Innlent

Ekkert GSM-samband á Gemlufallsheiði

Ekkert GSM-samband er á Gemlufallsheiði þar sem rúta valt 40 metra í hávaðaroki og hálku í morgun, að því er segir í frétt á fréttavef Bæjarins besta. Þar er rætt við upplýsingafulltrúa Símans, sem segir það ekki hlutverk Símans að sinna neyðarsambandi, slíkt sé á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. NMT-samband er á heiðinni, eins og víðast hvar á þjóðvegum.

Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi símans, segir að víða á þjóðvegum landsins náist ekki GSM samband en bendir á að GSM kerfi Símans nái til um 98% landsmanna, sem teljist nokkuð hátt hlutfall á heimsvísu. Á Vestfjörðum er nú fyrst og fremst GSM samband á þéttbýlisstöðum og í kringum þá, á Brjánslæk og við Ísafjarðardjúp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×