Innlent

Þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu

Ratsjármynd frá kl 15:15. Þrumuskýjabakkinn undan Reykjanesi sést vel
Ratsjármynd frá kl 15:15. Þrumuskýjabakkinn undan Reykjanesi sést vel MYND/Veðurstofa Íslands

Fólk á höfuðborgarsvæðinu fór að verða vart við þrumur og eldingar uppúr klukkan þrjú í dag. Þannig hefur fréttastofan spurnir af því að bílar hafi stöðvað för sína á Hafnarfjarðarvegi milli Garðabæjar og Kópavogs, þegar ökumenn urðu varir við skæran blossa allnærri þeim. Og vegfarandi á Sandskeiði hafði svipaða sögu að segja. Veðurstofan hefur séð tugi eldinga á ratsjá.

Eldingarnar koma úr stórum og dökkum skúra- og/eða éljabakka austan við borgina, að sögn Þorsteins Jónssonar, vakthaffandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Það má gera ráð fyrir að svona kröftug skúraský haldi áfram að koma inn á suðvesturhornið næstu klukkustundir og að heldur bæti í úrkomu og vind. Úrkoman verður líklegast í formi slyddu eða rigningar og vindur verður um 10-15 m/s og hvassara við ströndina. Stærri skúrabakki sést nú á ratsjá skammt undan Reykjanesi og stefnir í norðaustur, eða inn á land. Þetta sjáldgæfa þrumuveður gætið því haldið eitthvað áfram frameftir degi.

Nánari upplýsingar:

Síða veðurstofunnar með kost af eldingum í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×