Fleiri fréttir Full samstaða stjórnarliða um RÚV Full samstaða er meðal stjórnarliða um RÚV-frumvarpið segir menntamálaráðherra og átelur menn fyrir að setja frestun lokaumræðunnar í annarlegt ljós. 8.12.2006 12:25 Ekið frá Selfossi til Alþingis með undirskriftir í dag Sunnlendingar og fleiri hyggjast fjölmenna í bílalest þar sem ekið verður frá Tryggvaskála á Selfossi og niður að Alþingishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þar ætla þeir að afhenda Alþingi undirskriftir 25 þúsund Íslendinga sem skora á þingið að lögfesta tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar. 8.12.2006 12:12 Fullar atvinnuleysisbætur hækka um 3.000 krónur um áramótin Atvinnuleysisbætur hækka um 2,9% 1. janúar á næsta ári. Hækkun atvinnuleysisbóta helst í hendur við hækkun launa í landinu almennt. Fullar atvinnuleysisbætur hækka um rúmar 3.000 krónur. Þær eru nú 111.015 krónur en verða 114.234 krónur 1. janúar 2007. 8.12.2006 11:51 Læknafélagið vill endubætur á vegum Stjórn Læknafélags Íslands telur brýnt að gerðar verði viðunandi endurbætur á fjölförnum vegum við þéttbýli eins og þeim sem mesta umferð bera við höfuðborgina. Stjórnin telur sannað að úreltir vegir séu ástæða slysa sem orðið hafa á vegum landsins. Hún telur þó rétt að minna á að flest slys megi forðast með varlegum akstri og réttri notkun öryggisbúnaðar. 8.12.2006 11:41 Vann lúxusferð á Eragon í London Frá því að nýr Vísir var opnaður hafa þeir sem gert hafa vefinn að upphafssíðu sinni farið í pott og eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Í gær vann Birgitta Sigursteinsdóttir ferð fyrir tvo á sérstaka gala forsýningu Eragon í London með öllum leikurum myndarinnar. 8.12.2006 11:23 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Mannlífs Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig verulegu fylgi frá síðustu kosningum, samkvæmt könnun sem Mannlíf lét gera í samvinnu við Plúsinn. Meirihluti stjórnarflokkanna á Alþingi er fallinn samkvæmt henni. 8.12.2006 11:11 Neytendasamtökin standa á bak við áfrýjun vegna olíusamráðsmáls Stjórn Neytendasamtakanna hefur tekið ákvörðun um að standa á bak við kæru Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, til Hæstaréttar vegna frávísunar héraðsdóms á máli hans á hendur Keri hf., sem áður var Olíufélagið Esso. 8.12.2006 11:01 VRRRÚÚMMMM Skrúðvagnar eru vinsælir í skrúðgöngum, í Bandaríkjunum. Þeir eru gjarnan fullir af fögrum meyjum, eða þá einhverjum fígúrum. Pallbílar eru gjarnan notaðir í þessum tilgangi. Ökumaður eins slíks var í gær handtekinn fyrir ölvun við akstur. 8.12.2006 10:58 Miklar annir á lokaspretti þingsins fyrir jól Miklar annir verða á Alþingi Íslendinga í dag enda hafa stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar orðið ásáttir um að hefja jólafrí þingsins á morgun. 35 mál eru á dagskrá þingfundar í dag sem hófst klukkan tíu. 8.12.2006 10:49 Bandaríkjaher banar 20 grunuðum al-Kaída liðum Bandarískar hersveitir felldu í dag 20 grunaða al-Kaída liða, þar á meðal tvær konur, í áhlaupi á búðir uppreisnarmanna í miðhluta Íraks. 8.12.2006 10:46 Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp til að bæta stöðu erlendra starfsmanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. 8.12.2006 10:25 Átján ára Selfyssingur handtekinn á Gaza-svæðinu Átján ára Selfyssingur var handtekinn á Gaza-svæðinu um síðustu helgi og var honum haldið í gæsluvarðhaldi í fimm klukkustundir. Pilturinn hefur verið á ferðalagi um svæðið síðan í september á þessu ári. 8.12.2006 10:23 Hlýjasti vetur í langan tíma Skíðabrekkur í ölpunum eru snjólausar, ferðamenn í róm ganga um í stuttermabolum og rósir blómstra í Lundúnum. Þetta eru lýsingarnar á vetrinum sem nú ríkir og verður að segja að hann er mildari en bjartsýnustu menn bjuggust við. 8.12.2006 10:21 Madonna hannar fyrir H & M Poppstjarnan Madonna hefur tekið að sér að hanna fatalínu fyrir sænska tískurisann Hennes & Mauritz. Föt Madonnu eiga að koma á markað í öllum verslunum fyrirtækisins í mars á næsta ári. 8.12.2006 10:15 Stofna sameiginlega byggingar- og skipulagsnefnd um varnarsvæði Þrjú sveitarfélög á Suðurnesjum, Garður, Sandgerði og Reykjanes hafa ákveðið að stofna sameiginlega byggingar- og skipulagsnefnd á fyrrum varnarsvæði á Miðnesheiði. 8.12.2006 10:14 Fór einn hring í mjúkum snjó Lítil meiðsl urðu á ökumanni og farþega fólksbíls sem valt einn hring í mjúkum snjó á Háreksstaðaleið, norðan við Jökuldal í kvöld. Lögregla dró bílinn upp á veginn og var hann keyrður á leiðarenda áfallalaust eftir það. Skafrenningur er og blint á köflum fyrir austan að sögn lögreglu. 7.12.2006 23:30 Lítil meiðsli í bílveltu skammt frá Hellu Þrennt slapp mjög vel þegar amerískur pallbíll valt heilan hring á Suðurlandsvegi skammt vestan við Hellu í kvöld. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku og er bíllinn mikið skemmdur. Fólkið var flutt á heilsugæslustöðina á Hellu en reyndist lítið slasað. 7.12.2006 23:21 Kaffiárgangurinn '77 frá Brasilíu Brasilíumenn treysta nú á að árgangasnobb vínáhugamanna geti smitast yfir í kaffi og kaffisekkirnir seljist dýrar eftir því sem þeir eru eldri. Brasilíumenn eiga nefnilega sitt kaffifjall eins og Íslendingar hafa átt fjöll af ýmsum landbúnaðarafurðum, - og kaffiverð er með hæsta móti um þessar mundir. 7.12.2006 22:55 Rasið ekki um ráð fram í Írak Bandarískur hershöfðingi ráðlagði stjórnvöldum í dag að auka ekki þjálfun íraskra öryggissveita í einum rykk nema að íhuguðu máli. Skýrsla Íraksnefndar sem birt var í gær mælir með því að þjálfun hersveita verði aukin upp í 10-20 þúsund sveitir, frá 3.000-4.000 núna. 7.12.2006 22:39 Prófkjörskostnaður Nikolovs 2.615 krónur Paul Nikolov, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, birtir í dag uppgjör sitt vegna framboðs í forvali Vinstri - Grænna um liðna helgi. Heildarreikningurinn er 2.615 krónur, þá er með talið frímerkið á prófkjörstilkynninguna. 7.12.2006 21:46 Klinsmann mun ekki þjálfa Bandaríkjamenn Jürgen Klinsmann dró sig út úr viðræðum um framtíð hans sem landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna í fótbolta í dag. Ágreiningur um völd og peninga höfðu hamlað viðræðunum sem höfðu staðið yfir í nokkra mánuði, en svo virtist sem eitthvað væri að draga saman með Klinsmann og fótboltayfirvöldum vestra i vikunni. 7.12.2006 21:38 Bretaprins sparar bensínið Umhverfisvitundin er í tísku núna í Bretlandi og kóngafólkið gengur á undan með góðu fordæmi. Karl Bretaprins ætlar að leggja einkaþotum og -þyrlum og taka sér frekar far með áætlunarflugfélögum, lestum eða sparneytnum bílum. 7.12.2006 21:22 Fyrsta nýja húsið í Grímsey í 6 ár Hreppsnefndin í Grímsey fær afhent nýtt parhús um helgina sem ákveðið var að byggja í vor. Að sögn oddvita Grímseyjarhrepps, Brynjólfs Árnasonar, er þetta fyrsta sinn í 6 ár sem smiðshöggið er rekið á nýbyggingu í eynni. Hreppsnefndin tók af skarið í vor og ákvað að byggja nýtt hús, vegna mikil húsnæðisskorts. 7.12.2006 20:52 Samband milli malaríu og alnæmis Vísindamenn telja að tengsl séu á milli útbreiðslu malaríu og alnæmisveirunnar í Afríku. Í niðurstöðum þeirra sem birtast í nýjasta tímariti vísindatímaritsins Science kemur í ljós að þeir sem sýktir eru af malaríu séu mun líklegri til að sýkja bólfélaga sinn af HIV-veirunni við kynmök. 7.12.2006 20:01 Mikið magn sprengiefna í miðaldabæ í Svíþjóð Tíu hús voru rýmd í miðaldaborginni Visby í Svíþjóð eftir að lögreglan fann mikið magn sprengiefna í húsi þar í borg í gærkvöldi, þar sem góðkunningi lögreglunnar var til húsa. Auk sprengiefna fundust í húsinu eldfim efni og eiturlyf. Visby er stærsta borg eyjunnar Gotlands, sem er undan suðausturströnd Svíþjóðar. 7.12.2006 20:00 Vitni í Litvinenko-málinu ekki við dauðans dyr Lögfræðingur heldur því fram að Dmitry Kovtun, eitt aðalvitna í morðrannsókn á Alexander Litvinenko, sé ekki í lífshættu og ber til baka fréttir frá því vyrr í dag, af því að hann hafi fallið í dá í dag og sé við dauðans dyr. Andrei Romashov er lögfræðingur annars mikilvægs vitnis í morðrannsókninni og segist hann hafa talað við Kovtun í kvöld. 7.12.2006 19:42 Staðfest að lögregla elti drengina í dauðann Rannsóknarskýrsla innra eftirlits frönsku lögreglunnar gagnrýnir lögreglumenn fyrir vangá sem á síðasta ári eltu tvo drengi inn í rafmagnsskúr þar sem þeir létu lífið, segir lögmaður fjölskyldna drengjanna. Skýrslan var birt í dag og segir þar að lögreglumennirnir hafi ekki gripið til nauðsynlegra varúðarráðstafana. 7.12.2006 19:30 Skautasvell opnað á Ingólfstorgi Á torgum stórborga víða um heim eru skautasvell órjúfanlegur þáttur af jólastemningunni og í ár eru íslendingar engir eftirbátar New York-borgar eða Parísar. Í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar leigir fyrirtækið svellið frá Austurríki, en það þekur tvo þriðju Ingólfstorgs. Óskar Magnússon forstjóri fyrirtækisins og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri opnuðu svellið við hátíðlega athöfn í dag og tókust svo á í krullu að því loknu. 7.12.2006 19:10 Án auglýsinga yrði engin Rás 2 Útvarpsstjóri telur sér ekki sætt í starfi ef frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV verður ekki samþykkt á vormánuðum. Afgreiðslu frumvarpsins hefur nú verið frestað fram á vorþing. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu um Ríkisútvarpið ohf þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni. 7.12.2006 19:01 Olíusamráðsdómur ekki fordæmi Sýknudómur í gær, þar sem Essó er sýknað af skaðabótakröfu einstaklings vegna samráðs olíufélaganna, hefur ekki frodæmisgildi gagnvart bótakröfum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sem rekur málið fyrir borgina. 7.12.2006 18:59 Líf á Mars? Vísindamenn hafa fundið merki um rennandi vatn á Mars. Uppgötvunin eykur verulega líkur á að líf sé að finna á rauðu plánetunni enda er vatn ein af höfuðforsendum þess. 7.12.2006 18:57 Ritstjóri Kompáss sektaður Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. 7.12.2006 18:55 Lítill munur á slysatíðni á 3ja og 4ra akreina vegum Lítill munur er á slysatíðni á þriggja akreina vegum og fjögurra akreina. Fjögurra akreina vegur er hins vegar tvöfalt til þrefalt dýrari. Þriggja akreina lausn gæti því nýst til að bæta umferðaröryggi á jafnvel þrefalt lengri vegalengd. 7.12.2006 18:54 Finnst rjúpan best Vegfarendur ráku upp stór augu í gær þegar fálki steypti sér niður á Lækjartorgi, fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur. Þrátt fyrir að komið væri ansi nærri, fór hann hvergi þar sem hann gæddi sér á hettumáfi. Guðmundur A Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir ekki vera óalgengt að fálkar leiti matar í byggð þegar rjúpnastofnsinn er rýr eins og kom í ljós eftir rjúpnaveiðitímabilið, en óvenjufáar rjúpur veiddust í ár. 7.12.2006 18:53 Bandarískar hleranir á íslandi Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum 7.12.2006 18:51 Risaborar á leið úr landi Tveir af þremur risaborum hafa nú lokið hlutverki sínu við Kárahnjúkavirkjun og verða þeir fluttir úr landi eftir áramót. Þriðji borinn heldur hins vegar áfram og mun á næstu átján mánuðum bora göng í átt að Eyjabökkum til að sækja Jökulsá í Fljótsdal. 7.12.2006 18:46 Óttast að tugmilljónir séu tapaðar Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska. 7.12.2006 18:45 Um hundrað merktir í tölvukerfi vegna bakteríunnar Svokölluð Mosa-baktería hefur ekki fundist í þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð á Landsspítalanum eftir að hún greindist í sjúklingi á þriðjudag. Búið er að rannsaka um helming sýnanna. Þeir sem eitt sinn hafa greinst með bakteríuna fara ávallt í einangrun við komu á sjúkrahús en um hundrað manns eru þannig merktir í kerfi Landsspítalans. 7.12.2006 18:30 Grunaður um að hafa aftur nauðgað Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir. 7.12.2006 18:30 Bush vill ekki tala við Írana eða Sýrlendinga Bush Bandaríkjaforseti vill ekki sjá viðræður við Íran og Sýrland á næstunni, eftir fund hans með Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Hvíta húsinu í dag. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að stefnubreytingar væri þörf í Írak en voru ekki yfir sig hrifnir af að vingast við gamla fjandmenn. 7.12.2006 18:11 Fjórir dópmenn handteknir í nótt Fjórir aðilar komu við sögu í þremur fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í úthverfi síðdegis en í híbýlum hans fundust ætluð fíkniefni. Í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af tveimur karlmönnum um tvítugt. Þeir voru í bíl í austurbænum en mennirnir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. 7.12.2006 17:53 Annar Rússi í lífshættu vegna geislunar Annar Rússi, Dmitry Kovtun, er í lífshættu vegna póloneitrunar, sem er sama geislavirknin og varð njósnaranum fyrrverandi, Alexander Litvinenko, að bana þann 24. nóvember. Rússneska Interfax-fréttastofan hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum. Dmitry Kovtun hitti Litvinenko þann 1. nóvember, sama dag og eitrað var fyrir Litvinenko. 7.12.2006 17:44 Vitnaleiðslur um dauða Díönu fyrir opnum dyrum Vitnaleiðslur fyrir réttarrannsókn á dauða Díönu prinsessu af Wales munu fara fram fyrir opnum dyrum, samkvæmt kröfu Mohameds al Fayeds, föður Dodis al Fayeds, sem einnig lést í slysinu. Þar verður ákveðið hvenær réttarhöld hefjast, sem og hvort dauðsföll Dodis og Díönu verða rannsökuð saman eða í sitt hvoru lagi. 7.12.2006 17:30 14 mánaða fangelsi fyrir amfetamínframleiðslu Hæstiréttur staðfesti í dag 14 mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir manni fyrir að hafa í félagi við annan mann framleitt amfetamín. 7.12.2006 17:20 Mary J. Blige tilnefnd til flestra Grammy-verðlauna R&B söngkonan Mary J. Blige trónir á toppnum með flestar tilkynningar fyrir Grammy verðlaunin en tilnefningarnar voru tilkynntar í dag. Rokksveitin kaliforníska Red Hot Chili Peppers er tilnefnd til sex verðlauna. Úrslitin sjálf verða tilkynnt með glamúr og glans í Los Angeles í Kaliforníu þann 11. febrúar næstkomandi. 7.12.2006 17:15 Sjá næstu 50 fréttir
Full samstaða stjórnarliða um RÚV Full samstaða er meðal stjórnarliða um RÚV-frumvarpið segir menntamálaráðherra og átelur menn fyrir að setja frestun lokaumræðunnar í annarlegt ljós. 8.12.2006 12:25
Ekið frá Selfossi til Alþingis með undirskriftir í dag Sunnlendingar og fleiri hyggjast fjölmenna í bílalest þar sem ekið verður frá Tryggvaskála á Selfossi og niður að Alþingishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þar ætla þeir að afhenda Alþingi undirskriftir 25 þúsund Íslendinga sem skora á þingið að lögfesta tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar. 8.12.2006 12:12
Fullar atvinnuleysisbætur hækka um 3.000 krónur um áramótin Atvinnuleysisbætur hækka um 2,9% 1. janúar á næsta ári. Hækkun atvinnuleysisbóta helst í hendur við hækkun launa í landinu almennt. Fullar atvinnuleysisbætur hækka um rúmar 3.000 krónur. Þær eru nú 111.015 krónur en verða 114.234 krónur 1. janúar 2007. 8.12.2006 11:51
Læknafélagið vill endubætur á vegum Stjórn Læknafélags Íslands telur brýnt að gerðar verði viðunandi endurbætur á fjölförnum vegum við þéttbýli eins og þeim sem mesta umferð bera við höfuðborgina. Stjórnin telur sannað að úreltir vegir séu ástæða slysa sem orðið hafa á vegum landsins. Hún telur þó rétt að minna á að flest slys megi forðast með varlegum akstri og réttri notkun öryggisbúnaðar. 8.12.2006 11:41
Vann lúxusferð á Eragon í London Frá því að nýr Vísir var opnaður hafa þeir sem gert hafa vefinn að upphafssíðu sinni farið í pott og eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Í gær vann Birgitta Sigursteinsdóttir ferð fyrir tvo á sérstaka gala forsýningu Eragon í London með öllum leikurum myndarinnar. 8.12.2006 11:23
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Mannlífs Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig verulegu fylgi frá síðustu kosningum, samkvæmt könnun sem Mannlíf lét gera í samvinnu við Plúsinn. Meirihluti stjórnarflokkanna á Alþingi er fallinn samkvæmt henni. 8.12.2006 11:11
Neytendasamtökin standa á bak við áfrýjun vegna olíusamráðsmáls Stjórn Neytendasamtakanna hefur tekið ákvörðun um að standa á bak við kæru Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, til Hæstaréttar vegna frávísunar héraðsdóms á máli hans á hendur Keri hf., sem áður var Olíufélagið Esso. 8.12.2006 11:01
VRRRÚÚMMMM Skrúðvagnar eru vinsælir í skrúðgöngum, í Bandaríkjunum. Þeir eru gjarnan fullir af fögrum meyjum, eða þá einhverjum fígúrum. Pallbílar eru gjarnan notaðir í þessum tilgangi. Ökumaður eins slíks var í gær handtekinn fyrir ölvun við akstur. 8.12.2006 10:58
Miklar annir á lokaspretti þingsins fyrir jól Miklar annir verða á Alþingi Íslendinga í dag enda hafa stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar orðið ásáttir um að hefja jólafrí þingsins á morgun. 35 mál eru á dagskrá þingfundar í dag sem hófst klukkan tíu. 8.12.2006 10:49
Bandaríkjaher banar 20 grunuðum al-Kaída liðum Bandarískar hersveitir felldu í dag 20 grunaða al-Kaída liða, þar á meðal tvær konur, í áhlaupi á búðir uppreisnarmanna í miðhluta Íraks. 8.12.2006 10:46
Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp til að bæta stöðu erlendra starfsmanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra. 8.12.2006 10:25
Átján ára Selfyssingur handtekinn á Gaza-svæðinu Átján ára Selfyssingur var handtekinn á Gaza-svæðinu um síðustu helgi og var honum haldið í gæsluvarðhaldi í fimm klukkustundir. Pilturinn hefur verið á ferðalagi um svæðið síðan í september á þessu ári. 8.12.2006 10:23
Hlýjasti vetur í langan tíma Skíðabrekkur í ölpunum eru snjólausar, ferðamenn í róm ganga um í stuttermabolum og rósir blómstra í Lundúnum. Þetta eru lýsingarnar á vetrinum sem nú ríkir og verður að segja að hann er mildari en bjartsýnustu menn bjuggust við. 8.12.2006 10:21
Madonna hannar fyrir H & M Poppstjarnan Madonna hefur tekið að sér að hanna fatalínu fyrir sænska tískurisann Hennes & Mauritz. Föt Madonnu eiga að koma á markað í öllum verslunum fyrirtækisins í mars á næsta ári. 8.12.2006 10:15
Stofna sameiginlega byggingar- og skipulagsnefnd um varnarsvæði Þrjú sveitarfélög á Suðurnesjum, Garður, Sandgerði og Reykjanes hafa ákveðið að stofna sameiginlega byggingar- og skipulagsnefnd á fyrrum varnarsvæði á Miðnesheiði. 8.12.2006 10:14
Fór einn hring í mjúkum snjó Lítil meiðsl urðu á ökumanni og farþega fólksbíls sem valt einn hring í mjúkum snjó á Háreksstaðaleið, norðan við Jökuldal í kvöld. Lögregla dró bílinn upp á veginn og var hann keyrður á leiðarenda áfallalaust eftir það. Skafrenningur er og blint á köflum fyrir austan að sögn lögreglu. 7.12.2006 23:30
Lítil meiðsli í bílveltu skammt frá Hellu Þrennt slapp mjög vel þegar amerískur pallbíll valt heilan hring á Suðurlandsvegi skammt vestan við Hellu í kvöld. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku og er bíllinn mikið skemmdur. Fólkið var flutt á heilsugæslustöðina á Hellu en reyndist lítið slasað. 7.12.2006 23:21
Kaffiárgangurinn '77 frá Brasilíu Brasilíumenn treysta nú á að árgangasnobb vínáhugamanna geti smitast yfir í kaffi og kaffisekkirnir seljist dýrar eftir því sem þeir eru eldri. Brasilíumenn eiga nefnilega sitt kaffifjall eins og Íslendingar hafa átt fjöll af ýmsum landbúnaðarafurðum, - og kaffiverð er með hæsta móti um þessar mundir. 7.12.2006 22:55
Rasið ekki um ráð fram í Írak Bandarískur hershöfðingi ráðlagði stjórnvöldum í dag að auka ekki þjálfun íraskra öryggissveita í einum rykk nema að íhuguðu máli. Skýrsla Íraksnefndar sem birt var í gær mælir með því að þjálfun hersveita verði aukin upp í 10-20 þúsund sveitir, frá 3.000-4.000 núna. 7.12.2006 22:39
Prófkjörskostnaður Nikolovs 2.615 krónur Paul Nikolov, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, birtir í dag uppgjör sitt vegna framboðs í forvali Vinstri - Grænna um liðna helgi. Heildarreikningurinn er 2.615 krónur, þá er með talið frímerkið á prófkjörstilkynninguna. 7.12.2006 21:46
Klinsmann mun ekki þjálfa Bandaríkjamenn Jürgen Klinsmann dró sig út úr viðræðum um framtíð hans sem landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna í fótbolta í dag. Ágreiningur um völd og peninga höfðu hamlað viðræðunum sem höfðu staðið yfir í nokkra mánuði, en svo virtist sem eitthvað væri að draga saman með Klinsmann og fótboltayfirvöldum vestra i vikunni. 7.12.2006 21:38
Bretaprins sparar bensínið Umhverfisvitundin er í tísku núna í Bretlandi og kóngafólkið gengur á undan með góðu fordæmi. Karl Bretaprins ætlar að leggja einkaþotum og -þyrlum og taka sér frekar far með áætlunarflugfélögum, lestum eða sparneytnum bílum. 7.12.2006 21:22
Fyrsta nýja húsið í Grímsey í 6 ár Hreppsnefndin í Grímsey fær afhent nýtt parhús um helgina sem ákveðið var að byggja í vor. Að sögn oddvita Grímseyjarhrepps, Brynjólfs Árnasonar, er þetta fyrsta sinn í 6 ár sem smiðshöggið er rekið á nýbyggingu í eynni. Hreppsnefndin tók af skarið í vor og ákvað að byggja nýtt hús, vegna mikil húsnæðisskorts. 7.12.2006 20:52
Samband milli malaríu og alnæmis Vísindamenn telja að tengsl séu á milli útbreiðslu malaríu og alnæmisveirunnar í Afríku. Í niðurstöðum þeirra sem birtast í nýjasta tímariti vísindatímaritsins Science kemur í ljós að þeir sem sýktir eru af malaríu séu mun líklegri til að sýkja bólfélaga sinn af HIV-veirunni við kynmök. 7.12.2006 20:01
Mikið magn sprengiefna í miðaldabæ í Svíþjóð Tíu hús voru rýmd í miðaldaborginni Visby í Svíþjóð eftir að lögreglan fann mikið magn sprengiefna í húsi þar í borg í gærkvöldi, þar sem góðkunningi lögreglunnar var til húsa. Auk sprengiefna fundust í húsinu eldfim efni og eiturlyf. Visby er stærsta borg eyjunnar Gotlands, sem er undan suðausturströnd Svíþjóðar. 7.12.2006 20:00
Vitni í Litvinenko-málinu ekki við dauðans dyr Lögfræðingur heldur því fram að Dmitry Kovtun, eitt aðalvitna í morðrannsókn á Alexander Litvinenko, sé ekki í lífshættu og ber til baka fréttir frá því vyrr í dag, af því að hann hafi fallið í dá í dag og sé við dauðans dyr. Andrei Romashov er lögfræðingur annars mikilvægs vitnis í morðrannsókninni og segist hann hafa talað við Kovtun í kvöld. 7.12.2006 19:42
Staðfest að lögregla elti drengina í dauðann Rannsóknarskýrsla innra eftirlits frönsku lögreglunnar gagnrýnir lögreglumenn fyrir vangá sem á síðasta ári eltu tvo drengi inn í rafmagnsskúr þar sem þeir létu lífið, segir lögmaður fjölskyldna drengjanna. Skýrslan var birt í dag og segir þar að lögreglumennirnir hafi ekki gripið til nauðsynlegra varúðarráðstafana. 7.12.2006 19:30
Skautasvell opnað á Ingólfstorgi Á torgum stórborga víða um heim eru skautasvell órjúfanlegur þáttur af jólastemningunni og í ár eru íslendingar engir eftirbátar New York-borgar eða Parísar. Í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar leigir fyrirtækið svellið frá Austurríki, en það þekur tvo þriðju Ingólfstorgs. Óskar Magnússon forstjóri fyrirtækisins og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri opnuðu svellið við hátíðlega athöfn í dag og tókust svo á í krullu að því loknu. 7.12.2006 19:10
Án auglýsinga yrði engin Rás 2 Útvarpsstjóri telur sér ekki sætt í starfi ef frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV verður ekki samþykkt á vormánuðum. Afgreiðslu frumvarpsins hefur nú verið frestað fram á vorþing. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu um Ríkisútvarpið ohf þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni. 7.12.2006 19:01
Olíusamráðsdómur ekki fordæmi Sýknudómur í gær, þar sem Essó er sýknað af skaðabótakröfu einstaklings vegna samráðs olíufélaganna, hefur ekki frodæmisgildi gagnvart bótakröfum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sem rekur málið fyrir borgina. 7.12.2006 18:59
Líf á Mars? Vísindamenn hafa fundið merki um rennandi vatn á Mars. Uppgötvunin eykur verulega líkur á að líf sé að finna á rauðu plánetunni enda er vatn ein af höfuðforsendum þess. 7.12.2006 18:57
Ritstjóri Kompáss sektaður Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. 7.12.2006 18:55
Lítill munur á slysatíðni á 3ja og 4ra akreina vegum Lítill munur er á slysatíðni á þriggja akreina vegum og fjögurra akreina. Fjögurra akreina vegur er hins vegar tvöfalt til þrefalt dýrari. Þriggja akreina lausn gæti því nýst til að bæta umferðaröryggi á jafnvel þrefalt lengri vegalengd. 7.12.2006 18:54
Finnst rjúpan best Vegfarendur ráku upp stór augu í gær þegar fálki steypti sér niður á Lækjartorgi, fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur. Þrátt fyrir að komið væri ansi nærri, fór hann hvergi þar sem hann gæddi sér á hettumáfi. Guðmundur A Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir ekki vera óalgengt að fálkar leiti matar í byggð þegar rjúpnastofnsinn er rýr eins og kom í ljós eftir rjúpnaveiðitímabilið, en óvenjufáar rjúpur veiddust í ár. 7.12.2006 18:53
Bandarískar hleranir á íslandi Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum 7.12.2006 18:51
Risaborar á leið úr landi Tveir af þremur risaborum hafa nú lokið hlutverki sínu við Kárahnjúkavirkjun og verða þeir fluttir úr landi eftir áramót. Þriðji borinn heldur hins vegar áfram og mun á næstu átján mánuðum bora göng í átt að Eyjabökkum til að sækja Jökulsá í Fljótsdal. 7.12.2006 18:46
Óttast að tugmilljónir séu tapaðar Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska. 7.12.2006 18:45
Um hundrað merktir í tölvukerfi vegna bakteríunnar Svokölluð Mosa-baktería hefur ekki fundist í þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð á Landsspítalanum eftir að hún greindist í sjúklingi á þriðjudag. Búið er að rannsaka um helming sýnanna. Þeir sem eitt sinn hafa greinst með bakteríuna fara ávallt í einangrun við komu á sjúkrahús en um hundrað manns eru þannig merktir í kerfi Landsspítalans. 7.12.2006 18:30
Grunaður um að hafa aftur nauðgað Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir. 7.12.2006 18:30
Bush vill ekki tala við Írana eða Sýrlendinga Bush Bandaríkjaforseti vill ekki sjá viðræður við Íran og Sýrland á næstunni, eftir fund hans með Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Hvíta húsinu í dag. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að stefnubreytingar væri þörf í Írak en voru ekki yfir sig hrifnir af að vingast við gamla fjandmenn. 7.12.2006 18:11
Fjórir dópmenn handteknir í nótt Fjórir aðilar komu við sögu í þremur fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í úthverfi síðdegis en í híbýlum hans fundust ætluð fíkniefni. Í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af tveimur karlmönnum um tvítugt. Þeir voru í bíl í austurbænum en mennirnir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. 7.12.2006 17:53
Annar Rússi í lífshættu vegna geislunar Annar Rússi, Dmitry Kovtun, er í lífshættu vegna póloneitrunar, sem er sama geislavirknin og varð njósnaranum fyrrverandi, Alexander Litvinenko, að bana þann 24. nóvember. Rússneska Interfax-fréttastofan hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum. Dmitry Kovtun hitti Litvinenko þann 1. nóvember, sama dag og eitrað var fyrir Litvinenko. 7.12.2006 17:44
Vitnaleiðslur um dauða Díönu fyrir opnum dyrum Vitnaleiðslur fyrir réttarrannsókn á dauða Díönu prinsessu af Wales munu fara fram fyrir opnum dyrum, samkvæmt kröfu Mohameds al Fayeds, föður Dodis al Fayeds, sem einnig lést í slysinu. Þar verður ákveðið hvenær réttarhöld hefjast, sem og hvort dauðsföll Dodis og Díönu verða rannsökuð saman eða í sitt hvoru lagi. 7.12.2006 17:30
14 mánaða fangelsi fyrir amfetamínframleiðslu Hæstiréttur staðfesti í dag 14 mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir manni fyrir að hafa í félagi við annan mann framleitt amfetamín. 7.12.2006 17:20
Mary J. Blige tilnefnd til flestra Grammy-verðlauna R&B söngkonan Mary J. Blige trónir á toppnum með flestar tilkynningar fyrir Grammy verðlaunin en tilnefningarnar voru tilkynntar í dag. Rokksveitin kaliforníska Red Hot Chili Peppers er tilnefnd til sex verðlauna. Úrslitin sjálf verða tilkynnt með glamúr og glans í Los Angeles í Kaliforníu þann 11. febrúar næstkomandi. 7.12.2006 17:15