Innlent

Kviknaði í nýjum bíl á Ísafirði

Lögregla og slökkvilið á Ísafirði slökktu eld þar sem skíðlogaði í vélarhúsi fólksbíls á hringtorginu á Ísafirði um sex-leytið í kvöld. Ekki er vitað hvers vegna eldurinn kviknaði, enda bíllinn spánnýr en hann er mikið skemmdur. Lögregla segir hann ekki hafa spólað í hálku að því marki að kviknað hefði getað í honum. Enginn slasaðist í brunanum.

Þá valt vörubíll í hálku rétt fyrir fréttir, við ána Kolgrímu í nágrenni við Höfn í Hornafirði. Ökumaður slapp ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×