Innlent

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Mannlífs

MYND/GVA

Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig verulegu fylgi frá síðustu kosningum, samkvæmt könnun sem Mannlíf lét gera í samvinnu við Plúsinn. Meirihluti stjórnarflokkanna á Alþingi er fallinn samkvæmt henni.

Vinstri - grænir fengju 19 prósent ef kosið yrði nú og bæta við sig tíu prósentustigum. Frjáslyndi flokkurinn fer úr 7 prósentum í síðustu kosningum í 13 prósent nú, Sjálfstæðisflokkurinn er nánast í kjörfylgi, fer úr 34 prósentum í 35. Fylgi Framsóknarflokksins hrynur úr 18 prósentum í 9 og sömuleiðis minnkar fylgið við Samfylkinguna verulega, fer úr 31 prósenti í 25 prósent.

Athygli vekur að um 30 prósent kvenna eru enn óákveðin. Könnunin var gerð með þeim hætti að rúmlega fimm þúsund manns á tölvupóstlista Plússins voru sendar spurningar og svör þeirra síðan vegin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×