Fleiri fréttir

Flokkurinn þarf að kynna sín góðu verk

Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður fékk langflest atkvæði í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í dag. Samúel segir flokkinn þurfa að kynna betur sín góðu verk. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra var sjálfkjörin í forystusætið.

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum harðnar

George W. Bush varaði við því í dag að demókratar myndu hækka skatta í ræðu sem hann hélt í dag. Lokaumferð kosningabaráttunnar fyrir þingkosningar, sem fara fram þann 7. nóvember þar í landi, er nú í hámarki.

Framtíð Kosovo óráðin enn um sinn

Ákvörðun um sjálfstæði Kosovo frá Serbíu gæti frestast um heilt ár vegna nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu í Serbíu sem samþykkti að Kosovo væri órjúfanlegur hluti Serbíu.

NATO í átökum í nágrenni Kabúl

Hersveitir NATO í Afganistan lentu í morgun í átökum við íslamska uppreisnarmenn í 70 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Er þetta fyrsti bardaginn svo nálægt Kabúl síðan stjórn Talibana var komið frá völdum.

Hjúkrunarfræðingaskortur á næstu árum

Um 40% allra starfandi hjúkrunarfræðinga láta af störfum vegna aldurs á næstu 10-15 árum og ef takast á að manna stéttina þarf að fjölga nýnemum í hjúkrunarfræði. Þetta kemur fram í ályktun Hjúkrunarþings sem lauk í gær.

Samúel Örn í 2. sæti í Kraganum

Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður fékk langflest atkvæði í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi á aukakjördæmisþingi framsóknarfélaganna á Seltjarnarnesi nú fyrir hádegi. Una María Óskarsdóttir verður í þriðja sæti eins og fyrir síðustu kosningar og Gísli Tryggvason í því fjórða.

Útbreiðsla kjarnorku hugsanleg í Mið-Austurlöndum

Sex Arabaríki tilkynntu í gær að þau ætluðu að verða sér úti um kjarnorkutækni. Löndin eru Alsír, Egyptaland, Marokkó, Túnis, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og Sádi Arabía. Fréttavefur breska dagblaðsins Times skýrir frá þessu í morgun.

Sjaldgæfur fundur trúarleiðtoga

Leiðtogi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Christodoulos erkibiskup, ætlar að hitta Benedikt sextánda páfa í Vatikaninu þann 14. desember næstkomandi. Slíkur fundur er fátíður enda hafa löngum verið litlir kærleikar með kirkjunum tveimur. Christodoulos ætlaði fyrir þremur árum að funda með Jóhannesi Páli II sem þá var páfi en þeim fundi var aflýst vegna veikinda páfa.

Fjórir létust í rútuslysi við Skövde í Svíþjóð

Fjórir létust í hörðum árekstri rútu og rútukálfs í Svalöv, rétt við Skövde í Svíþjóð í kvöld og 13 ára drengur slasaðist. Flughált var á veginum eftir miklar rigningar í dag og frost undir kvöldið. Drengnum er haldið sofandi og gekkst hann undir aðgerð vegna lærbrots.

Rússar falla frá kröfum um veiðieftirlitsmenn í togurum

Íslenskir togarar í Barentshafi, sem og togarar undir öðrum þjóðum, þurfa ekki að hafa rússneska veiðieftirlitsmenn um borð við veiðar, eins og Rússar höfðu krafist. Fréttavefurinn skip.is greinir frá því að Rússar hafi fallið frá þessari kröfu sinni í viðræðum norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar í dag.

Átröskunarsjúklingur lést vegna ofáts

22ja ára ungversk kona sem þjáðist af búlimíu lést á sjúkrahúsi í Búdapest eftir að hafa etið of stóran skammt af mat. Konan var ekki vannærð eða undir kjörþyngd og virtist í góðu líkamlegu ástandi en kvartaði undan ákaflega sársaukafullum verkjum í maga og kviðvöðvum. Magi hennar var svo þaninn að hann hafði ýtt öðrum líffærum úr stað og stöðvað blóðflæði í stórum æðum.

Keyrði á og stakk af á móti rauðu ljósi

Fólksbíll keyrði á annan á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar á áttunda tímanum í kvöld en stakk af frá verknaðinum. Kórónaði hann brotið með því að stinga af gegn rauðu ljósi. Enginn slasaðist en málið er samt sem áður litið alvarlegum augum og er í rannsókn hjá umferðardeild lögreglunnar. Vitni eru beðin um að hafa samband við lögregluna.

Sporhundur fann bílaþjóf inni í loftræstistokki

Sporhundur lögreglunnar í Reykjavík fann bílaþjóf í hnipri inni í loftræstistokki í nýbyggingu í Borgartúni eftir mikinn eltingarleik í kvöld. Maður á þrítugsaldri hafði stolið jeppa í Árbæ í vikunni og notað debetkort sem hann fann í bílnum. Næst fréttist af jeppanum þegar honum var keyrt aftan á leigubíl á Háteigsvegi í kvöld.

Molnuðu í höndunum á viðskiptavinum

Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru.

626 kusu utankjörfundar hjá Samfylkingu í Suðurkjördæmi

626 höfðu kosið í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar kjörstöðum var lokað klukkan 20 í kvöld. Kjörfundur opnar klukkan níu í fyrramálið og er prófkjörið opið öllum sem kosningabærir eru í kjördæminu, ekki er skylda að vera skráður í flokkinn.

Neyðarkall fær góðar viðtökur

Neyðarkall björgunarsveita Landsbjargar hefur fengið prýðisgóðar undirtektir á fyrsta degi fjársöfnunarinnar. Í Kringlunni tók fólk vel á móti litla bjargvættinum enda kostar hann bara eitt þúsund krónur, sem renna til góðs málefnis. Landsbjargarmenn telja að þegar hafi selst hátt í 10 þúsund neyðarkallar, sem er rúmur þriðjungur af upplaginu.

83 lík fundin á einum og hálfum sólarhring

Lögreglan í Bagdad segist hafa fundið 83 lík hér og þar um borgina á síðastliðnum einum og hálfum sólarhring. Sum bera þess merki að fólk hafi verið pyntað áður en það var myrt. 7 bandarískir hermenn til viðbótar létust í Írak og að sögn bandaríska hersins féllu 13 uppreisnarmenn. Flestir eru karlmenn og fundust bundnir á höndum og fótum.

Oddsskarð opnar á morgun

Stefnt er á að opna skíðasvæðið í Oddsskarði á morgun. Stóra lyftan verður opin frá 11:00 til 15:00 ef veður og aðstæður leyfa. Ókeypis verður í lyftuna á morgun í tilefni af því að skíðasvæðið hefur aldrei fyrr opnað jafn snemma vetrar. Veðurspáin lofar góðu fyrir skíðafólk fyrir austan um miðjan dag á morgun.

Ganga gegn nauðgunum á miðnætti annað kvöld

Jafningjafræðslan stendur fyrir hópgöngu niður Laugaveginn á miðnætti á aðfaranótt sunnudags nk. til að mótmæla nauðgunum og vekja athygli á baráttu samtakanna gegn kynferðislegu ofbeldi. Bifhjólasamtökin Sniglarnir munu einnig slást í för með Jafningjafræðslunni.

Hestum bjargað af hól

Rúmlega hundrað hestum var bjargað í dag ofan af litlum hól í Hollandi þar sem þeir sátu fastir. Hestarnir urðu innlyksa þegar flæddi yfir friðlýst svæði á þriðjudaginn en þar hafði hestunum verið sleppt lausum. 18 hestar drukknuðu en 20 var bjargað þegar á miðvikudag, áður en veður versnaði á ný.

Bandaríkin vilja taka við stjórn friðargæslu S.þ.

Bandaríkin vilja taka yfir stjórn friðargæslu Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-Moon tekur við embætti framkvæmdastjóra S.þ. um mánaðamótin. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir háttsettum bandarískum embættismanni sem ekki vill láta nafns síns getið. Frakkar stýra friðargæslunni eins og er.

Maður handtekinn á Akureyri vegna kynferðislegs ofbeldis við 10 ára telpu

Lögreglan á Akureyri handtók mann á vinnustað sínum fyrr í vikunni sem hafði beitt tíu ára telpu kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin. Telpan sagði mömmu sinni fyrir nokkrum dögum að maður hefði ítrekað átt við sig kynferðislega. Lögregla og barnayfirvöld voru samstundis látin vita og hafa fulltrúar Barnahúss rætt við telpuna.

Sýndi ódæðið á netinu

Kanadíska lögreglan hefur handtekið mann sem misnotaði barnunga stúlku kynferðislega í beinni útsendingu á netinu. Lögreglumaður hafði áunnið sér traust ódæðismannsins á spjallrás á netinu og fékk aðgang að útsendingunni. Maðurinn var handtekinn tveimur klukkustundum síðar.

Skotárás mótmælt

Tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Hópur herskárra Palestínumanna hafði leitað þar skjóls og höfðu konurnar svarað kalli Hamas-liða og tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna. Efnt var til mótmælagöngu á götum borga og bæja á Gaza-svæðinu vegna atburðarins. Byssumennirnir sátu í moskunni meðan umsátrið varði í 19 klukkustundi. Hermenn umkringdu moskuna. Hamas-samtökin kölluðu eftir stuðningi palestínskra kvenna í útvarpsávarpi og báðu þær um að taka sér stöðu við moskuna sem lifandi skildir. Um tvö hundruð konur komu á vettvang og tóku sér stöðu. Ísraelsher mun, að sögn vitna hafa skotið á konur þar sem þær hlupu að moskunni og stóðu við hana. Atvikið mun nú í rannsókn hjá Ísraelsher en hermenn á vettvangi segjast hafa verið að svara skothríð frá Palestínumönnunum sem hafi falið sig meðal kvennanna. Sumir þeirra eru sagðir hafa dulbúið sig sem konur til að lauma sér út úr moskunni. Ekki liggur fyrir hve margir herskáir Palestínumenn sem leituðu skjóls í moskunni. Sumir miðlar segja þá hafa verið allt að sextíu en aðrir að þeir hafi ekki verið fleiri en fimmtán. Rúmlega 20 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa fallið í áhlaupi Ísarela á Beit Hanoun sem hófst á miðvikudaginn. Ísraelsher segir áhlaupið gert til að koma í veg fyrir að herskáir Palestínumenn skjóti flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hafa báðir fordæmt aðgerðir Ísrelshers í Beit Hanoun og sagt þær fjöldamorð.

Hjálparhella Íslendinga bendluð við peningaþvætti

Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstrablaðsins danska í dag um íslensku útrásina.

Stefna að álveri í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir áltæknigarð og álver vestan við Þorlákshöfn. Orkumagnið sem þetta tvennt krefst er jafnmikið og helmingsframleiðslugeta Kárahnjúkavirkjunar.

EGO fær viðurkenningu Orkuseturs fyrir að stuðla að eldsneytissparnaði

EGO sjálfsafgreiðslustöðvar hljóta viðurkenningu Orkuseturs fyrir að draga úr eldsneytisnotkun með því að bjóða ökumönnum tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða. Orkusetur áætlar að með bættri jöfnun lofts í hjólbörðum mætti spara Íslendingum um 500 milljónir króna á ári og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 12 þúsund tonn.

600 kíló af sprengiefnum gerð upptæk í Egyptalandi

Egypska lögreglan fann 600 kíló af sprengiefni á norðanverðum Sínaískaga í dag, nærri staðnum þar sem eitt tonn af sprengiefnum fannst í síðustu viku. Rúmlega 100 manns hafa látist í sprengjuárásum á ferðamannastaði á Sínaskaga frá október 2004. Sprengiefnið var falið í pokum í eyðimerkursandi en ekki fylgdi sögunni hvort einhver hefur verið handtekinn.

Spá hruni flestra fiskistofna innan 50 ára

Hópur erlendra sérfræðinga spáir því að allir fiskistofnar heimsins hrynji innan fimmtíu ára verði ekkert að gert. Þeir segja að nú þegar hafi um 30 prósent nytjastofna hafsins hrunið. Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir enga vá blasa við íslenskum fiskistofnum en auka verði skipulagða fiskveiðistjórnun í heiminum.

300 milljón króna niðurskurður til verknáms

Þingmenn stjórnarandstöðunnar saka stjórnarmeirihlutann um að svelta iðnnám í landinu með 300 milljón króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs. Stjórnarþingmenn segja unnið að leiðréttingu málsins í sátt og segja stjórnarandstöðuna með upphlaup að óþörfu.

Lögreglan varar við gylliboðum um vel launuð sölustörf

Ríkislögreglustjóri varar við gylliboðum um atvinnu sem auglýst eru víða á netsíðum um þessar mundir. Fólk sem telur sig vera að ráða sig til markaðsverkefna eða sölustarfa hefur setið eftir með sárt ennið þegar upp kemst að bankareikningar þeirra voru notaðir til peningaþvættis og auðgunarbrota. Grandalaust fólk situr uppi með reikninginn.

Sjá næstu 50 fréttir