Innlent

Víða hálka á vegum

Björgunarsveitarbíll á ferðinni í óveðrinu í gær
Björgunarsveitarbíll á ferðinni í óveðrinu í gær MYND/Víkurfréttir - Hilmar Bragi
Hálkublettir eru á Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum. Hálka og hálkublettir eru víða á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, mokstur stendur yfir á Klettshálsi, ófært er um Eyrarfjall. Á Norðurlandi vestra er víða hálka og hálkublettir. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka og hálkublettir, flughált er á Jökuldal, Sandvíkurheiði, Skriðdal og á Breiðdalsheiði. Ófært er bæði yfir Lágheiði og Öxi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×