Innlent

Ganga gegn nauðgunum á miðnætti annað kvöld

Frá opnun átaksins nóvember gegn nauðgun.
Frá opnun átaksins nóvember gegn nauðgun. MYND/Heiða Helgadóttir

Jafningjafræðslan stendur fyrir hópgöngu niður Laugaveginn á miðnætti á aðfaranótt sunnudags nk. til að mótmæla nauðgunum og vekja athygli á baráttu samtakanna gegn kynferðislegu ofbeldi. Bifhjólasamtökin Sniglarnir munu einnig slást í för með Jafningjafræðslunni.

Jafningjafræðslan vill færa umræðuna frá fórnarlambinu yfir á gerandann, herða refsingar, auka löggæslu sem og að misneytingarfrumvarpið verði samþykkt.

Gangan hefst kl 24:00 á Hlemmi og endar á Ingólfstorgi eða í kjallara Hins Hússins ef veður er slæmt. Þar mun trúbadorinn Toggi leika lög af nýútgefinni plötu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×