Innlent

Vann lúxusferð á Eragon í London

Engilbert Hafsteinsson, markaðsstjóri D3, ásamt vinningshafanum Birgittu Sigursteinsdóttur, móður hennar og Guðmundi Breiðfjörð markaðsstjóra kvikmyndadeildar Senu.
Engilbert Hafsteinsson, markaðsstjóri D3, ásamt vinningshafanum Birgittu Sigursteinsdóttur, móður hennar og Guðmundi Breiðfjörð markaðsstjóra kvikmyndadeildar Senu.

Frá því að nýr Vísir var opnaður hafa þeir sem gert hafa vefinn að upphafssíðu sinni farið í pott og eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Í gær vann Birgitta Sigursteinsdóttir ferð fyrir tvo á sérstaka gala forsýningu Eragon í London með öllum leikurum myndarinnar.

Herlegheitunum er hvergi nærri lokið því við höldum áfram að dæla út vinningunum tvær næstu vikur. Þeir sem dregnir verða út geta átt von á að fá gjafabréf í pósti frá Vísi.

Meðal þeirra vinninga sem búast má við eru 50 flugferðir fyrir tvo frá Iceland Express, PSP og PS2 tölvur, Nokia farsímar, Glæsilegar úlpur frá 66 Norður, jólakonfekt frá Nóa og margt fleira.

Sem dæmi má nefna bauð Vísir 300 manns á sérstaka forsýningu Boss of it all í Háskólabíói og fleiri slíkar sýningar eru í vændum.

Það margborgar sig að gera Vísi að upphafssíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×