Innlent

Hlíðarfjall í beinni

Mikill snjór er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri og verður opið þar frá klukkan tíu til fimm í dag. Í morgun var nánast logn í Hlíðarfjalli og fjögurra stiga frost og "jólasnjókoma", eins og forráðamenn svæðisins orðuðu það. Allar lyftur verða opnar í dag og göngubraut hefur verið troðin. Búið er að taka fjórar vefmyndavélar í gagnið í fjallinu og getur fólk skoðað aðstæður í brekkunum á hliðarfjall.is.

- Smellið til að fara á síðu með vefmyndavélum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×