Fleiri fréttir Annar elsti karlmaður heims látinn Moses Hardy, sem talinn var annar elsti maður heims, lést í dag, 113 ára að aldri. Hann var eini eftirlifandi svarti maðurinn sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Hardy var sjötti á lista heimsmetabókar Guinness yfir elsta fólk í heimi, sú sem er efst á þeim lista er 116 ára gömul. 8.12.2006 22:19 Kynþokki Cortes vekur athygli í Bretlandi Netblað í Liverpool fjallar í dag um Garðar Thor Cortes, sem kemur fram á tónleikum með Catherine Jenkins í LIverpool á sunnudagskvöld. Greinin byrjar á stuttri kynningu á landi og þjóð, 13 jólasveinum og nafnahefðina, og segir síðan frá einum besta óperusöngvara landsins sem einnig hafi verið útnefndur kynþokkafyllsti maður landsins í tvígang. 8.12.2006 21:53 65 fangar sluppu nærri Cancun Tugir fanga í mexíkósku fangelsi nærri ferðamannastaðnum Cancun brutu lása á klefadyrum sínum, börðu verði og sluppu út úr fangelsinu í dag. Tveir létust í slagnum. Hundruð fanga byrjuðu að mótmæla þegar nokkrir fanganna voru færðir í annað fangelsi, þeirra á meðal Marcos Gallegos, sem hefur verið kallaður "guðfaðirinn" í fangelsinu. 8.12.2006 21:50 Kveikt á kertum til minningar um mann í Vogunum Kveikt var á kertum meöfram öllum Vogaafleggjaranum í kvöld til að minnast manns sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í haldi lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn var frá Vogum. 8.12.2006 21:21 Siniora segir Hisbollah stefna á valdarán Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, sakaði leiðtoga Hisbollah um að vilja ræna völdum af réttkjörinni ríkisstjórn í óvenju harðorðri ræðu í kvöld. Ræðan var send út frá skrifstofu hans, þar sem hann hefur hafst við í rúma viku, síðan stuðningsmenn Hisbollah lögðu undir sig göturnar fyrir utan stjórnarráðið í Beirút. 8.12.2006 20:56 Rumsfeld ekki ábyrgur fyrir pyntingum Bandarískur dómari sagðist í dag efast um að hægt væri að sækja Donald Rumsfeld til saka fyrir pyntingar bandarískra hermanna á föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Thomas Hogan, dómari, sagði að þó að pyntingar væru óásættanlegar, þá væri ekki víst að níu írösk fórnarlömb þeirra gætu dregið varnarmálaráðherrann til ábyrgðar. 8.12.2006 20:39 Quebecsk erfðagreining Líkt og Íslendingar, eru íbúar Quebec-héraðs komnir af nokkrum fjölskyldum, sem fluttu frá Frakklandi til Quebec í Kanada. Erfðafræðingar telja að erfamengi Quebec-búa í Kanada geti af þessum ástæðum hentað vel til erfðarannsókna og hugsa sér gott til glóðarinnar að þróa lyf og læknismeðferðir út frá rannsóknum í Quebec. 8.12.2006 20:19 Ætlaði að kúga auðjöfra KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. 8.12.2006 20:00 16 ára á tveggja ára skilorði Héraðsdómur Austurlands frestaði í dag ákvörðun refsingar yfir 16 ára gömlum strák fyrir bifreiðastuld. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð næstu 2 árin. Drengurinn stal bíl á Vopnafirði og keyrði hana um götur bæjarins uns hann hafnaði utan vegar. 8.12.2006 19:45 Hlýtt í Evrópu Vísindamenn segja ekki hafa verið hlýrra í Evrópu á þessum árstíma í fimm hundruð ár. Óttast er að skíðamenn fái lítið sem ekkert að renna sér í Ölpunum þennan veturinn og þurfi þess í stað að taka fram gönguskóna vilji þeir njóta náttúrunnar þar. 8.12.2006 19:30 Karpað um mat Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur segir borgarstjóra tvísaga um þátt sinn í kaupum borgarinnar á fjórum hekturum í Norðlingaholti sem voru í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri segir oddvitann hins vegar snúa út úr orðum embættismanns. 8.12.2006 19:17 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda rétt fyrir sjö í kvöld, á horni Rauðarárstígs og Laugavegs. Hann var fluttur á slysadeild, en að sögn lögreglu eru meiðsl hans talin vera minniháttar. Gatnamótunum var lokað í stutta stund en búið er að opna þau á ný. 8.12.2006 19:10 Sundabraut í jarðgöng Sundabraut mun kosta 16 milljarða ef hún verður lögð í jarðgöng og arðsemin verður mun meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Svokölluð "eyjalausn" yrði hinsvegar enn ódýrari kostur hvað varðar stofnkostnað og rekstur. 8.12.2006 19:05 Írakar reyna við þjóðarsátt Írakar munu halda þjóðarsáttarráðstefnu í næstu viku, nánar tiltekið þann 16. des. að því er fram kemur í fréttum sjónvarpsstöðvar á vegum íraska ríkisins í kvöld. Forsætisráðherrann Nuri al-Maliki tilkynnti á þriðjudag að leiðtogar helstu stjórnmálaafla Íraks muni hittast um miðjan desember án þess að tilgreina nánari tímasetningu. 8.12.2006 19:04 Vilja taka yfir skipulagsmál á varnarsvæðinu Bæjarstjórar sveitarfélaganna sem eiga land á varnarsvæðinu fyrrverandi á Miðnesheiði vilja fá skipulagsréttinn fyrir svæðið til sín og það helst strax í næstu viku. 8.12.2006 18:30 Írar banna tóbakssælgæti og smápakka af sígarettum Írar ætla að banna sölu á sígarettupökkum með færri en 20 sígarettum í maílok á næsta ári til þess að reyna að draga úr reykingum barna og unglinga. Yngstu reykingamennirnir sækja í minni sígarettupakkningar þar sem þær eru ódýrari, að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Þá verður sælgæti sem líkist tóbaksvörum einnig bannað. 8.12.2006 18:19 16 dagar gegn ofbeldi 16 strákar munu ganga gegn ofbeldi niður Laugaveginn á morgun á vegum V-dags samtakanna til þess að mótmæla kynbundnu ofbeldi. Þetta er gert til að minna á ábyrgð karlmanna varðandi kynferðisofbeldi gagnvart konum. Strákarnir ganga af stað klukkan eitt á morgun og minna aðra karlmenn á að standa saman til að útrýma ofbeldi gegn konum. 8.12.2006 18:05 Kæra flugmenn vegna þotuslyss Tveir bandarískir flugmenn voru í dag ákærðir fyrir að stofna flugöryggi í hættu þegar brasilísk Boeing-þota hrapaði í Amazon-frumskóginum þann 29. september. Mennirnir tveir flugu lítilli einkaþotu sem rakst á væng farþegaþotunnar með þeim afleiðingum að stærri þotan hrapaði og 154 farþegar og áhafnarmeðlimir létust. 8.12.2006 17:49 Tengivegur fyrir Helgafellshverfi þarf ekki í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna tengivegar fyrir Helgafellshverfi. Framkvæmdir munu því hefjast í byrjun næsta árs og vonast landeigendur til þess að þær fari fram í sem mestri sátt. 8.12.2006 17:47 Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. 8.12.2006 17:24 Seselj hættur að svelta sig Öfgaþjóðernissinninn serbneski Vojislav Seselj, er hættur við mótmælasvelti sem hann hefur haldið til streitu í 28 daga. Hann svalt sig til að krefjast þess meðal annars að skipt yrði um dómara í máli hans fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Hann hefur verið þar í haldi síðan árið 2003, ákærður fyrir stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. 8.12.2006 17:19 Sex vilja verða landsbókaverðir Umsóknarfrestur um embætti landsbókavarðar rann út mánudaginn 4. desember sl. Menntamálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna. Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl 2007, og skal landsbókavörður skipaður úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur hæfa. 8.12.2006 17:17 Hafði fimm hangikjötslæri á brott með sér Lögreglan í Reykjavík leitar nú að stórtækum hangikjötsþjófi í einni af matvöruverslunum borgarinnar og segir lögregla engu líkara en sjálfur Ketkrókur hefði verið á ferðinni. Svo reyndist þó ekki vera enda mun jólasveinninn sá ekki vera væntanlegur til byggða fyrr en á Þorláksmessu. 8.12.2006 16:51 Aðlagist okkur eða farið annað -Ton y Blair Fólk sem vill setjast að í Bretlandi verður að semja sig að umburðarlyndum gildum þess, eða fara eitthvað annað, sagði Tony Blair, forsætisráðherra, í erindi sem hann flutti í dag. 8.12.2006 16:44 Gæsluvarðhald staðfest vegna meintrar nauðgunar Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður eru um að hafa nauðgað konu síðastliðinn föstudag. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember og á að gangast undir geðrannsókn á þessum tíma. 8.12.2006 16:39 Rannsóknarnefnd þingsins eða fræðimenn? Harðar deilur voru á Alþingi í dag um hlerunarmál. Voru allir þingmenn sem tóku þátt í þeim sammála um að rannsaka ætti málin ofan í kjölinn en þeim bar ekki saman um hvernig það ætti að gera. Stjórnarandstaðan vill rannsóknarnefnd en stjórnarliðar vilja bíða niðurstöðu nefndar sem Páls Hreinsson fer fyrir og á fjalla um aðgang fræðimanna að opinberum gögnum um öryggismál landins á árunum 1941-991. 8.12.2006 16:39 Kostnaður við Sundabrautarjarðgöng um 16 milljarðar Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. 8.12.2006 16:09 Nýtt fraktflugfélag stofnað á Akureyri Nýtt flugfélag sem flýgur fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu var stofnað á Akureyri í dag. Félagið heitir Norðanflug ehf. og eru stofnendur þess þrír það er Samherji, Eimskipafélag íslands og SAGA Fjárfestingar. Hefja á fraktflugið vorið 2007. Hlutfé Norðurflugs er 50 milljónir króna. 8.12.2006 16:06 Enn úrsagnir úr Sjálfstæðisflokkunum vegna Árna Johnsen Enn ber á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörssigurs Árna Johnsens fyrir tæpum mánuði. Þetta er óþægindamál fyrir flokkinn, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórmálafræði, sem þarf að klára sem fyrst. Í Pólitíkinni á Stöð 2 klukkan 19:40 í kvöld verður rætt um pólitíska ábyrgð, iðrun og fyrirgefningu. 8.12.2006 15:48 Utanríkisráðherra í Hiroshima 8.12.2006 15:47 Starfshópur fer yfir ólögmæta búsetu í atvinnuhúsnæði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um leiðir til að sporna við ólögmætri búsetu í atvinnuhúsnæði. Umræður um málið kviknuðu á Alþingi í kjölfar úttektar umsjónarmanna fréttaþáttarins Íslands í dag á Stöð 2 en hún leiddi í ljós að víða er pottur brotinn í þessum efnum. 8.12.2006 15:45 Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar athafnamanns á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. 8.12.2006 15:05 Jónínu Ben dæmdar bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra DV, til að greiða Jónínu Benediksdóttur bætur vegna umfjöllunar DV um einkalíf hennar. 8.12.2006 15:00 Lögregluskólinn útskrifar þrjátíu og fimm nemendur Lögregluskóli ríkisins útskrifar í dag þrjátíu og fimm nemendur frá grunnnámsdeild skólans. Útskriftin fer fram í Bústaðarkirkju og syngur meðal annars Lögreglukórinn fyrir útskriftarhópinn. 8.12.2006 14:27 Tók fimm stráka fyrir veggjakrot Fimm ungir skemmdarvargar voru gripnir í austurborg Reykjavíkur um hálfníuleytið í gærkvöld en þeir eru grunaðir um veggjakrot. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Um var að ræða stráka á grunnskólaaldri og fann lögregla í kjölfarið nokkuð af sprebrúsum og pennum. 8.12.2006 14:23 Þjóðverjar reykja áfram Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafnað tillögum um að ríkisstjórnin banni reykingar í skólum og á veitingastöðum um land allt. Ríkisstjórnin ætlar að láta hvert hinna sextán ríkja ákveða fyrir sig hvort reykingar verða bannaðar. 8.12.2006 14:18 Yfirheyra lykilvitni í njósnaramorði Breskir og rússneskir lögreglumenn eru farnir að yfirheyra lykilvitni í morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, að sögn rússneskra fjölmiðla. 8.12.2006 14:09 Frumvarpi um RÚV vísað til þriðju umræðu Samþykkt var fyrir um tvöleytið á Alþingi að vísa frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. til þriðju umræðu með 49 atkvæðum. Eins og fram hefur komið í fréttum fer þriðja umræða um frumvarpið fram eftir áramót samkvæmt samkomulagi stjórnarliða og stjórnarandstöðu. 8.12.2006 14:01 Gæsluvarðhaldsúrskurður í hnífstungumáli felldur úr gildi Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pilti, sem stakk annan pilt með hnífi, í Kópavogi um síðustu helgi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í vikunni. 8.12.2006 13:58 Þingmenn á leið í skemmtiferð til útlanda? Tekist var á um það á Alþingi nú eftir hádegið hvort ákveðinn hópur þingmanna væri á leið í skemmtiferð nú eftir þinglok. Það var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta og vakti athygli á orðum Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, í fréttum Ríkisútvarpisins í hádeginu. 8.12.2006 13:53 Vel þjálfaðar rottur Þær eru vel þjálfaðar rotturnar sem tóku þátt í fjölþraut í Nebraska í Bandríkjunum í gær. Það voru háskólanemar í bænum Lincoln sem efndu til keppninnar og mætti hver þátttakandi með þrautþjálfaða rottuna sína. Þeim var svo gert að klifra upp kaðla, taka þátt í langstökki, synda, hlaupa yfir hindranir og klifra upp veggi. 8.12.2006 13:45 Framlengja bann við dauðarefsingum 8.12.2006 13:22 Neitað um skaðabætur eftir að hafa ekið á hest Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað hestamann og Vátryggingafélag Íslands af ríflega 670 þúsund króna skaðabótakröfu manns vegna tjóns sem varð á bíl hans þegar hann ók á hest hestamannsins. 8.12.2006 13:17 Karlmaður um tvítugt lést í umferðarslysi Karlmaður um tvítugt beið bana í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi við afleggjarann að Stykkishólmsflugvelli í nótt. Slysið var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Nokkur ísing og hálka var á veginum en talið er að maðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Talið er að að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 8.12.2006 13:16 Lykilvitni líkast til yfirheyrt í dag Allt bendir til þess breskir lögreglumenn yfirheyri í dag lykilvitni í rannsókninni á morðinu á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko. Yfirheyrslunni hefur ítrekað verði frestað vegna þess að vitni hefur verið til rannsóknar hjá læknum í Moskvu. 8.12.2006 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Annar elsti karlmaður heims látinn Moses Hardy, sem talinn var annar elsti maður heims, lést í dag, 113 ára að aldri. Hann var eini eftirlifandi svarti maðurinn sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Hardy var sjötti á lista heimsmetabókar Guinness yfir elsta fólk í heimi, sú sem er efst á þeim lista er 116 ára gömul. 8.12.2006 22:19
Kynþokki Cortes vekur athygli í Bretlandi Netblað í Liverpool fjallar í dag um Garðar Thor Cortes, sem kemur fram á tónleikum með Catherine Jenkins í LIverpool á sunnudagskvöld. Greinin byrjar á stuttri kynningu á landi og þjóð, 13 jólasveinum og nafnahefðina, og segir síðan frá einum besta óperusöngvara landsins sem einnig hafi verið útnefndur kynþokkafyllsti maður landsins í tvígang. 8.12.2006 21:53
65 fangar sluppu nærri Cancun Tugir fanga í mexíkósku fangelsi nærri ferðamannastaðnum Cancun brutu lása á klefadyrum sínum, börðu verði og sluppu út úr fangelsinu í dag. Tveir létust í slagnum. Hundruð fanga byrjuðu að mótmæla þegar nokkrir fanganna voru færðir í annað fangelsi, þeirra á meðal Marcos Gallegos, sem hefur verið kallaður "guðfaðirinn" í fangelsinu. 8.12.2006 21:50
Kveikt á kertum til minningar um mann í Vogunum Kveikt var á kertum meöfram öllum Vogaafleggjaranum í kvöld til að minnast manns sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í haldi lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn var frá Vogum. 8.12.2006 21:21
Siniora segir Hisbollah stefna á valdarán Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, sakaði leiðtoga Hisbollah um að vilja ræna völdum af réttkjörinni ríkisstjórn í óvenju harðorðri ræðu í kvöld. Ræðan var send út frá skrifstofu hans, þar sem hann hefur hafst við í rúma viku, síðan stuðningsmenn Hisbollah lögðu undir sig göturnar fyrir utan stjórnarráðið í Beirút. 8.12.2006 20:56
Rumsfeld ekki ábyrgur fyrir pyntingum Bandarískur dómari sagðist í dag efast um að hægt væri að sækja Donald Rumsfeld til saka fyrir pyntingar bandarískra hermanna á föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Thomas Hogan, dómari, sagði að þó að pyntingar væru óásættanlegar, þá væri ekki víst að níu írösk fórnarlömb þeirra gætu dregið varnarmálaráðherrann til ábyrgðar. 8.12.2006 20:39
Quebecsk erfðagreining Líkt og Íslendingar, eru íbúar Quebec-héraðs komnir af nokkrum fjölskyldum, sem fluttu frá Frakklandi til Quebec í Kanada. Erfðafræðingar telja að erfamengi Quebec-búa í Kanada geti af þessum ástæðum hentað vel til erfðarannsókna og hugsa sér gott til glóðarinnar að þróa lyf og læknismeðferðir út frá rannsóknum í Quebec. 8.12.2006 20:19
Ætlaði að kúga auðjöfra KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. 8.12.2006 20:00
16 ára á tveggja ára skilorði Héraðsdómur Austurlands frestaði í dag ákvörðun refsingar yfir 16 ára gömlum strák fyrir bifreiðastuld. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð næstu 2 árin. Drengurinn stal bíl á Vopnafirði og keyrði hana um götur bæjarins uns hann hafnaði utan vegar. 8.12.2006 19:45
Hlýtt í Evrópu Vísindamenn segja ekki hafa verið hlýrra í Evrópu á þessum árstíma í fimm hundruð ár. Óttast er að skíðamenn fái lítið sem ekkert að renna sér í Ölpunum þennan veturinn og þurfi þess í stað að taka fram gönguskóna vilji þeir njóta náttúrunnar þar. 8.12.2006 19:30
Karpað um mat Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur segir borgarstjóra tvísaga um þátt sinn í kaupum borgarinnar á fjórum hekturum í Norðlingaholti sem voru í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri segir oddvitann hins vegar snúa út úr orðum embættismanns. 8.12.2006 19:17
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda rétt fyrir sjö í kvöld, á horni Rauðarárstígs og Laugavegs. Hann var fluttur á slysadeild, en að sögn lögreglu eru meiðsl hans talin vera minniháttar. Gatnamótunum var lokað í stutta stund en búið er að opna þau á ný. 8.12.2006 19:10
Sundabraut í jarðgöng Sundabraut mun kosta 16 milljarða ef hún verður lögð í jarðgöng og arðsemin verður mun meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Svokölluð "eyjalausn" yrði hinsvegar enn ódýrari kostur hvað varðar stofnkostnað og rekstur. 8.12.2006 19:05
Írakar reyna við þjóðarsátt Írakar munu halda þjóðarsáttarráðstefnu í næstu viku, nánar tiltekið þann 16. des. að því er fram kemur í fréttum sjónvarpsstöðvar á vegum íraska ríkisins í kvöld. Forsætisráðherrann Nuri al-Maliki tilkynnti á þriðjudag að leiðtogar helstu stjórnmálaafla Íraks muni hittast um miðjan desember án þess að tilgreina nánari tímasetningu. 8.12.2006 19:04
Vilja taka yfir skipulagsmál á varnarsvæðinu Bæjarstjórar sveitarfélaganna sem eiga land á varnarsvæðinu fyrrverandi á Miðnesheiði vilja fá skipulagsréttinn fyrir svæðið til sín og það helst strax í næstu viku. 8.12.2006 18:30
Írar banna tóbakssælgæti og smápakka af sígarettum Írar ætla að banna sölu á sígarettupökkum með færri en 20 sígarettum í maílok á næsta ári til þess að reyna að draga úr reykingum barna og unglinga. Yngstu reykingamennirnir sækja í minni sígarettupakkningar þar sem þær eru ódýrari, að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Þá verður sælgæti sem líkist tóbaksvörum einnig bannað. 8.12.2006 18:19
16 dagar gegn ofbeldi 16 strákar munu ganga gegn ofbeldi niður Laugaveginn á morgun á vegum V-dags samtakanna til þess að mótmæla kynbundnu ofbeldi. Þetta er gert til að minna á ábyrgð karlmanna varðandi kynferðisofbeldi gagnvart konum. Strákarnir ganga af stað klukkan eitt á morgun og minna aðra karlmenn á að standa saman til að útrýma ofbeldi gegn konum. 8.12.2006 18:05
Kæra flugmenn vegna þotuslyss Tveir bandarískir flugmenn voru í dag ákærðir fyrir að stofna flugöryggi í hættu þegar brasilísk Boeing-þota hrapaði í Amazon-frumskóginum þann 29. september. Mennirnir tveir flugu lítilli einkaþotu sem rakst á væng farþegaþotunnar með þeim afleiðingum að stærri þotan hrapaði og 154 farþegar og áhafnarmeðlimir létust. 8.12.2006 17:49
Tengivegur fyrir Helgafellshverfi þarf ekki í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna tengivegar fyrir Helgafellshverfi. Framkvæmdir munu því hefjast í byrjun næsta árs og vonast landeigendur til þess að þær fari fram í sem mestri sátt. 8.12.2006 17:47
Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. 8.12.2006 17:24
Seselj hættur að svelta sig Öfgaþjóðernissinninn serbneski Vojislav Seselj, er hættur við mótmælasvelti sem hann hefur haldið til streitu í 28 daga. Hann svalt sig til að krefjast þess meðal annars að skipt yrði um dómara í máli hans fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Hann hefur verið þar í haldi síðan árið 2003, ákærður fyrir stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. 8.12.2006 17:19
Sex vilja verða landsbókaverðir Umsóknarfrestur um embætti landsbókavarðar rann út mánudaginn 4. desember sl. Menntamálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna. Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl 2007, og skal landsbókavörður skipaður úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur hæfa. 8.12.2006 17:17
Hafði fimm hangikjötslæri á brott með sér Lögreglan í Reykjavík leitar nú að stórtækum hangikjötsþjófi í einni af matvöruverslunum borgarinnar og segir lögregla engu líkara en sjálfur Ketkrókur hefði verið á ferðinni. Svo reyndist þó ekki vera enda mun jólasveinninn sá ekki vera væntanlegur til byggða fyrr en á Þorláksmessu. 8.12.2006 16:51
Aðlagist okkur eða farið annað -Ton y Blair Fólk sem vill setjast að í Bretlandi verður að semja sig að umburðarlyndum gildum þess, eða fara eitthvað annað, sagði Tony Blair, forsætisráðherra, í erindi sem hann flutti í dag. 8.12.2006 16:44
Gæsluvarðhald staðfest vegna meintrar nauðgunar Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður eru um að hafa nauðgað konu síðastliðinn föstudag. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember og á að gangast undir geðrannsókn á þessum tíma. 8.12.2006 16:39
Rannsóknarnefnd þingsins eða fræðimenn? Harðar deilur voru á Alþingi í dag um hlerunarmál. Voru allir þingmenn sem tóku þátt í þeim sammála um að rannsaka ætti málin ofan í kjölinn en þeim bar ekki saman um hvernig það ætti að gera. Stjórnarandstaðan vill rannsóknarnefnd en stjórnarliðar vilja bíða niðurstöðu nefndar sem Páls Hreinsson fer fyrir og á fjalla um aðgang fræðimanna að opinberum gögnum um öryggismál landins á árunum 1941-991. 8.12.2006 16:39
Kostnaður við Sundabrautarjarðgöng um 16 milljarðar Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. 8.12.2006 16:09
Nýtt fraktflugfélag stofnað á Akureyri Nýtt flugfélag sem flýgur fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu var stofnað á Akureyri í dag. Félagið heitir Norðanflug ehf. og eru stofnendur þess þrír það er Samherji, Eimskipafélag íslands og SAGA Fjárfestingar. Hefja á fraktflugið vorið 2007. Hlutfé Norðurflugs er 50 milljónir króna. 8.12.2006 16:06
Enn úrsagnir úr Sjálfstæðisflokkunum vegna Árna Johnsen Enn ber á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörssigurs Árna Johnsens fyrir tæpum mánuði. Þetta er óþægindamál fyrir flokkinn, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórmálafræði, sem þarf að klára sem fyrst. Í Pólitíkinni á Stöð 2 klukkan 19:40 í kvöld verður rætt um pólitíska ábyrgð, iðrun og fyrirgefningu. 8.12.2006 15:48
Starfshópur fer yfir ólögmæta búsetu í atvinnuhúsnæði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um leiðir til að sporna við ólögmætri búsetu í atvinnuhúsnæði. Umræður um málið kviknuðu á Alþingi í kjölfar úttektar umsjónarmanna fréttaþáttarins Íslands í dag á Stöð 2 en hún leiddi í ljós að víða er pottur brotinn í þessum efnum. 8.12.2006 15:45
Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar athafnamanns á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. 8.12.2006 15:05
Jónínu Ben dæmdar bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra DV, til að greiða Jónínu Benediksdóttur bætur vegna umfjöllunar DV um einkalíf hennar. 8.12.2006 15:00
Lögregluskólinn útskrifar þrjátíu og fimm nemendur Lögregluskóli ríkisins útskrifar í dag þrjátíu og fimm nemendur frá grunnnámsdeild skólans. Útskriftin fer fram í Bústaðarkirkju og syngur meðal annars Lögreglukórinn fyrir útskriftarhópinn. 8.12.2006 14:27
Tók fimm stráka fyrir veggjakrot Fimm ungir skemmdarvargar voru gripnir í austurborg Reykjavíkur um hálfníuleytið í gærkvöld en þeir eru grunaðir um veggjakrot. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Um var að ræða stráka á grunnskólaaldri og fann lögregla í kjölfarið nokkuð af sprebrúsum og pennum. 8.12.2006 14:23
Þjóðverjar reykja áfram Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafnað tillögum um að ríkisstjórnin banni reykingar í skólum og á veitingastöðum um land allt. Ríkisstjórnin ætlar að láta hvert hinna sextán ríkja ákveða fyrir sig hvort reykingar verða bannaðar. 8.12.2006 14:18
Yfirheyra lykilvitni í njósnaramorði Breskir og rússneskir lögreglumenn eru farnir að yfirheyra lykilvitni í morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, að sögn rússneskra fjölmiðla. 8.12.2006 14:09
Frumvarpi um RÚV vísað til þriðju umræðu Samþykkt var fyrir um tvöleytið á Alþingi að vísa frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. til þriðju umræðu með 49 atkvæðum. Eins og fram hefur komið í fréttum fer þriðja umræða um frumvarpið fram eftir áramót samkvæmt samkomulagi stjórnarliða og stjórnarandstöðu. 8.12.2006 14:01
Gæsluvarðhaldsúrskurður í hnífstungumáli felldur úr gildi Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pilti, sem stakk annan pilt með hnífi, í Kópavogi um síðustu helgi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í vikunni. 8.12.2006 13:58
Þingmenn á leið í skemmtiferð til útlanda? Tekist var á um það á Alþingi nú eftir hádegið hvort ákveðinn hópur þingmanna væri á leið í skemmtiferð nú eftir þinglok. Það var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta og vakti athygli á orðum Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, í fréttum Ríkisútvarpisins í hádeginu. 8.12.2006 13:53
Vel þjálfaðar rottur Þær eru vel þjálfaðar rotturnar sem tóku þátt í fjölþraut í Nebraska í Bandríkjunum í gær. Það voru háskólanemar í bænum Lincoln sem efndu til keppninnar og mætti hver þátttakandi með þrautþjálfaða rottuna sína. Þeim var svo gert að klifra upp kaðla, taka þátt í langstökki, synda, hlaupa yfir hindranir og klifra upp veggi. 8.12.2006 13:45
Neitað um skaðabætur eftir að hafa ekið á hest Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað hestamann og Vátryggingafélag Íslands af ríflega 670 þúsund króna skaðabótakröfu manns vegna tjóns sem varð á bíl hans þegar hann ók á hest hestamannsins. 8.12.2006 13:17
Karlmaður um tvítugt lést í umferðarslysi Karlmaður um tvítugt beið bana í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi við afleggjarann að Stykkishólmsflugvelli í nótt. Slysið var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Nokkur ísing og hálka var á veginum en talið er að maðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Talið er að að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 8.12.2006 13:16
Lykilvitni líkast til yfirheyrt í dag Allt bendir til þess breskir lögreglumenn yfirheyri í dag lykilvitni í rannsókninni á morðinu á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko. Yfirheyrslunni hefur ítrekað verði frestað vegna þess að vitni hefur verið til rannsóknar hjá læknum í Moskvu. 8.12.2006 13:15