Innlent

Fjórir dópmenn handteknir í nótt

Kókaín í plastumbúðum. Myndin tengist ekki málunum sem upp komu í gærkvöld og nótt.
Kókaín í plastumbúðum. Myndin tengist ekki málunum sem upp komu í gærkvöld og nótt. MYND/frá lögreglunni

Fjórir aðilar komu við sögu í þremur fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í úthverfi síðdegis en í híbýlum hans fundust ætluð fíkniefni. Í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af tveimur karlmönnum um tvítugt. Þeir voru í bíl í austurbænum en mennirnir eru grunaðir um fíkniefnamisferli.

Og í nótt var hálfþrítugur karlmaður fluttur á sjúkrahús eftir neyslu fíkniefna í vesturhluta borgarinnar. Í húsakynnum hans fundust ætluð fíkniefni. Þá handtók lögreglan konu á fertugsaldri sem hafðist við í bíl í austurbænum en konan var í annarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×