Fleiri fréttir Kjörsókn í prófkjöri Samfylkingarinnar meiri en síðast Liðlega 3750 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík laust fyrir klukann fjögur, þar af 1087 utan kjörfundar. Kjörsóknin er þegar orðin betri en í prófkjöri flokksins fyrir síðustu þingkosningar en þá kusu alls, 3605. 11.11.2006 16:06 Slasaðist við vinnu við helluslípivél Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsnæði BM Vallár á Bíldshöfða rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna vinnuslyss. Þar hafði maður slasast á brjóstkassa þegar hann klemmdist í svokallaðri helluslípivél. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en við rannsókn kom í ljós að meiðsli hans voru ekki mikil. 11.11.2006 15:55 Tvennt slapp vel í bílveltu við Kúagerði Tvennt slapp án teljandi meiðsla þegar bíll valt á Reykjanesbraut til móts við Kúagerði laust fyrir klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst hvers vegna bíllinn valt en báðir farþegar voru komnir út úr bílnum þegar lögreglu bar að garði. Bíllinn mun hins vegar vera nokkuð skemmdur. 11.11.2006 15:49 Slagorð hrópuð að ríkisstjórninni Talið er að áttatíu þúsund manns hafi fylgt Bulent Ecevit, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, til grafar í höfuðborginni Ankara í dag. 11.11.2006 15:11 Vill leggja niður mannanafnanefnd Björn Ingi Hrafnsson varaþingmaður hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður og að lögboðið hlutverk nefndarinnar verði flutt til dómsmálaráðherra sem skera úr álitamálum sem upp kunni að koma í tengslum við nafngiftir og nafnritun. 11.11.2006 15:10 Ríflega 3100 hafa kosið hjá Samfylkingu í Reykjavík Klukkan 14.45 höfðu 3118 kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þar af eru 1087 utankjörfundaratkvæði. Sem fyrr segir er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal og lýkur kjörfundi klukkan 18 og þá verða fyrstu tölur birtar. 11.11.2006 15:00 Um 20 prósenta kjörsókn hjá sjálfstæðismönnum í Suðvesturkjördæmi Um tuttugu prósent þeirra sem eru á kjörskrá í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi höfðu neytt atkvæðsréttar síns nú um klukkan þrjú, en á bilinu 11-12 þúsund manns eru á kjörskrá. 11.11.2006 14:57 Amfetamín líklega orsökin Lausn ráðgátunnar um hvers vegna um 1.500 evruseðlar af ýmsum verðgildum molnuðu í sundur skömmu eftir að hafa verið teknir út úr hraðbönkum í Þýskalandi kann að vera fundin. 11.11.2006 14:55 Jeppar fuku út af Suðurlandsvegi Lögreglan í Vík varar ökumenn við hálku og sterkum vindhviðum á Suðurlandsvegi austan við Kirkjubæjarklaustur. Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í morgun á þessum slóðum þar sem að jeppabifreiðar fuku af veginum og skemmdust talsvert en engin slys urðu á fólki. 11.11.2006 14:47 Al-Kaída fagnar afsögn Rumsfeld Í hljóðupptöku sem sögð er af ræðu Abu Hamza al-Muhajir, einnig þekktur sem Abu Ayyub al-Masri, höfuðsmaður al-Kaída hryðjuverkanetsins í Írak, lýsir hann ánægju sinni með afsögn Donalds Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna. 11.11.2006 14:42 Um 20 prósenta kjörsókn í Suðurkjördæmi á hádegi Kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var um 20 prósent upp úr hádegi en um 6000 manns eru á kjörkskrá. Töluvert er um nýskráningar í flokkinn en þar berjast 13 manns um sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 11.11.2006 14:31 Viðræðurnar runnar í sandinn Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. 11.11.2006 14:14 Ríflega 2500 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar kl. 13.30 2502 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík klukkan hálftvö, þar af 1087 utan kjörfundar. Prófkjörið fer fram í dag og er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Kjörfundur hófst klukkan tíu og stendur til sex og er búist við fyrstu tölum fljótlega eftir það. 11.11.2006 14:06 Ný fjöldagröf finnst í Bosníu Ný fjöldagröf með yfir 100 fórnarlömbuum fjöldamorðanna í Srebrenica árið 1995 hefur fundist í norðausturhluta Bosníu. Hópur réttarmeinafræðinga fékk nafnlausa ábendingu um gröfina en hún er í Snagova, um 50 kílómetra norður af Srebrenica. 11.11.2006 14:00 Ítalska mafían hafi náð fótfestu í Þýskalandi Ítalska mafían er að ná fótfestu í Þýskalandi og hefur meðal annars fjárfest í orkufyrirtækjum sem skráð eru í Frankfurt og rússneska gasrisanum Gazprom. Þetta hefur þýska dagblaðið Berlinger Zeitung í dag og vísar í rannsókn leyniþjónustu Þýskalands, BND. 11.11.2006 13:52 RKÍ fagnar auknu fé til íslenskukennslu fyrir útlendinga Þeir innflytjendur sem ekki tala íslensku standa einna verst að vígi í þjóðfélaginu samkvæmt könnun sem Rauði krossinn stóð að. Vegna þessa fagnar félagið þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær, að verja 100 milljónum króna á næsta ári til íselnskukennslu fyrir útlendinga. 11.11.2006 13:30 Hannes sýknaður af kröfum vegna brota á höfundarlögum Hannes Hólmsteinn Gissurarson var sýknaður í Héraðsdómi í gær af öllum kröfum Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness, vegna brota á höfundarlögum. Dómari taldi þrátt fyrir það að Hannes væri brotlegur. 11.11.2006 13:15 Sýknaðir af ákæru um að hafa kynt undir kynþáttahatri Nick Griffin, leiðtogi Breska þjóðarflokksins, og einn flokksbræðra hans voru í gær sýknaður af ákærum um að hafa kynt undir kynþáttahatri. Upptökur af ræðu Griffins á lokuðum fundi flokksins þar sem hann segir meðal annars að múslimar hafi breytt Bretlandi í kynþáttablandað helvíti voru kveikja ákæranna en þær voru síðar spilaðar í breska ríkisútvarpinu. 11.11.2006 13:00 Engar breytingar á heimsókn sendiherra þrátt fyrir árásir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið. 11.11.2006 12:45 Barsmíðar lögreglu í LA vekja reiði Myndir sem sýna lögregluna í Los Angeles beita miklu harðræði við handtöku hafa vakið bæði óhug og reiði. Talsmaður lögreglunnar telur hins vegar að eðlilega hafi verið staðið að handtökunni. 11.11.2006 12:30 Leita þarf samkomulags við landeigendur vegna þjóðgarðs Töluverður hluti af því landssvæði sem áætlað er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs er í einkaeign og verður ekki hluti af þjóðgarðinum nema til komi samkomulag við landeigendur. 11.11.2006 12:15 Ekkert ferðaveður víða á Norðaustur- og Austurlandi Ekkert ferðaveður er víða á Norðaustur- og Austurlandi allt frá Öxarfirði suður að Hornafirði samkvæmt Vegagerðinni og því fólki ráðið frá því að vera þar á ferðinni. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka og skafrenningur en óveður austan Öxarfjarðar og eins yfir Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er víða mjög hvasst og Öxi er þungfær. 11.11.2006 12:01 Tekist á um fjórðung líklegra þingsæta í dag Nokkrir sitjandi þingmenn, bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eru taldir í verulegri fallhættu í prófkjörum sem fram fara í dag. Þá má telja nokkuð víst að prófkjörin skili nýliðum inn í örugg sæti á framboðslistum, en alls er tekist á um fjórðung líklegra þingsæta á næsta Alþingi Íslendinga. 11.11.2006 12:00 1850 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Nýjustu tölur um kjörsókn í prófkjörum dagsins eru þær að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum höfðu 1850 manns kosið nú rétt fyrir klukkan tólf. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi höfðu um 700 manns kosið nú skömmu fyrir hádegi. 11.11.2006 11:57 Lést eftir bruna í Ferjubakka Konan sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 á þriðjudagskvöldið var lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á fimmtudagsmorgun. Hún hét Anna Hauksdóttir og var 58 ára, fædd 20. janúar 1948. 11.11.2006 11:45 Flogið til Akureyrar og Ísafjarðar Flogið var til Ísafjarðar og Akureyrar nú skömmu fyrir hádegið en enn er ekki hægt að fljúga til Egilsstaða eða Vestmannaeyja. Ekkert hefur verið flogið til staðannna fjögurra síðan á fimmtudagskvöld vegna veðurs. Fyrsta vélin til Ísafjarðar fór um klukkan hálftólf og sú fyrsta til Akureyrar nú klukkan korter í tólf. 11.11.2006 11:41 Írösk liðsforingjaefni gufa upp í Noregi Þrjú írösk liðsforingjaefni sem eru í herþjálfun í Noregi á vegum Atlantshafsbandalagsins virðast hafa gufað upp af yfirborði jarðar. Að sögn norska ríkisútvarpsins hefur ekkert til þeirra spurst síðan í Ósló á mánudaginn en þá höfðu þeir verið í landinu í tvo daga. 11.11.2006 11:30 Vilja taka upp samning um sölu Landsvirkjunar Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa. 11.11.2006 11:16 Stormviðvörun frá Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands sendi frá sér viðvörun í kvöld vegna væntanlegs storms á norður- og austurlandi í kvöld og nótt. Á vindurinn að snúast í hvassa norðan- og norðvestanátt með snjókomu eða éljum í kvöld og nótt og þá einkum norðanlands. 10.11.2006 23:21 John McCain hyggur á framboð í forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2008 Búist er við því að John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Arisóna, ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem verða haldnar árið 2008. Þótt engin formleg ákvörðun hafi verið tekin segja nánir samverkamenn hans að vinna við hugsanlegt framboð sé þegar hafin. 10.11.2006 22:30 Rumsfeld hugsanlega sóttur til saka vegna fangelsanna í Abu Ghraib og Guantanamo Bandarísk samtök sem berjast fyrir stjórnarskrárbundnum réttindum fólks ætla sér að höfða mál gegn Donald Rumsfeld, fyrrum landvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vegna meðferðar á föngum í fangelsunum í Abu Ghraib og Guantanamo. Málin verða sótt í Þýskalandi. 10.11.2006 21:39 Friðarviðræður að hefjast á ný í Sómalíu Sómalskir uppreisnarmenn og meðlimir í bráðabirgðastjórn Sómalíu náðu í dag samkomulagi um að hefja aftur friðarviðræður undi handleiðslu Félags arabískra þjóða og Súdan. 10.11.2006 21:16 Misskilningur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar Upplýsingafulltrúi skrifstofu borgarstjóra sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem er sagt að fréttir um að Reykjavíkurborg fái minna en stóð til fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu rangar. 10.11.2006 20:58 1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram á morgun laugardag og er kosið í félagsheimili Þróttar, Engjavegi 7, Laugardal (norðan Laugardalshallar). 10.11.2006 20:49 Mikil ófærð á vegum Þæfingur og óveður er á Öxnadalsheiði og þar er ekkert ferðarveður. Búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. 10.11.2006 20:41 Ófærð á Öxnadalsheiði Lögreglan á Akureyri var kölluð upp á Öxnadalsheiðina undir kvöld vegna vöruflutningabifreiðar sem að lenti í vandræðum upp á Bakkaselsbrekku vegna vonskuveðurs. 10.11.2006 20:06 Al-Kaída fagnar niðurstöðum þingkosninganna í Bandaríkjunum Leiðtogi Al-Kaída í Írak, Abu Hamza al-Muhajir, fagnaði í dag niðurstöðum bandarísku þingkosninganna og sagði bandaríska kjósendur hafa gert rétta hlutinn. Kom þetta fram í hljóðupptöku sem var birt á netinu í dag en ekki hefur enn verið staðfest að hún sé ósvikin. 10.11.2006 19:51 Fánahylling bönnuð í menntaskóla í Bandaríkjunum Nemendafélag háskóla eins í Orange County í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að banna hina svokölluðu fánahyllingu. Í henni er frasinn "under God" sem útleggjast mætti á hinu ylhýra sem "undirgefin Guði" en á undanförnum árum hefur hæstiréttur Bandaríkjanna bannað ýmsar trúarlega vísanir í hvers kyns opinberum athöfnum og þá sérstaklega í skólum. 10.11.2006 19:32 Spennan magnast í Kongó Ásakanir um kosningasvindl hafa komið fram í Kongó undanfarið og er óttast að þær bæti við þegar eldfimt andrúmsloft í landinu. Samkvæmt síðustu tölum hefur áskorandinn Jean-Pierra Bemba saxað á forskot sitjandi forseta, Joseph Kabila, sem hefur hlotið um 60% atkvæða þegar tveir þriðju atkvæða hefur verið talinn. 10.11.2006 19:03 Deilt á vinnubrögð borgarstjórnar Borgarstjóri situr beggja vegna borðsins í risaverkefni sem felur í sér uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara, segir fulltrúi Samfylkingarinnar og telur vinnubrögðin tortryggileg. Borgin hefur gert viljayfirlýsingu við hjúkrunarheimilið Eir en borgarstjóri er stjórnarformaður þess og undrast Samfylkingin valið. 10.11.2006 18:59 Mótmæla spilavíti Háskóla Íslands í Breiðholti Íbúasamtök Breiðholts mótmæla því að Háskóli Íslands skuli ætla að setja upp spilavíti í hverfinu. Formaður samtakanna segir siðlaust að skólinn skuli þurfa að standa á bak við slíkan rekstur. 10.11.2006 18:57 Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja 100 milljónum króna á næsta ári til sérstaks verkefnis um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Félagið telur þessa ákvörðun mikilvægt skref í að gera innflytjendum kleift að nýta hæfileika sína og menntun til að verða fullgildir og sjálfstæðir þáttakendur á öllum sviðum samfélagsins. 10.11.2006 18:53 Þrjú spennandi prófkjör á morgun Nærri lætur að um fjórðungi þingsæta verði ráðstafað í þremur prófkjörum sem fram fara á morgun. Samfylkingin velur frambjóðendur sína í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Sjálfstæðisflokkur sína menn í Suður - og Suðvesturkjördæmi. 10.11.2006 18:51 Íslenskan er málið Útlendingar sem vilja setjast hér að geta átt von á því að þurfa að sýna fram á lágmarkskunnáttu í íslensku með því að standast sérstök próf vilji þeir sækja um ríkisborgararétt. Gerðar verða kröfur um að útlendingar sýni viðlíka færni í þeim prófum og Íslendingar þurfa að sýna á grunnskólaprófum í ensku og dönsku. 10.11.2006 18:18 946 manns höfðu kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00 Alls höfðu 946 manns kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1 og stendur hún yfir til kl. 20 í kvöld. 10.11.2006 18:15 Sjá næstu 50 fréttir
Kjörsókn í prófkjöri Samfylkingarinnar meiri en síðast Liðlega 3750 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík laust fyrir klukann fjögur, þar af 1087 utan kjörfundar. Kjörsóknin er þegar orðin betri en í prófkjöri flokksins fyrir síðustu þingkosningar en þá kusu alls, 3605. 11.11.2006 16:06
Slasaðist við vinnu við helluslípivél Lögregla og slökkvilið voru kölluð að húsnæði BM Vallár á Bíldshöfða rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna vinnuslyss. Þar hafði maður slasast á brjóstkassa þegar hann klemmdist í svokallaðri helluslípivél. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en við rannsókn kom í ljós að meiðsli hans voru ekki mikil. 11.11.2006 15:55
Tvennt slapp vel í bílveltu við Kúagerði Tvennt slapp án teljandi meiðsla þegar bíll valt á Reykjanesbraut til móts við Kúagerði laust fyrir klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst hvers vegna bíllinn valt en báðir farþegar voru komnir út úr bílnum þegar lögreglu bar að garði. Bíllinn mun hins vegar vera nokkuð skemmdur. 11.11.2006 15:49
Slagorð hrópuð að ríkisstjórninni Talið er að áttatíu þúsund manns hafi fylgt Bulent Ecevit, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, til grafar í höfuðborginni Ankara í dag. 11.11.2006 15:11
Vill leggja niður mannanafnanefnd Björn Ingi Hrafnsson varaþingmaður hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður og að lögboðið hlutverk nefndarinnar verði flutt til dómsmálaráðherra sem skera úr álitamálum sem upp kunni að koma í tengslum við nafngiftir og nafnritun. 11.11.2006 15:10
Ríflega 3100 hafa kosið hjá Samfylkingu í Reykjavík Klukkan 14.45 höfðu 3118 kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þar af eru 1087 utankjörfundaratkvæði. Sem fyrr segir er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal og lýkur kjörfundi klukkan 18 og þá verða fyrstu tölur birtar. 11.11.2006 15:00
Um 20 prósenta kjörsókn hjá sjálfstæðismönnum í Suðvesturkjördæmi Um tuttugu prósent þeirra sem eru á kjörskrá í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi höfðu neytt atkvæðsréttar síns nú um klukkan þrjú, en á bilinu 11-12 þúsund manns eru á kjörskrá. 11.11.2006 14:57
Amfetamín líklega orsökin Lausn ráðgátunnar um hvers vegna um 1.500 evruseðlar af ýmsum verðgildum molnuðu í sundur skömmu eftir að hafa verið teknir út úr hraðbönkum í Þýskalandi kann að vera fundin. 11.11.2006 14:55
Jeppar fuku út af Suðurlandsvegi Lögreglan í Vík varar ökumenn við hálku og sterkum vindhviðum á Suðurlandsvegi austan við Kirkjubæjarklaustur. Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í morgun á þessum slóðum þar sem að jeppabifreiðar fuku af veginum og skemmdust talsvert en engin slys urðu á fólki. 11.11.2006 14:47
Al-Kaída fagnar afsögn Rumsfeld Í hljóðupptöku sem sögð er af ræðu Abu Hamza al-Muhajir, einnig þekktur sem Abu Ayyub al-Masri, höfuðsmaður al-Kaída hryðjuverkanetsins í Írak, lýsir hann ánægju sinni með afsögn Donalds Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna. 11.11.2006 14:42
Um 20 prósenta kjörsókn í Suðurkjördæmi á hádegi Kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var um 20 prósent upp úr hádegi en um 6000 manns eru á kjörkskrá. Töluvert er um nýskráningar í flokkinn en þar berjast 13 manns um sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 11.11.2006 14:31
Viðræðurnar runnar í sandinn Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. 11.11.2006 14:14
Ríflega 2500 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar kl. 13.30 2502 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík klukkan hálftvö, þar af 1087 utan kjörfundar. Prófkjörið fer fram í dag og er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Kjörfundur hófst klukkan tíu og stendur til sex og er búist við fyrstu tölum fljótlega eftir það. 11.11.2006 14:06
Ný fjöldagröf finnst í Bosníu Ný fjöldagröf með yfir 100 fórnarlömbuum fjöldamorðanna í Srebrenica árið 1995 hefur fundist í norðausturhluta Bosníu. Hópur réttarmeinafræðinga fékk nafnlausa ábendingu um gröfina en hún er í Snagova, um 50 kílómetra norður af Srebrenica. 11.11.2006 14:00
Ítalska mafían hafi náð fótfestu í Þýskalandi Ítalska mafían er að ná fótfestu í Þýskalandi og hefur meðal annars fjárfest í orkufyrirtækjum sem skráð eru í Frankfurt og rússneska gasrisanum Gazprom. Þetta hefur þýska dagblaðið Berlinger Zeitung í dag og vísar í rannsókn leyniþjónustu Þýskalands, BND. 11.11.2006 13:52
RKÍ fagnar auknu fé til íslenskukennslu fyrir útlendinga Þeir innflytjendur sem ekki tala íslensku standa einna verst að vígi í þjóðfélaginu samkvæmt könnun sem Rauði krossinn stóð að. Vegna þessa fagnar félagið þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær, að verja 100 milljónum króna á næsta ári til íselnskukennslu fyrir útlendinga. 11.11.2006 13:30
Hannes sýknaður af kröfum vegna brota á höfundarlögum Hannes Hólmsteinn Gissurarson var sýknaður í Héraðsdómi í gær af öllum kröfum Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness, vegna brota á höfundarlögum. Dómari taldi þrátt fyrir það að Hannes væri brotlegur. 11.11.2006 13:15
Sýknaðir af ákæru um að hafa kynt undir kynþáttahatri Nick Griffin, leiðtogi Breska þjóðarflokksins, og einn flokksbræðra hans voru í gær sýknaður af ákærum um að hafa kynt undir kynþáttahatri. Upptökur af ræðu Griffins á lokuðum fundi flokksins þar sem hann segir meðal annars að múslimar hafi breytt Bretlandi í kynþáttablandað helvíti voru kveikja ákæranna en þær voru síðar spilaðar í breska ríkisútvarpinu. 11.11.2006 13:00
Engar breytingar á heimsókn sendiherra þrátt fyrir árásir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið. 11.11.2006 12:45
Barsmíðar lögreglu í LA vekja reiði Myndir sem sýna lögregluna í Los Angeles beita miklu harðræði við handtöku hafa vakið bæði óhug og reiði. Talsmaður lögreglunnar telur hins vegar að eðlilega hafi verið staðið að handtökunni. 11.11.2006 12:30
Leita þarf samkomulags við landeigendur vegna þjóðgarðs Töluverður hluti af því landssvæði sem áætlað er að falli innan Vatnajökulsþjóðgarðs er í einkaeign og verður ekki hluti af þjóðgarðinum nema til komi samkomulag við landeigendur. 11.11.2006 12:15
Ekkert ferðaveður víða á Norðaustur- og Austurlandi Ekkert ferðaveður er víða á Norðaustur- og Austurlandi allt frá Öxarfirði suður að Hornafirði samkvæmt Vegagerðinni og því fólki ráðið frá því að vera þar á ferðinni. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka og skafrenningur en óveður austan Öxarfjarðar og eins yfir Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er víða mjög hvasst og Öxi er þungfær. 11.11.2006 12:01
Tekist á um fjórðung líklegra þingsæta í dag Nokkrir sitjandi þingmenn, bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eru taldir í verulegri fallhættu í prófkjörum sem fram fara í dag. Þá má telja nokkuð víst að prófkjörin skili nýliðum inn í örugg sæti á framboðslistum, en alls er tekist á um fjórðung líklegra þingsæta á næsta Alþingi Íslendinga. 11.11.2006 12:00
1850 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Nýjustu tölur um kjörsókn í prófkjörum dagsins eru þær að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum höfðu 1850 manns kosið nú rétt fyrir klukkan tólf. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi höfðu um 700 manns kosið nú skömmu fyrir hádegi. 11.11.2006 11:57
Lést eftir bruna í Ferjubakka Konan sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 á þriðjudagskvöldið var lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á fimmtudagsmorgun. Hún hét Anna Hauksdóttir og var 58 ára, fædd 20. janúar 1948. 11.11.2006 11:45
Flogið til Akureyrar og Ísafjarðar Flogið var til Ísafjarðar og Akureyrar nú skömmu fyrir hádegið en enn er ekki hægt að fljúga til Egilsstaða eða Vestmannaeyja. Ekkert hefur verið flogið til staðannna fjögurra síðan á fimmtudagskvöld vegna veðurs. Fyrsta vélin til Ísafjarðar fór um klukkan hálftólf og sú fyrsta til Akureyrar nú klukkan korter í tólf. 11.11.2006 11:41
Írösk liðsforingjaefni gufa upp í Noregi Þrjú írösk liðsforingjaefni sem eru í herþjálfun í Noregi á vegum Atlantshafsbandalagsins virðast hafa gufað upp af yfirborði jarðar. Að sögn norska ríkisútvarpsins hefur ekkert til þeirra spurst síðan í Ósló á mánudaginn en þá höfðu þeir verið í landinu í tvo daga. 11.11.2006 11:30
Vilja taka upp samning um sölu Landsvirkjunar Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa. 11.11.2006 11:16
Stormviðvörun frá Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands sendi frá sér viðvörun í kvöld vegna væntanlegs storms á norður- og austurlandi í kvöld og nótt. Á vindurinn að snúast í hvassa norðan- og norðvestanátt með snjókomu eða éljum í kvöld og nótt og þá einkum norðanlands. 10.11.2006 23:21
John McCain hyggur á framboð í forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2008 Búist er við því að John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Arisóna, ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum sem verða haldnar árið 2008. Þótt engin formleg ákvörðun hafi verið tekin segja nánir samverkamenn hans að vinna við hugsanlegt framboð sé þegar hafin. 10.11.2006 22:30
Rumsfeld hugsanlega sóttur til saka vegna fangelsanna í Abu Ghraib og Guantanamo Bandarísk samtök sem berjast fyrir stjórnarskrárbundnum réttindum fólks ætla sér að höfða mál gegn Donald Rumsfeld, fyrrum landvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vegna meðferðar á föngum í fangelsunum í Abu Ghraib og Guantanamo. Málin verða sótt í Þýskalandi. 10.11.2006 21:39
Friðarviðræður að hefjast á ný í Sómalíu Sómalskir uppreisnarmenn og meðlimir í bráðabirgðastjórn Sómalíu náðu í dag samkomulagi um að hefja aftur friðarviðræður undi handleiðslu Félags arabískra þjóða og Súdan. 10.11.2006 21:16
Misskilningur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar Upplýsingafulltrúi skrifstofu borgarstjóra sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem er sagt að fréttir um að Reykjavíkurborg fái minna en stóð til fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu rangar. 10.11.2006 20:58
1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram á morgun laugardag og er kosið í félagsheimili Þróttar, Engjavegi 7, Laugardal (norðan Laugardalshallar). 10.11.2006 20:49
Mikil ófærð á vegum Þæfingur og óveður er á Öxnadalsheiði og þar er ekkert ferðarveður. Búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. 10.11.2006 20:41
Ófærð á Öxnadalsheiði Lögreglan á Akureyri var kölluð upp á Öxnadalsheiðina undir kvöld vegna vöruflutningabifreiðar sem að lenti í vandræðum upp á Bakkaselsbrekku vegna vonskuveðurs. 10.11.2006 20:06
Al-Kaída fagnar niðurstöðum þingkosninganna í Bandaríkjunum Leiðtogi Al-Kaída í Írak, Abu Hamza al-Muhajir, fagnaði í dag niðurstöðum bandarísku þingkosninganna og sagði bandaríska kjósendur hafa gert rétta hlutinn. Kom þetta fram í hljóðupptöku sem var birt á netinu í dag en ekki hefur enn verið staðfest að hún sé ósvikin. 10.11.2006 19:51
Fánahylling bönnuð í menntaskóla í Bandaríkjunum Nemendafélag háskóla eins í Orange County í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að banna hina svokölluðu fánahyllingu. Í henni er frasinn "under God" sem útleggjast mætti á hinu ylhýra sem "undirgefin Guði" en á undanförnum árum hefur hæstiréttur Bandaríkjanna bannað ýmsar trúarlega vísanir í hvers kyns opinberum athöfnum og þá sérstaklega í skólum. 10.11.2006 19:32
Spennan magnast í Kongó Ásakanir um kosningasvindl hafa komið fram í Kongó undanfarið og er óttast að þær bæti við þegar eldfimt andrúmsloft í landinu. Samkvæmt síðustu tölum hefur áskorandinn Jean-Pierra Bemba saxað á forskot sitjandi forseta, Joseph Kabila, sem hefur hlotið um 60% atkvæða þegar tveir þriðju atkvæða hefur verið talinn. 10.11.2006 19:03
Deilt á vinnubrögð borgarstjórnar Borgarstjóri situr beggja vegna borðsins í risaverkefni sem felur í sér uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara, segir fulltrúi Samfylkingarinnar og telur vinnubrögðin tortryggileg. Borgin hefur gert viljayfirlýsingu við hjúkrunarheimilið Eir en borgarstjóri er stjórnarformaður þess og undrast Samfylkingin valið. 10.11.2006 18:59
Mótmæla spilavíti Háskóla Íslands í Breiðholti Íbúasamtök Breiðholts mótmæla því að Háskóli Íslands skuli ætla að setja upp spilavíti í hverfinu. Formaður samtakanna segir siðlaust að skólinn skuli þurfa að standa á bak við slíkan rekstur. 10.11.2006 18:57
Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja 100 milljónum króna á næsta ári til sérstaks verkefnis um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Félagið telur þessa ákvörðun mikilvægt skref í að gera innflytjendum kleift að nýta hæfileika sína og menntun til að verða fullgildir og sjálfstæðir þáttakendur á öllum sviðum samfélagsins. 10.11.2006 18:53
Þrjú spennandi prófkjör á morgun Nærri lætur að um fjórðungi þingsæta verði ráðstafað í þremur prófkjörum sem fram fara á morgun. Samfylkingin velur frambjóðendur sína í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Sjálfstæðisflokkur sína menn í Suður - og Suðvesturkjördæmi. 10.11.2006 18:51
Íslenskan er málið Útlendingar sem vilja setjast hér að geta átt von á því að þurfa að sýna fram á lágmarkskunnáttu í íslensku með því að standast sérstök próf vilji þeir sækja um ríkisborgararétt. Gerðar verða kröfur um að útlendingar sýni viðlíka færni í þeim prófum og Íslendingar þurfa að sýna á grunnskólaprófum í ensku og dönsku. 10.11.2006 18:18
946 manns höfðu kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00 Alls höfðu 946 manns kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1 og stendur hún yfir til kl. 20 í kvöld. 10.11.2006 18:15