Fleiri fréttir Gerður hættir sem sviðsstjóri menntasviðs Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, hefur beðið um lausn frá störfum. Beiðni hennar þar að lútandi var lögð fram á fundi borgaráðs í dag. 7.12.2006 16:05 Af hverju ljúga hjólreiðamenn að löggunni ? Þýskur hjólreiðamaður hefur viðurkennt, fyrir lögreglunni, að hann hafi logið þegar hann sagði að sex unglingar hefðu ráðist á sig, og veitt sér áverka. Maðurinn kvaðst hafa barist á móti og tekist að hrekja árásarmennina á flótta. Þeir hefðu hlaupið í gegnum limgerði og horfið. 7.12.2006 15:50 Meiddist í andliti vegna öryggispúða Tíu ára drengur var fluttur á slysadeild í gær eftir árekstur tveggja bifreiða í borginni. Fram kemur á vef lögreglunnar að drengurinn hafi verið farþegi í bíl sem ekið var aftan á annabn bíl en við áreksturinn blés út öryggispúði í bílnum og meiddi hann í andliti. 7.12.2006 15:44 Hugmyndir uppi um að lengja Norrænu um 30 metra Hugmyndir eru uppi um að lengja farþega- og bílferjuna Norrænu um 30 metra þar sem hún er orðin of lítil. Þetta kemur fram á fréttavef færeyska dagblaðsins Dimmalættings. 7.12.2006 15:17 Björn Bjarnason gagnrýnir brottflutning varnarliðsins Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu, sem hann hélt í Aþenu í dag, og gagnrýndi brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í því samhengi. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefði sagt nýlega um mikilvægi þess, að Bandaríkin að tryggðu orkuöryggi. 7.12.2006 14:57 SA hótar RÚV málssókn vegna innheimtuaðgerða Samtök atvinnulífsins hóta því að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort Ríkisúvarpinu sé heimilt að að krefja fyrirtæki um auknar greiðslur afnotagjalda vegna útvarpstækja í bílum. 7.12.2006 14:53 Tvö bílslys í Eyjafirði í morgun Tvö slys urðu í Eyjafirði með nokkurra mínútna millibili laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Bíll fór út af við bæinn Klöpp í hálku og valt en engin slys á fólki. Skammt sunnan Hrafnagils ók svo pallbíll út af veginum og valt. 7.12.2006 14:50 Enginn hefur fengið hæli á Íslandi frá árinu 2001 Engum sem sótt hefur um pólitískt hæli hér á landi hefur verið veitt það frá árinu 2001 samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri - grænna, á Alþingi. 7.12.2006 14:26 Gleðilega sekt Hvað gefur maður þeim sem á allt, í jólagjöf ? Ef þið byggjuð í Hollandi, væri til dæmis hægt að gefa gjafakort sem nær yfir sektir fyrir hraðakstur og önnur umferðarbrot. 7.12.2006 14:12 Vilja vísa RÚV-frumvarpi frá Minnihluti menntamálanefndar leggur til að frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf. verði vísað frá en önnur umræða um frumvarpið stendur nú yfir. 7.12.2006 14:06 Ók á ljósastaur við Hafnarfjarðarveg Ökumaður sendibíls slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið hans lenti á ljósastaur á mótum Fífuhvamsvegar og Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi nú eftir hádegið. Ökumaðurinn var að beygja af Fífuhvamssvegi og inn á Hafnarfjarðarveg þegar slysið varð en talið er að bíllinn hafi runnið til vegna mikillar hálku 7.12.2006 13:53 Slaka verður á sönnunarkröfum vegna bótakrafna í samráðsmálum Slaka verður á sönnunarkröfum í málum eins og máli Sigurðar Hreinssonar á hendur Keri að mati Neytendasamtakanna, en Ker var í gær sýknað af kröfum Sigurðar vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1995-2001. 7.12.2006 13:33 Beckett inspires dance 7.12.2006 13:26 Sveinki meðal fiskanna í sædýrasafni í Tókýó Fiskarnir í einu af sædýrasöfnum Tókýóborgar fengu skemmtilega heimsókn í morgun. Þar var á ferðinni sjálfur jólasveinninn sem hafði brugðið sér í kafarabúning til að vitja þeirra. 7.12.2006 13:15 Skating Rink on Ingólfstorg 7.12.2006 13:03 Framkvæmdastjórn ESB segir framlag Tyrkja jákvætt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir þá ákvörðun tyrknesku ríkisstjórnarinnar um að opna hafnir sínar á Kýpur jákvætt framlag til aðildarviðræðnanna sem nú standa yfir. 7.12.2006 13:00 Síldarveiðiskip sum að verða búin með kvóta sinn Uppgrip hafa verið hjá sjómönnum og landverkafólki á síldarvertíðinni fyrir austan og sunnan land að undanförnu og eru sum skipanna þegar búin með kvóta sína. 7.12.2006 12:45 Bush og Blair ræða um Írak í dag Hernaðurinn í Írak verður aðalumræðuefnið á fundi þeirra George Bush og Tony Blair í Washington í dag. Skýrsla ráðgjafarnefndar Bandaríkjaforseta segir ástandið þar afar slæmt en enn þá sé tími til úrbóta. 7.12.2006 12:30 Safnað fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna á Selfossi Sunnlendingar, og þá sérstaklega sunnlenskar konur, eru að verða búnir að safna fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna á Selfossi. Hún hefur hingað til orðið að stóla á lánshunda við rannsókn fíkniefnamála. 7.12.2006 12:29 Sáttaumleitanir meðal frjálslyndra Sáttaumleitan er í gangi innan forystu Frjálslynda flokksins en talsvert orðaskak hefur orðið í kjölfar uppsagnar Margrétar Sverrisdóttur úr stóli framkvæmdastjóra. 7.12.2006 12:15 Sakar stjórnarliða um lágkúru og lýðskrum í vegamálum Heitar umræður urðu við upphaf þingfundar á Alþingi í morgun um vegamál. Ráðherrar og þingmenn komu upp í röðum og lýstu nauðsyn þess að tvöfalda Suðurlandsveg. Formaður Vinstri - grænna minnti stjórnarliða hins vegar á að þeir hefðu á sama tíma staðið fyrir sex milljarða króna niðurskurði á vegaframlögum. 7.12.2006 12:04 Það er vont, en það venst Frumvarpi um málefni RUV ohf. hefur verið frestað á Alþingi og er nú ljóst að ekki verður af afgreiðslu þess fyrr en á vorþingi. Það er vont, en það venst, segir útvarpsstjóri um áframhaldandi óvissu varðandi málefni stofnunarinnar. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu þessa umdeilda frumvarps þar til í janúar. 7.12.2006 12:03 Múslimaráð Sómalíu hafnar þátttöku friðargæsluliða Múslimaráðið sem ræður ríkjum í stórum hluta Sómalíu hefur hafnað því að Sameinuðu þjóðirnar sendi þangað friðargæslulið og segjast ætla að berjast gegn því af öllu afli ef til þess kemur. 7.12.2006 11:53 Ólafur Ragnar og Al Gore í San Francisco Forseti Íslands mun gera grein fyrir árangri Íslendinga í nýtingu jarðhita og hvernig sú kunnátta hefur stuðlað að samstarfsverkefnum víða um veröld, á samráðsfundi sem honum og Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna var sérstaklega boðið til, í San Francisco. 7.12.2006 11:16 Mótmælendur fá skilorðsbundinn dóm Héraðdsdómur Austurlands hefur dæmt sex breska ríkisborgara í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og tvo Breta í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á skrifstofu verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfirði í sumar og gert þar tilraun til að svipta starfsmenn frelsi sínu. 7.12.2006 11:10 Ísraelar hafa ekki áhyggjur af skýrslu Íraksnefndarinnar Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, útilokaði í dag viðræður við Sýrland í náinni framtíð og bjóst hann heldur ekki við því að verða var við aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum þess efnis þrátt fyrir skýrslu Íraksnefndarinnar sem kom út í gær en hún bendir á að ef einhver árangur á að nást í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum verði að huga að málefnum Ísraels. 7.12.2006 11:04 Mútuþægni mikið vandamál í þróunarlöndum Obinberir starfsmenn sem þiggja mútur eru gríðarlegt vandamál í þróunarlöndunum og jafnvel nokkrum Evrópusambandslöndum samkvæmt nýrri könnun sem frjálsu félagasamtökin Transparency International stóð að. 7.12.2006 10:45 Pabbi Línu fær nýjan titil 7.12.2006 10:38 Afgreiðslu RÚV-frumvarps frestað fram yfir jól Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. verður ekki afgreitt fyrir jól en þinglok verða á laugardag. Þetta var að samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. 7.12.2006 10:34 Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa. 7.12.2006 10:24 Lavrov segir eitrunarmálið ekki skaða samskipti Breta og Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að eitrunarmálið hefði ekki skaðað stjórnmálatengsl Bretlands og Rússlands. 7.12.2006 10:15 Indíánar kaupa Hard Rock Seminole Indíánar í Florida hafa keypt Hard Rock veitingahúsa- og spilavítakeðjuna fyrir tæpa sjötíu milljarða króna. Seljandi er breska Rank samsteypan. 7.12.2006 10:10 Hinir stéttlausu mótmæltu í Mumbai Hundruð þúsunda Dalíta, af lægstu stétt Hindúa, héldu í dag kröfugöngu í Mumbai, stærstu viðskiptaborg Indlands. Kröfugangan var haldin í dag í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan leiðtogi hinna stéttlausu, Dr. Ambedkar, lést. Fólkið mótmælti um leið hinni rótgrónu mismunun eftir stétt, sem viðgengst í Indlandi, á grunni hindúatrúar. 6.12.2006 23:15 Heilagur Nikulás heimsótti börn á Vestfjörðum Pólski jólasveinninn Mikotaj bankaði upp á á leikskólum á Suðureyri og Flateyri í dag, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta. Sveinninn talaði reyndar enga íslensku, enda frá Póllandi, en pólsk börn á leikskólunum gegndu lykilhlutverki túlka. Dagur heilags Nikulásar, sem talinn er vera forfaðir jólasveinanna, er haldinn hátíðlegur í dag. 6.12.2006 23:00 Týndi lyklunum sem allir vildu eiga Rheinbach-fangelsið í Þýskalandi var fært á hæsta öryggisstig í tvo daga eftir að yfirfangavörðurinn týndi masterlyklinum sem gengur að hverri einustu skrá í byggingunni. Verðirnir voru á sólarhringsvöktum og fangarnir lokaðir í klefum sínum þar til lykillinn fannst, - í sófanum inni í búningsherbergi fangavarðanna. 6.12.2006 22:48 Ný fréttastöð, France 24, komin í loftið Fyrsta alþjóðlega fréttastöðin sem sjónvarpar á frönsku og ensku fór í loftið í kvöld undir nafninu France 24. Stöðin keppir um markaðshlutdeild við BBC World og CNN. Stöðin hóf útsendingar á netinu í kvöld og sjónvarpsútsendingar um gervihnött og kapal hefjast á sama tíma annað kvöld. 6.12.2006 22:01 Farþegavél snúið við vegna vindgangs Flugvél American Airlines var lent í skyndi í flugvellinum í Nashville á miðri leið í dag vegna lyktar af brennisteini sem fannst í flugvélinni, eins og einhver hefði kveikt á eldspýtu. Við rannsókn játaði kona um borð í vélinni að hafa kveikt á eldspýtum til að reyna að hylma yfir vindgang sem hrjáði hana. 6.12.2006 21:47 Hornfirðingar vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur til að 200 milljónir sem ætlaðar eru til lagfæringar á veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður verði frekar notaðar til að hefja undirbúning jarðganga undir Lónsheiði. Fréttavefurinn horn.is greinir frá þessu. Í bókun á bæjarráðsfundi frá í gær er sagt ljóst að ekki sé um framtíðarvegstæði að ræða í Skriðunum vegna grjóthruns og skriðufalla. 6.12.2006 21:30 Talsverður reykur og erfið jólahreingerning framundan Lítilsháttar eldur kviknaði í þvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í kvöld en talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum en ekki þótti ástæða til að flytja hana á sjúkrahús vegna reykeitrunar, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en jólahreingerningin gæti orðið ærin á þessu heimili. 6.12.2006 21:25 Þjóðarmorðsklerkur laus úr fangelsi Rúöndskum presti á níræðisaldri var sleppt úr fangelsi eftir 10 ára fangavist fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Tútsum árið 1994. Elizaphan Ntakirutimana er fyrsti fanginn sem leystur er úr haldi, eftir að hafa setið af sér dóm Alþjóðlega glæpamannadómstólsins fyrir Rúanda. 6.12.2006 21:10 10 hermenn látnir í Írak í dag 10 bandarískir hermenn hafa látist í Írak í dag í fjórum aðskildum árásum, að sögn bandaríska hersins. Talsmaður hersins, Christopher Garver, sagði nokkra hermannanna hafa látist í bílsprengjum en aðra í átökum við uppreisnarmenn. 6.12.2006 20:36 2.000 tonna grettistak hrunið úr Klifinu 2.000 tonna bergblokk virðist vera stærsta bjargið sem hrunið í nýlegu berghruni í Klifinu í Heimaey. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að von sé á meira hruni þarna á næstu dögum því bergstálið sé mjög sprungið. Stórfínar myndir eru inni á vef Náttúrustofu Suðurlands. 6.12.2006 20:18 Mótmæltu meintu ofbeldi lögreglu í Reykjavík Hátt á annan tug manna tók sér stöðu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu með logandi kerti í kvöld og mótmæltu meintu ofbeldi lögreglumanna gegn fólki í varðhaldi. Tilefnið var að ungur maður lést um helgina eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl viku fyrr. Því máli hefur verið vísað til ríkissaksóknara. 6.12.2006 20:13 Nektardans er list Norskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að nektardans sé listgrein og því eigi nektardansstaðir að vera undanþegnir virðisaukaskatti. 6.12.2006 19:45 Andi liðinna jóla í Árbæjarsafnskirkju Börn og fullorðnir geta drukkið í sig anda liðinna jóla í Árbæjarkirkju á sunnudaginn þar sem Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar í aðventuguðsþjónustu. Drengjakór Þorgeirsbræðra mun syngja jólalög undir stjórn Signýjar Sæmundsdóttur en kirkjugestir fá einnig tækifæri til að taka undir í söng. Guðsþjónustan hefst klukkan 14:00 á sunnudag. 6.12.2006 19:45 Sjá næstu 50 fréttir
Gerður hættir sem sviðsstjóri menntasviðs Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, hefur beðið um lausn frá störfum. Beiðni hennar þar að lútandi var lögð fram á fundi borgaráðs í dag. 7.12.2006 16:05
Af hverju ljúga hjólreiðamenn að löggunni ? Þýskur hjólreiðamaður hefur viðurkennt, fyrir lögreglunni, að hann hafi logið þegar hann sagði að sex unglingar hefðu ráðist á sig, og veitt sér áverka. Maðurinn kvaðst hafa barist á móti og tekist að hrekja árásarmennina á flótta. Þeir hefðu hlaupið í gegnum limgerði og horfið. 7.12.2006 15:50
Meiddist í andliti vegna öryggispúða Tíu ára drengur var fluttur á slysadeild í gær eftir árekstur tveggja bifreiða í borginni. Fram kemur á vef lögreglunnar að drengurinn hafi verið farþegi í bíl sem ekið var aftan á annabn bíl en við áreksturinn blés út öryggispúði í bílnum og meiddi hann í andliti. 7.12.2006 15:44
Hugmyndir uppi um að lengja Norrænu um 30 metra Hugmyndir eru uppi um að lengja farþega- og bílferjuna Norrænu um 30 metra þar sem hún er orðin of lítil. Þetta kemur fram á fréttavef færeyska dagblaðsins Dimmalættings. 7.12.2006 15:17
Björn Bjarnason gagnrýnir brottflutning varnarliðsins Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu, sem hann hélt í Aþenu í dag, og gagnrýndi brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í því samhengi. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefði sagt nýlega um mikilvægi þess, að Bandaríkin að tryggðu orkuöryggi. 7.12.2006 14:57
SA hótar RÚV málssókn vegna innheimtuaðgerða Samtök atvinnulífsins hóta því að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort Ríkisúvarpinu sé heimilt að að krefja fyrirtæki um auknar greiðslur afnotagjalda vegna útvarpstækja í bílum. 7.12.2006 14:53
Tvö bílslys í Eyjafirði í morgun Tvö slys urðu í Eyjafirði með nokkurra mínútna millibili laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Bíll fór út af við bæinn Klöpp í hálku og valt en engin slys á fólki. Skammt sunnan Hrafnagils ók svo pallbíll út af veginum og valt. 7.12.2006 14:50
Enginn hefur fengið hæli á Íslandi frá árinu 2001 Engum sem sótt hefur um pólitískt hæli hér á landi hefur verið veitt það frá árinu 2001 samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri - grænna, á Alþingi. 7.12.2006 14:26
Gleðilega sekt Hvað gefur maður þeim sem á allt, í jólagjöf ? Ef þið byggjuð í Hollandi, væri til dæmis hægt að gefa gjafakort sem nær yfir sektir fyrir hraðakstur og önnur umferðarbrot. 7.12.2006 14:12
Vilja vísa RÚV-frumvarpi frá Minnihluti menntamálanefndar leggur til að frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf. verði vísað frá en önnur umræða um frumvarpið stendur nú yfir. 7.12.2006 14:06
Ók á ljósastaur við Hafnarfjarðarveg Ökumaður sendibíls slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið hans lenti á ljósastaur á mótum Fífuhvamsvegar og Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi nú eftir hádegið. Ökumaðurinn var að beygja af Fífuhvamssvegi og inn á Hafnarfjarðarveg þegar slysið varð en talið er að bíllinn hafi runnið til vegna mikillar hálku 7.12.2006 13:53
Slaka verður á sönnunarkröfum vegna bótakrafna í samráðsmálum Slaka verður á sönnunarkröfum í málum eins og máli Sigurðar Hreinssonar á hendur Keri að mati Neytendasamtakanna, en Ker var í gær sýknað af kröfum Sigurðar vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs olíufélaganna á árunum 1995-2001. 7.12.2006 13:33
Sveinki meðal fiskanna í sædýrasafni í Tókýó Fiskarnir í einu af sædýrasöfnum Tókýóborgar fengu skemmtilega heimsókn í morgun. Þar var á ferðinni sjálfur jólasveinninn sem hafði brugðið sér í kafarabúning til að vitja þeirra. 7.12.2006 13:15
Framkvæmdastjórn ESB segir framlag Tyrkja jákvætt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir þá ákvörðun tyrknesku ríkisstjórnarinnar um að opna hafnir sínar á Kýpur jákvætt framlag til aðildarviðræðnanna sem nú standa yfir. 7.12.2006 13:00
Síldarveiðiskip sum að verða búin með kvóta sinn Uppgrip hafa verið hjá sjómönnum og landverkafólki á síldarvertíðinni fyrir austan og sunnan land að undanförnu og eru sum skipanna þegar búin með kvóta sína. 7.12.2006 12:45
Bush og Blair ræða um Írak í dag Hernaðurinn í Írak verður aðalumræðuefnið á fundi þeirra George Bush og Tony Blair í Washington í dag. Skýrsla ráðgjafarnefndar Bandaríkjaforseta segir ástandið þar afar slæmt en enn þá sé tími til úrbóta. 7.12.2006 12:30
Safnað fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna á Selfossi Sunnlendingar, og þá sérstaklega sunnlenskar konur, eru að verða búnir að safna fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna á Selfossi. Hún hefur hingað til orðið að stóla á lánshunda við rannsókn fíkniefnamála. 7.12.2006 12:29
Sáttaumleitanir meðal frjálslyndra Sáttaumleitan er í gangi innan forystu Frjálslynda flokksins en talsvert orðaskak hefur orðið í kjölfar uppsagnar Margrétar Sverrisdóttur úr stóli framkvæmdastjóra. 7.12.2006 12:15
Sakar stjórnarliða um lágkúru og lýðskrum í vegamálum Heitar umræður urðu við upphaf þingfundar á Alþingi í morgun um vegamál. Ráðherrar og þingmenn komu upp í röðum og lýstu nauðsyn þess að tvöfalda Suðurlandsveg. Formaður Vinstri - grænna minnti stjórnarliða hins vegar á að þeir hefðu á sama tíma staðið fyrir sex milljarða króna niðurskurði á vegaframlögum. 7.12.2006 12:04
Það er vont, en það venst Frumvarpi um málefni RUV ohf. hefur verið frestað á Alþingi og er nú ljóst að ekki verður af afgreiðslu þess fyrr en á vorþingi. Það er vont, en það venst, segir útvarpsstjóri um áframhaldandi óvissu varðandi málefni stofnunarinnar. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu þessa umdeilda frumvarps þar til í janúar. 7.12.2006 12:03
Múslimaráð Sómalíu hafnar þátttöku friðargæsluliða Múslimaráðið sem ræður ríkjum í stórum hluta Sómalíu hefur hafnað því að Sameinuðu þjóðirnar sendi þangað friðargæslulið og segjast ætla að berjast gegn því af öllu afli ef til þess kemur. 7.12.2006 11:53
Ólafur Ragnar og Al Gore í San Francisco Forseti Íslands mun gera grein fyrir árangri Íslendinga í nýtingu jarðhita og hvernig sú kunnátta hefur stuðlað að samstarfsverkefnum víða um veröld, á samráðsfundi sem honum og Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna var sérstaklega boðið til, í San Francisco. 7.12.2006 11:16
Mótmælendur fá skilorðsbundinn dóm Héraðdsdómur Austurlands hefur dæmt sex breska ríkisborgara í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og tvo Breta í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á skrifstofu verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfirði í sumar og gert þar tilraun til að svipta starfsmenn frelsi sínu. 7.12.2006 11:10
Ísraelar hafa ekki áhyggjur af skýrslu Íraksnefndarinnar Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, útilokaði í dag viðræður við Sýrland í náinni framtíð og bjóst hann heldur ekki við því að verða var við aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum þess efnis þrátt fyrir skýrslu Íraksnefndarinnar sem kom út í gær en hún bendir á að ef einhver árangur á að nást í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum verði að huga að málefnum Ísraels. 7.12.2006 11:04
Mútuþægni mikið vandamál í þróunarlöndum Obinberir starfsmenn sem þiggja mútur eru gríðarlegt vandamál í þróunarlöndunum og jafnvel nokkrum Evrópusambandslöndum samkvæmt nýrri könnun sem frjálsu félagasamtökin Transparency International stóð að. 7.12.2006 10:45
Afgreiðslu RÚV-frumvarps frestað fram yfir jól Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. verður ekki afgreitt fyrir jól en þinglok verða á laugardag. Þetta var að samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. 7.12.2006 10:34
Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa. 7.12.2006 10:24
Lavrov segir eitrunarmálið ekki skaða samskipti Breta og Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að eitrunarmálið hefði ekki skaðað stjórnmálatengsl Bretlands og Rússlands. 7.12.2006 10:15
Indíánar kaupa Hard Rock Seminole Indíánar í Florida hafa keypt Hard Rock veitingahúsa- og spilavítakeðjuna fyrir tæpa sjötíu milljarða króna. Seljandi er breska Rank samsteypan. 7.12.2006 10:10
Hinir stéttlausu mótmæltu í Mumbai Hundruð þúsunda Dalíta, af lægstu stétt Hindúa, héldu í dag kröfugöngu í Mumbai, stærstu viðskiptaborg Indlands. Kröfugangan var haldin í dag í tilefni þess að 50 ár eru liðin síðan leiðtogi hinna stéttlausu, Dr. Ambedkar, lést. Fólkið mótmælti um leið hinni rótgrónu mismunun eftir stétt, sem viðgengst í Indlandi, á grunni hindúatrúar. 6.12.2006 23:15
Heilagur Nikulás heimsótti börn á Vestfjörðum Pólski jólasveinninn Mikotaj bankaði upp á á leikskólum á Suðureyri og Flateyri í dag, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta. Sveinninn talaði reyndar enga íslensku, enda frá Póllandi, en pólsk börn á leikskólunum gegndu lykilhlutverki túlka. Dagur heilags Nikulásar, sem talinn er vera forfaðir jólasveinanna, er haldinn hátíðlegur í dag. 6.12.2006 23:00
Týndi lyklunum sem allir vildu eiga Rheinbach-fangelsið í Þýskalandi var fært á hæsta öryggisstig í tvo daga eftir að yfirfangavörðurinn týndi masterlyklinum sem gengur að hverri einustu skrá í byggingunni. Verðirnir voru á sólarhringsvöktum og fangarnir lokaðir í klefum sínum þar til lykillinn fannst, - í sófanum inni í búningsherbergi fangavarðanna. 6.12.2006 22:48
Ný fréttastöð, France 24, komin í loftið Fyrsta alþjóðlega fréttastöðin sem sjónvarpar á frönsku og ensku fór í loftið í kvöld undir nafninu France 24. Stöðin keppir um markaðshlutdeild við BBC World og CNN. Stöðin hóf útsendingar á netinu í kvöld og sjónvarpsútsendingar um gervihnött og kapal hefjast á sama tíma annað kvöld. 6.12.2006 22:01
Farþegavél snúið við vegna vindgangs Flugvél American Airlines var lent í skyndi í flugvellinum í Nashville á miðri leið í dag vegna lyktar af brennisteini sem fannst í flugvélinni, eins og einhver hefði kveikt á eldspýtu. Við rannsókn játaði kona um borð í vélinni að hafa kveikt á eldspýtum til að reyna að hylma yfir vindgang sem hrjáði hana. 6.12.2006 21:47
Hornfirðingar vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur til að 200 milljónir sem ætlaðar eru til lagfæringar á veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður verði frekar notaðar til að hefja undirbúning jarðganga undir Lónsheiði. Fréttavefurinn horn.is greinir frá þessu. Í bókun á bæjarráðsfundi frá í gær er sagt ljóst að ekki sé um framtíðarvegstæði að ræða í Skriðunum vegna grjóthruns og skriðufalla. 6.12.2006 21:30
Talsverður reykur og erfið jólahreingerning framundan Lítilsháttar eldur kviknaði í þvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í kvöld en talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum en ekki þótti ástæða til að flytja hana á sjúkrahús vegna reykeitrunar, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en jólahreingerningin gæti orðið ærin á þessu heimili. 6.12.2006 21:25
Þjóðarmorðsklerkur laus úr fangelsi Rúöndskum presti á níræðisaldri var sleppt úr fangelsi eftir 10 ára fangavist fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Tútsum árið 1994. Elizaphan Ntakirutimana er fyrsti fanginn sem leystur er úr haldi, eftir að hafa setið af sér dóm Alþjóðlega glæpamannadómstólsins fyrir Rúanda. 6.12.2006 21:10
10 hermenn látnir í Írak í dag 10 bandarískir hermenn hafa látist í Írak í dag í fjórum aðskildum árásum, að sögn bandaríska hersins. Talsmaður hersins, Christopher Garver, sagði nokkra hermannanna hafa látist í bílsprengjum en aðra í átökum við uppreisnarmenn. 6.12.2006 20:36
2.000 tonna grettistak hrunið úr Klifinu 2.000 tonna bergblokk virðist vera stærsta bjargið sem hrunið í nýlegu berghruni í Klifinu í Heimaey. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að von sé á meira hruni þarna á næstu dögum því bergstálið sé mjög sprungið. Stórfínar myndir eru inni á vef Náttúrustofu Suðurlands. 6.12.2006 20:18
Mótmæltu meintu ofbeldi lögreglu í Reykjavík Hátt á annan tug manna tók sér stöðu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu með logandi kerti í kvöld og mótmæltu meintu ofbeldi lögreglumanna gegn fólki í varðhaldi. Tilefnið var að ungur maður lést um helgina eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl viku fyrr. Því máli hefur verið vísað til ríkissaksóknara. 6.12.2006 20:13
Nektardans er list Norskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að nektardans sé listgrein og því eigi nektardansstaðir að vera undanþegnir virðisaukaskatti. 6.12.2006 19:45
Andi liðinna jóla í Árbæjarsafnskirkju Börn og fullorðnir geta drukkið í sig anda liðinna jóla í Árbæjarkirkju á sunnudaginn þar sem Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar í aðventuguðsþjónustu. Drengjakór Þorgeirsbræðra mun syngja jólalög undir stjórn Signýjar Sæmundsdóttur en kirkjugestir fá einnig tækifæri til að taka undir í söng. Guðsþjónustan hefst klukkan 14:00 á sunnudag. 6.12.2006 19:45