Innlent

Neyðarkall fær góðar viðtökur

Neyðarkall björgunarsveita Landsbjargar hefur fengið prýðisgóðar undirtektir á fyrsta degi fjársöfnunarinnar. Í Kringlunni tók fólk vel á móti litla bjargvættinum enda kostar hann bara eitt þúsund krónur, sem renna til góðs málefnis. Landsbjargarmenn telja að þegar hafi selst hátt í 10 þúsund neyðarkallar, sem er rúmur þriðjungur af upplaginu.

Björgunarsveitarmenn munu ganga í hús víðast hvar úti á landi og í einhverjum hverfum í Reykjavík. Einnig verða neyðarkallarnir áfram til sölu í Kringlunni, Smáralind og fleiri fjölsóttum stöðum. Hægt er að nálgast neyðarkallinn fram á sunnudag, ef birgðir endast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×