Innlent

EGO fær viðurkenningu Orkuseturs fyrir að stuðla að eldsneytissparnaði

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, afhenti Jóhanni P. Jónssyni, framkvæmdastjóra EGO viðurkenninguna.
Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, afhenti Jóhanni P. Jónssyni, framkvæmdastjóra EGO viðurkenninguna. MYND/Getty

EGO sjálfsafgreiðslustöðvar hljóta viðurkenningu Orkuseturs fyrir að draga úr eldsneytisnotkun með því að bjóða ökumönnum tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða. Orkusetur áætlar að með bættri jöfnun lofts í hjólbörðum mætti spara Íslendingum um 500 milljónir króna á ári og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 12 þúsund tonn.

Hin nýja tegund tækjabúnaðar auðveldar ökumönnum til muna að fylgjast með loftþrýstingi, fínstilla hann og jafna. Orkunotkun landsmanna fer sífellt vaxandi og því skiptir sú aðhaldsþjónusta sem hér um ræðir miklu máli. Bætt nýting á eldsneytisnotkun bifreiða er jafnframt í takt við aðgerðaáætlun Evrópusambandsins sem skila á 20% orkusparnaði á næstu 15 árum. Það er áhersla m.a. lögð á aðgerðir sem stuðla að skilvirkari orkunotkun bifreiða og munu stífari kröfur verða gerðar um lágmörkun orkunotkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×