Fleiri fréttir

Sýknaður af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi unnustu

Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi unnustu sína. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í október á síðasta ári ráðist á konuna á göngustíg í Víðidal í Reykjavík.

Kostnaður VG við forval 1,2 milljónir króna

Forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu kostaði hreyfinguna rúma 1,2 milljónir króna samkvæmt tilkynningu sem barst frá flokknum í morgun.

Farþegum um Leifsstöð fjölgar

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúmlega 15% í nóvember miðað við sama tíma í fyrra. Farþegar sem leið áttu um flugstöðina voru 133 þúsund í ár en 116 þúsund á sama tíma í fyrra.

Tvítug kona kærði nauðgun á Selfossi

Tæplega fertugur karlmaður er grunaður um að hafa naugað rúmlega tvítugri stúlku á Selfossi aðfaranótt laugardagsins. Konan og maðurinn höfðu verið á skemmtistað á Selfossi og farið heim saman til konunnar.

Fagna strandflutningum

Stjórn Neytendasamtakanna fagna því að skipafélag sé að hefja strandflutninga á vörum á ný, þar sem strandflutningar skipafélaganna koma til með að létta á umferðarþunga stórra flutningabíla og auka öryggi á þjóðvegum.

400 Rambóar

Bæjarstjórnin í smábænum Cherry Tree, í Pennsylvaníu, mun taka ákvörðun um það á miðvkudag, hvort hún biður alla bæjarbúa um að eignast byssur og læra að nota þær. Íbúar í Cherry Tree eru um 400 talsins.

Fólksbíl ekið á miðju-vegrið

Fólksbíl var ekið á miðju-vegrið Suðurlandsvegar á tveir-plús-einn vegkafla í Svínahrauni á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Selfossi kom á staðinn og aðstoðaði ökumanninn, sem kenndi sér þó einskis meins eftir óhappið, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Bílinn þurfti aftur á móti að fjarlægja með dráttarbíl. Hálka var ekki teljandi þarna, að sögn lögreglu en gekk á með éljum.

Sjálfvirk hringing úr bílum í 112 komin á rekspöl

Nú stefnir í að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna. Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að málinu. það á líka að þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu aðilanna frá í dag.

54 týnt lífi í 3 eldsvoðum í Rússlandi

Eldar kviknuðu í tveimur heilbrigðisstofnunum í Rússlandi í nótt. 9 týndu lífi á geðsjúkrahúsi í Síberíu en öllum var bjargað frá bráðum bana af sams konar sjúkrahúsi norðvestur af Moskvu. 54 hafa því týnt lífi í eldum á sjúkrahúsum í Rússlandi um helgina.

Ekkert stress á sextugsafmæli Hemma

Hann hefur átt fastan sess í lífi flestra Íslendinga um áratuga skeið og er löngu orðinn þjóðareign. Við höfum tekið þátt í sorgum hans og sigrum, en í kvöld ætla um þúsund manns að fagna sextugsafmæli með okkar ástsæla Hemma Gunn. Helstu hljómsveitir og skemmtikraftar landsins munu troða upp í afmælisveislunni sem er um það bil að hefjast á Broadway.

Rafmagn fór af Austurlandi í hálftíma

Austurhluti landsins varð rafmagnslaus uppúr klukkan fjögur í dag. Straumur fór af byggðalínunni milli Sigöldu og Kröflu, sennilegast á Suðurströndinni, að því er Ástvaldur Erlingsson, netstjóri á veitusviði RARIK á Austurlandi segir. Rafmagnið fór af í um hálftíma allt frá Kirkjubæjarklaustri að Vopnafirði.

Veikir útlendingar kosta

Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu.

Kosningabaráttan hafin

Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna.

Augusto Pinochet er allur

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, lést í dag, níutíu og eins árs að aldri. Pinochet hafði verið heilsutæpur um nokkurt skeið og fékk alvarlegt hjartaáfall fyrir viku. Hann var oddviti herforingjastjórnarinnar sem rændi völdum í Chile árið 1973 og ríkti í sautján ár. Á þeim tíma voru yfir þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa.

Hundruð þúsunda mótmæltu í Beirút

Mörg hundruð þúsund mótmælendur komu saman í Beirút, höfuðborga Líbanons, í dag og kröfðust afsagnar Sanioras, forsætisráðherra. Það voru Hizbollah-liðar og bandamenn Sýrlendinga sem fóru fyrir mótmælendum. Þetta eru ein fjölmennustu mótmæli sem efnt hefur verið til í Beirút og tíundi dagurinn í röð sem breytinga er krafist. Saniora hefur neitað að víkja fyrir Hizbollah-liðum sem hann telur vilja ræna völdunum.

Guðný Hrund í 4. sæti Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Samfylkingin í Suðurkjördæmi kynnti í dag framboðslista sinn fyrir Alþingiskosningarnar í vor, en þar urðu breytingar vegna þess að Ragnheiður Hergeirsdóttir býður sig ekki lengur fram til Alþingis, eftir að hún varð bæjarstjóri nýs meirihluta í Árborg. Guðný Hrund Karlsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Raufarhöfn, verður í fjórða sætinu.

Þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu

Fólk á höfuðborgarsvæðinu fór að verða vart við þrumur og eldingar uppúr klukkan þrjú í dag. Þannig hefur fréttastofan spurnir af því að bílar hafi stöðvað för sína á Hafnarfjarðarvegi milli Garðabæjar og Kópavogs, þegar ökumenn urðu varir við skæran blossa allnærri þeim. Og vegfarandi á Sandskeiði hafði svipaða sögu að segja. Veðurstofan hefur séð tugi eldinga á ratsjá og þrumuveðrið gæti haldið áfram.

Yunus tekur við friðarverðlaunum Nóbels

Bangladessbúinn Mohammad Yunus veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló í Noregi í dag. Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði deila með sér verðlaununum í ár.

Tveir danskir hermenn særðust Í Írak

Tveir danskir hermenn úr skriðdrekasveit Dana eru særðir eftir átök norður af borginni Basra í Írak. Annar mannanna særðist á hálsi og var fyrst talinn alvarlega særður en hinn fékk skot í handlegginn. Hvorugur er í lífshættu, að sögn læknis dönsku herdeildarinnar, Sørens Dervings. Hermennirnir tveir eru á hersjúkrahúsi á herstöðinni Shaiba Log, þar sem dönsku bækistöðvarnar, Danevang, eru einnig staðsettar.

Vísar á rússnesk yfirvöld

Marina Litvinenko, eiginkona KGB njósnarans Alexanders Litvinenko, segir margt benda til þess að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á dauða hans. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirka efninu polon 210 í síðasta mánuði.

Bátar, flugvélar, bílar og trampolín af stað í óveðri

Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki. Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt

Risatjald reist í heimalandi Borats

Forseti Kazakstan, Nursultan Nazarbayev, slær ekki slöku við í uppbyggingu hinnar nýju höfuðborgar landsins á steppunum norðan Baikalvatns. Hann hefur öðru sinni fengið hinn heimsfræga arkitekt Norman Foster, lávarð, til að hanna byggingu í borginni, í þetta skiptið risavaxið tjald, sem nær 150 m hæð, og þekur svæði á við 10 knattspyrnuvelli.

Víða hálka á vegum

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum. Hálka og hálkublettir eru víða á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, mokstur stendur yfir á Klettshálsi, ófært er um Eyrarfjall. Á Norðurlandi vestra er víða hálka og hálkublettir. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka og hálkublettir, flughált er á Jökuldal, Sandvíkurheiði, Skriðdal og á Breiðdalsheiði. Ófært er bæði yfir Lágheiði og Öxi.

Óvænt heimsókn í 13. sinn

Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór í óvænta heimsókn til Íraks í gær. Þetta var í 13. sinn sem hann heimsótti bandaríska hermenn þar.

Fyrsta næturgeimskot í 4 ár

Næturhiminn á Flórída í Bandaríkjunum lýstist upp í nótt þegar geimflauginni Discovery var skotið á loft frá Canaveral höfða. Þetta var í fyrsta sinn í fjögur ár sem geimflaug var skotið á loft að nóttu til.

Gengu gegn ofbeldi

16 ungir karlmenn gengu niður Laugaveginn í dag til að hvetja karlmenn til að taka afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Einhverjum var misboðið vegna þessa framferðis og kallaði til lögreglu.

Reykdalsvirkjun endurreist

Í dag var hundrað ára afmælis Reykdalssvirkjunar minnst í Hafnarfirði. Virkjunin er með þeim fyrstu sem reist var hér á landi. Það var athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal sem reisti virkjun á þessum stað fyrir rétt liðlega hundað árum.

Málaferlin kostuðu 8 milljónir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir málaferlin gegn sér í Bretlandi hafa kostað sig 8 milljónir. Hann fagnar því að dómurinn frá í fyrra hafi verið ógildur og vonar að nú sé málinu lokið.

Alnæmissamtökin styrkt

Það hljóp á snærið hjá Alnæmissamtökunum á Íslandi nú síðdegis þegar Alnæmissjóður MAC afhenti samtökunum fimmhundruð þúsund króna styrk við hátíðlega athöfn í snyrtivörubás MAC í Debenhams Smáralindinni. Hver króna af seldum viva glam varalit rennur í sjóðinn. Styrkurinn kemur sér ákaflega vel að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en hann verður nýttur í fræðslu og forvarnarverkefni. Til samanburðar má geta þess að fjárveitingar ríkisins til samtakanna á síðasta ári námu tveimur og hálfri milljón króna.

Konungur Sáda segir Arabaheiminn suðupott sem gæti sprungið

Leiðtogar arabaríkja við Persaflóa funda í dag og á morgun á vegum leiðtogaráðs Persflóaríkja (GCC) í Riyadh höfuðborg Saudi Arabíu til að ræða sameiginlegt gjaldeyrisbandalag ríkjanna, sem fyrirhugað er að koma á laggirnar 2010. Vaxandi áhrif Írana á Persflóasvæðinu verða líka til umræðu. Abdullah, konungur Sádí Arabíu varaði við því í opnunarræðu, að arabaheimurinn væri eins og suðupottur sem lokið væri við það að springa af.

6,6% íslenskra barna býr við fátækt

Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta.

Starfsfólk reyndi ekki að bjarga konunum

Talið er að kveikt hafi verið í sjúkrahúsi í Moskvu, höfuðborg Rússlands, þar sem fjörtíu og fimm konur létust í nótt. Slökkvilið borgarinnar deilir á starfsfólk fyrir að reyna ekki að koma fólkinu út. Þetta er mannskæðasti bruni í borginni í þrjú ár. Eldurinn braust út á fíkniefnadeild spítalans snemma í morgun og dóu konurnar fjörtíu og fimm úr reykeitrun þar sem eina færa útgönguleiðin var við læst hlið spítalans.

Opinberir starfmenn skjóta mótmælaskotum á Gaza

2500 lögreglumenn í Palestínu þustu í dag inn í byggingu ríkisstjórnarinnar í miðborg Gaza, til að mótmæla því að fá ekki greidd laun. Þeir saka stjórnmálaarm Hamas um að greiða eigin öryggissveitum, en ekki laun hundrað sextíu og fimm þúsund opinberra starfsmanna.

Sýslumaður starfrækir greiningardeild á Vellinum

Fjögurra manna greininingardeild hefur verið starfrækt við sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli undanfarin tvö ár. Deildin hefur sinnt gerð hættumats fyrir Utanríkisráðuneytið vegna starfsemi Íslensku friðargæslunnar í Afghanistan, Sri Lanka og víðar, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að deildin hafi haft afgerandi áhrif á ákvarðanir friðargæslunnar.

SUS tætir í sig frumvarp um starfsemi stjórnmálaflokka

Framkvæmdsastjórn sambands ungra sjálfstæðismanna telur frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka, meingallað og varar við þeim grundvallarsjónarmiðum sem ráðið hafa för við gerð þess. Ungir sjálfstæðismenn telja, að með frumvarpinu séu stjórnmálaflokkarnir að misnota umboð sitt frá almenningi í þeim tilgangi að viðhalda eigin völdum.

Hlíðarfjall í beinni

Mikill snjór er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri og verður opið þar frá klukkan tíu til fimm í dag. Í morgun var nánast logn í Hlíðarfjalli og fjögurra stiga frost og "jólasnjókoma", eins og forráðamenn svæðisins orðuðu það. Allar lyftur verða opnar í dag og göngubraut hefur verið troðin. Búið er að taka fjórar vefmyndavélar í gagnið í fjallinu og getur fólk skoðað aðstæður í brekkunum á hliðarfjall.is.

Nýjar rannsóknir á dauða Díönu en sama niðurstaða

DNA rannsókn hefur leitt í ljós að Henri Paul, ökumaður Díönu prinsessu, var ölvaður hina örlagaríku nótt París 1997 þegar hann ók á steinstólpa og Díana lést. Þetta kemur fram í heimildarmynd BBC sjónvarpsstöðvarinnar. Mohamed al Fayed hefur samt barist fyrir opinberum vitnaleiðslum um málið sem fara fram í næsta mánuði.

Síðasti þingfundur fyrir jólafrí

Alþingi kom saman til síðasta fundar síns fyrir jólaleyfi klukkan hálf tíu í morgun. Fyrir fundinum liggja þrjátíu mál. Búast má við að nokkur þeirra verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag.

Gosið lækkar meir en mörg hollustan

Stjórnvöld eru að senda fólki röng skilaboð með því að lækka virðisaukaskatt á gosdrykkjum og sykruðum svaladrykkjum, segir forstjóri Lýðheilsustöðvar.

Pilturinn sem lést á Stykkishólmsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi aðfararnótt föstudags hét Valtýr Guðmundsson. Hann var til heimilis að Árnatúni 5 í Stykkishólmi. Hann var 22 ára gamall, ókvæntur og barnlaus.

Staða Palestínumanna verri en blökkumanna undir Apartheid

Stefna Ísraelsmanna í málefnum Palestínu býr Palestínumönnum verri aðbúnað en svartir bjuggu við á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Þetta sagði Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseti þegar hann svaraði spurningum um efni bókar sinnar um Palestínumálið.

Sjá næstu 50 fréttir