Innlent

Rafmagn fór af Austurlandi í hálftíma

Austurhluti landsins varð rafmagnslaus uppúr klukkan fjögur í dag. Straumur fór af byggðalínunni milli Sigöldu og Kröflu, sennilegast á Suðurströndinni, að því er  Ástvaldur Erlingsson, netstjóri á veitusviði RARIK á Austurlandi segir. Rafmagnið fór af í um hálftíma allt frá Kirkjubæjarklaustri að Vopnafirði. Þrumur og eldingar voru víða um vestan og sunnarvert landið um þetta leyti og er talið að eldingu hafi slegið niður í rafmagnslínu með þessum afleiðingum. Að sögn Ástvaldar er rafmagn nú alls staðar komið á aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×