Innlent

Sjaldgæfur fundur trúarleiðtoga

MYND/AP

Leiðtogi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Christodoulos erkibiskup, ætlar að hitta Benedikt sextánda páfa í Vatikaninu þann 14. desember næstkomandi. Slíkur fundur er fátíður enda hafa löngum verið litlir kærleikar með kirkjunum tveimur. Christodoulos ætlaði fyrir þremur árum að funda með Jóhannesi Páli II sem þá var páfi en þeim fundi var aflýst vegna veikinda páfa.

Sérstaklega hefur verið stirt milli kirkjanna tveggja eftir hrun Sovétríkjanna, þar sem rússneska rétttrúnaðarkirkjan sakar kaþólsku kirkjuna um að sækja of stíft inn á þeirra mið í Austur-Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×