Innlent

Rússar falla frá kröfum um veiðieftirlitsmenn í togurum

MYND/Stefán Karlsson

Íslenskir togarar í Barentshafi, sem og togarar undir öðrum þjóðum, þurfa ekki að hafa rússneska veiðieftirlitsmenn um borð við veiðar, eins og Rússar höfðu krafist. Fréttavefurinn skip.is greinir frá því að Rússar hafi fallið frá þessari kröfu sinni í viðræðum norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar í dag.

 

Talsmaður norsku strandgæslunnar segir að umrædd krafa hafi komið verulega á óvart. Ef Rússar hefðu haldið henni til streitu hefði það haft í för með sér talsverðan kostnað fyrir útgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×