Innlent

Guðný Hrund í 4. sæti Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Samfylkingin í Suðurkjördæmi kynnti í dag framboðslista sinn fyrir Alþingiskosningarnar í vor, en þar urðu breytingar vegna þess að Ragnheiður Hergeirsdóttir býður sig ekki lengur fram til Alþingis, eftir að hún varð bæjarstjóri nýs meirihluta í Árborg.

Alþingismennirnir Björgvin G Sigurðsson og Lúðvíg Bergvinsson verða í fyrsta og öðru sæti listans og Róbert Marshall í því þriðja, eins og niðurstaða prófkjörs flokksins hinn 4. nóvember síðast liðinn sagði til um. Ragnheiður Hergeirsdóttir, nú bæjarstjóri í Árborg, hafnaði í fjórða sætinu. Jón Gunnarsson lenti síðan í fimmta sætinu en var færður í það sjötta út af kynjakvóta og sagði sig svo af listanum.

Í dag var tilkynnt að Guðný Hrund Karlsdóttir, viðskiptafræðingur og fyrrverandi sveitarstjóri á Raufarhöfn, verði í fjórða sætinu. Hún tók ekki þátt í prófkjörinu, en er eðalkrati og Suðurnesjamanneskja, dóttir Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingarstofnunar og fyrrverandi þingmanns gamla Alþýðuflokksins. Samfylkingin er nú með fjóra þingmenn í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×