Innlent

Keyrði á og stakk af á móti rauðu ljósi

MYND/Stefán Karlsson
Fólksbíll keyrði á annan á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar á áttunda tímanum í kvöld en stakk af frá verknaðinum. Kórónaði hann brotið með því að stinga af gegn rauðu ljósi. Enginn slasaðist en málið er samt sem áður litið alvarlegum augum og er í rannsókn hjá umferðardeild lögreglunnar. Vitni eru beðin um að hafa samband við lögregluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×