Innlent

Ekkert stress á sextugsafmæli Hemma

Það er Heeemmmi Gunnnn, sem er sextugur og heldur risa afmælisveislu á Broadway í kvöld
Það er Heeemmmi Gunnnn, sem er sextugur og heldur risa afmælisveislu á Broadway í kvöld
Hann hefur átt fastan sess í lífi flestra Íslendinga um áratuga skeið og er löngu orðinn þjóðareign. Við höfum tekið þátt í sorgum hans og sigrum, en í kvöld ætla um þúsund manns að fagna sextugsafmæli með okkar ástsæla Hemma Gunn.

Helstu hljómsveitir og skemmtikraftar landsins munu troða upp í afmælisveislunni sem er um það bil að hefjast á Broadway. Hemmi hefur verið dáður þáttastjórnandi í sjónvarpi í áratugi og komið mörgum á óvart. Það var góðvinur Hemma, Magnús Ólafsson, sem fannst tilvalið að koma Hemma sjálfum á óvart á afmælisdaginn, og fékk sjálfan Stekkjastaur til þess að færa honum litla gjöf.

Það var ekki laust við að Hemmi væri klökkur eftir hundruðir afmælisóska en kveðjan hans Hemma er líklega það sem kemur í huga flestra þegar þeir hugsa um hann.

Veriði hress, ekkert stress, bless, bless.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×