú í eigu Íslendinga, að það sé gert með hagsmuni félagins í huga en Kevin Keen, þjálfari liðsins, tekur við því tímabundið.

Danir kaupa eina geit á mínútu

Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar er lent í vanda útaf sístækkandi geitahjörð sinni. Stofnunin hleypti um helgina af stað söfnun fyrir fátæka í Afríkuríkinu Malawi, þar sem Danir voru hvattir til þess að kaupa geit í jólagjöf handa þeim.

Hvalaskoðun fái það vægi sem henni beri

Hvalir og hvalaðskoðun eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum er efst í huga eftir dvöl sína á Norðurlandi samkvæmt könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Ferðamálaklasa Norðurlands.

Óttast raðmorðingja vændiskvenna

Breska lögreglan óttast að raðmorðingi, ámóta og hinn illræmdi Jack The Ripper, herji á vændiskonur í Ipswich í austurhluta landsins. Þrjár vændiskonur hafa fundist myrtar þar síðastliðna níu daga. Hinnar fjórðu er saknað og lögreglan telur ástæðu til þess að hafa áhyggjur af öryggi hennar.

Sjá næstu 50 fréttir