Innlent

Sækist eftir 3.-4. sæti í forvali VG í Reykjavík og kraga

Myndlistarkonan Mireya Samper sækist eftir 3.-4. sæti í forvali VG í Reykjavík og kraga. Hún hefur verið varamaður í stjórn VG í Kópavogi undanfarin 2 ár en er nú nýkjörinn formaður þess félags.

Mireya er myndlistarkona og hefur undanfarin ár einnig starfað við fjölda verkefna á sviði kvikmyndalistar bæði á Íslandi og víða erlendis.

Mireya hefur einnig starfað að eflingu skáklistarinnar síðastliðin 4 ár á vettvangi Hróksins. Hún hefur vegna starfa sinna búið víða erlendis um lengri og skemmri tíma s.s. í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Indlandi og það hefur mótað sýn hennar á hennar eigið land, Ísland, tækifæri þess og hættur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×