Innlent

Maður handtekinn á Akureyri vegna kynferðislegs ofbeldis við 10 ára telpu

Lögreglan á Akureyri handtók mann á vinnustað sínum fyrr í vikunni sem hafði beitt tíu ára telpu kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin. Telpan sagði mömmu sinni fyrir nokkrum dögum að maður hefði ítrekað átt við sig kynferðislega. Lögregla og barnayfirvöld voru samstundis látin vita og hafa fulltrúar Barnahúss rætt við telpuna.

Lögreglan brást skjótt við og handtók manninn á vinnustað sínum síðastliðinn þriðjudag. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við NFS nú undir kvöld að maðurinn hafi játað brot sín og tejist málið upplýst. Fyrir vikið þótti ekki ástæða til að hneppa manninn í gæsluvarðhald og gengur hann því laus.

Heimildir fréttastofu herma að hann hafi áður komið við sögu lögreglu. Líkur eru á að ákæra liggi fyrir innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×