Fleiri fréttir Spánverjar reyna að stemma stigu við flóttamönnum frá Afríku Dómsmálaráðherra Spánar, Lopez Aguilar, sagði í morgun eftir fundahald í Senegal, að Afríkuríki yrðu að reyna að stemma stigu við fjölda flóttamanna sem reyna að komast til Evrópu. 31.10.2006 11:48 Smygla fólki yfir Eyrarsundsbrúna Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið sjö manns í tengslum við það sem talið er umfangsmikið smygl á fólki til landsins. Fram kemur á vef Nyhedsavisen að lögregla hafi stöðvað fjórar smygltilraunir frá því á föstudag en í öll skiptin var reynt að smygla fólki frá Danmörku og yfir Eyrarsundsbrúna. 31.10.2006 11:17 Golfstraumurinn stoppaði í tíu daga árið 2004 Golfstraumurinn stöðvaðist í tíu daga í nóvember árið 2004, og enginn veit hvers vegna. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Bretlandi, í síðustu viku. Lengri stöðvun myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland. 31.10.2006 11:16 Olíufélagið og EGO lækka verð á eldsneyti Olíufélagið og EGO hafa ákveðið að lækka verð á eldsneyti. Ástæðurnar fyrir lækkuninni eru sagðar vera lækkandi heimsmarkaðsverð og styrkari staða krónunnar. 31.10.2006 11:16 Norður-Kórea að samningaborðinu á ný Norður-Kórea hefur samþykkt að setjast aftur að samningaborðinu til viðræðna við hinn svokallaða Sexveldnahóp samkvæmt fréttum frá Suður-Kóreu og Kína. 31.10.2006 11:06 Danske Bank on the Icelandic Economy 31.10.2006 11:01 Dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta konu. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hennar á þeim tíma sem brotið átti sér stað. 31.10.2006 10:59 Lögreglan í Marseille handtekur fimm ungmenni Lögreglan í Marseille í Frakklandi handtók í morgun fimm ungmenni vegna gruns um að þau hafi tekið þátt í árás á strætisvagn fyrr í vikunni, en ung kona hlaut brunasár á 70% líkama síns í árásinni. 31.10.2006 10:50 Valgerður fundar með norrænum starfsbræðrum sínum Valgerður Sverrisdóttir situr fund utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra norrænu ríkjanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefst í Kaupmannahöfn í dag og stendur fram á fimmtudag. 31.10.2006 10:48 Dýrkeypt gleymska í Víkurskarði Karlmaður á Norðurlandi komst að því í gær að það getur verið dýrt að vera gleyminn. Lögreglan á Akureyri ók fram á hann í Víkurskarði í gær en þar var hann á gangi með hagalabyssu. 31.10.2006 10:36 Írakar þurfa 100 milljarða dollara vegna uppbyggingarstarfs Alls er talið að Írakar eigi eftir að þurfa á um 100 milljarða dollara, sem samsvarar um 6.840 milljörðum íslenskra króna, að halda næstu fjögur til fimm árin til þess að endurbyggja innviði stjórnkerfisins. 31.10.2006 10:30 Methane Gas Cars 31.10.2006 10:23 Jón nýr framkvæmdastjóri VBS Jón Þórisson ráðinn hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka stað Jafets S. Ólafssonar sem hefur selt hlut sinn í fjárfestingarbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 31.10.2006 10:17 35 kínverskir námuverkamenn verða innlyksa 35 kínverskir námuverkamenn urðu innlyksa í morgun eftir gassprengingu í kolanámu í norðvesturhluta Kína samkvæmt fregnum frá kínversku fréttastofunni Xinhua. 31.10.2006 10:13 Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka. 31.10.2006 09:59 Viðvarandi rafmagnsleysi í Írak vegna árása Leyniskyttur og morðhótanir gera það að verkum að rafvirkjar í Írak fást ekki lengur til að gera við rafmagnslínur í höfuðborginni. Ekki hefur tekist að gera við aðveitulínur til höfuðborgarinnar vegna ofbeldismanna sem hóta iðnaðarmönnum. Íbúar Bagdad fá því stundum ekki rafmagn nema í tvo tíma á dag. 30.10.2006 23:39 Glasaungar til bjargar kóalakyninu Vísindamenn í Ástralíu kynntu í dag hóp af ungum kóalabjörnum sem eru afrakstur nýrrar glasafrjóvgunartækni. Kóalabirnir eru ekki í bráðri útrýmingarhættu en náttúruverndarstofnanir hafa tegundina þó á gátlista. 25 glasaungar hafa nú litið dagsins ljós, vísindamönnum og kóalaunnendum til mikillar gleði. 30.10.2006 23:30 Erfitt að fá starfsfólk í sláturhúsið í Búðardal Erfitt hefur reynst að fá fólk til vinnu í sláturhúsinu í Búðardal. Kaupfélag Skagfirðinga hyggst hefja þar sögun á lambakjöti fyrir jólin og jafnvel annars konar vinnslu, svo sem sultun og súrsun. Aðeins einn heimamaður fékkst til starfa á sláturtíðinni þannig að 8 Pólverjar voru ráðnir til að svíða hausa. Fréttavefurinn skessuhorn.is segir frá þessu. 30.10.2006 22:52 3 milljónir Íraka á vergangi vegna átakanna Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 3 milljónir flóttamanna hafi flúið heimili sín til þess að reyna að komast burt frá átakasvæðum í Írak. Aðrar hjálparstofnanir giska á svipðar tölur og allar telja að flóttamannastraumurinn fari sífellt vaxandi. Rúmlega 1,6 milljónir hafa flúið heimalandið en litlu færri eru á vergangi í Írak. 30.10.2006 22:39 Bretaprins hættir við að heimsækja Peshawar Karl Bretaprins hefur aflýst ferð sinni og Kamillu konu sinnar til Peshawar í norðvesturhluta Pakistans, samkvæmt ráðleggingum frá pakistönskum yfirvöldum. Opinberlega var engin ástæða gefin fyrir breytingunni önnur en ráðleggingar pakistanskra stjórnvalda, en líklega var óttast um öryggi prinsins eftir að sprengjuárás á grunnskóla varð 80 manns að bana í dag. 30.10.2006 22:15 73ja kílóa þungur skötuselur Norsk hjón settu heldur betur í þann stóra þegar þau lönduðu 73ja kílóa þungum skötusel í Þrándheimsfirði í gær. Eftir því sem segir á fréttavefnum skip.is er þetta einn stærsti skötuselur sem sögur fara af. Fiskurinn var 165 sm að lengd. Lögreglan á staðnum var fengin til að vigta fiskinn svo enginn dirfðist að véfengja fiskisöguna. 30.10.2006 22:00 Atvinnuleysi í Frakklandi ekki minna í 5 ár Atvinnuleysi í Frakklandi í september mældist hið lægsta í fimm ár, 8,8%. Þetta eru góðar fréttir fyrir ríkisstjórn Dominique de Villepins, sem hefur lagt einna mesta áherslu á að auka atvinnutækifæri. Atvinnuleysi í Frakklandi hefur minnkað um rúmlega eitt prósentustig á einu og hálfu ári, þó að ungt fólk eigi enn nokkuð erfitt með að fá vinnu. 30.10.2006 21:45 Spánverji laus úr haldi palestínskra mannræningja Spænskur maður sem vinnur hjá hjálparstofnun á Gaza-ströndinni í Palestínu var látinn laus úr haldi mannræningja sem rændu honum úr bíl hans fyrr í dag. Manninum var rænt rétt við Khan Younis í suðurhluta Palestínu. Spánverjinn, Roberto Villa Sexto, sem er 32ja ára, hefur unnið við hjálparstarf í Palestínu í tvö ár. 30.10.2006 21:30 Skipasmíðastöðvar hérlendis eiga undir högg að sækja Íslenskar skipasmíðastöðvar hafa ítrekað þurft að lúta í gras gagnvart Pólverjum. Kunnar eru deilur eftir að varðskipin voru send út til Póllands vegna breytinga. Svo litlu munaði á tilboði Slippstöðvarinnar sálugu á Akureyri og pólsku tilboðunum að sumir töldu óráð að sigla með skipin út. 30.10.2006 21:15 Avion Group hagnast um 10,5 milljarða á sölu Avion Group hefur selt eignir fyrir 34 milljarða króna og losað tíu og hálfan milljarð í hagnað. Leiguflugs- og ferðaþjónustuhluti félagsins var seldur í heild sinni. Þá keypti Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, og fleiri ríflega helminginn í því félagi sem sá um kaup og sölu flugvéla. 30.10.2006 21:00 Olmert styrkir stöðu ísraelsku stjórnarinnar Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra, um samstarf við hinn þjóðernissinnaða Yisrael Beitenu-flokk. Telja stjórnmálaskýrendur að það torveldi mögulegar friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna. Með tilkomu nýrra þingmanna eykst meirihluti ríkisstjórnarinnar um ellefu þingsæti. 30.10.2006 20:45 Nýtt fangelsi fyrir sex fanga á Pitcairn Bresk fangelsismálayfirvöld tilkynntu í gær að fljótlega yrði hafist handa við fangelsisbyggingu á eyjunni Pitcairn í Kyrrahafinu. Fangelsið er sérstaklega byggt fyrir sex eyjaskeggja sem voru dæmdir til fangavistar fyrir kynferðisafbrot í vor. Þessir sex eyjaskeggjar eru 10% af heildaíbúafjölda eyjarinnar. 30.10.2006 20:30 Kennarar vilja endurskoða samninga Kennarafélag Reykjavíkur segir launanefnd sveitarfélaga ekki hafa vilja eða skilning til að endurskoða kjarasamninga þó að efnahagsaðstæður hafi breyst. Heimild var fyrir því í kjarasamningum að endurskoða samninginn frá og með 1. september en fjórir fundir um samninginn hafa hingað til reynst árangurslausir. 30.10.2006 20:00 Þrír karlmenn í fjórum efstu hjá Samfylkingu í NV Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, og séra Karl V. Matthíasson, fyrrverandi þingmaður, eru sigurvegarar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þrír karlmenn eru í fjórum efstu sætum listans og eina þingkona flokksins í kjördæminu á ekki víst þingsæti eftir næstu kosningar. 30.10.2006 20:00 Varar við skiptingu Íraks og brotthvarfi Bandaríkjamanna Skipting Íraks myndi leiða til þjóðernishreinsana og gríðarmikilla bardaga á milli trúarhópa, að mati sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum. Hann varar einnig Bandaríkjamenn við því að yfirgefa Írak án fyrirvara. "Fyrst Bandaríkjamenn komu óboðnir til Íraks, ættu þeir ekki að fara frá Írak óboðnir," sagði furstinn Turki al-Faisal á blaðamannafundi eftir ræðu sem hann hélt í Washington í dag. 30.10.2006 19:53 Styttist í að Rússar geti gengið í WTO Embættismenn í Bandaríkjunum og Rússlandi segjast vera að ljúka samkomulagi sem gerir Rússum kleift að þiggja 13 ára gamalt boð um að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO. Tvíhliða samningar við Bandaríkin eru þrætuepli sem hefur í 13 ár hindrað það að Rússland gangi í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 30.10.2006 19:45 Ekstrablaðið heldur áfram að sverta íslensk fyrirtæki Geir Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra gefa lítið fyrir skrif danska Ekstrablaðsins um íslenska kaupsýslumenn. Ekstrablaðið skrifar í dag um danskan lögfræðing í stjórn íslenskra fyrirtækja og bendlar hann við peningaþvætti. 30.10.2006 19:15 Prófkjörið kostaði 80-90 milljónir Kostnaður, vegna prófkjörs frambjóðenda í nýloknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, er talinn nema áttatíu til níutíu milljónum króna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki síður ríkari ástæðu til þess að beina sjónum sínum að prófkjörskostnaði en fjármálum stjórnmálaflokkanna. 30.10.2006 19:13 Alheimskreppa ef ekkert að gert Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. 30.10.2006 19:00 Framkvæmdastjóri valinn á morgun Tilkynnt verður á morgun hver verði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Fastlega er búist við að það verði Halldór Ásgrímsson. Talið er að endanleg niðurstaða liggi fyrir eftir fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst í Kaupmannahöfn klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma en Norðurlandaráðsþing er nú haldið þar í borg. 30.10.2006 18:45 Fjármálaeftirlitið höfðar dómsmál Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlar að höfða dómsmál til að fá úrskurði kærunefndar hnekkt. Kærunefndin taldi að Fjármálaeftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka rétt ákveðinna stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent. 30.10.2006 18:32 Níu tennur fórnarkostnaður nauðgunar Níu tennur voru brotnar í fyrrverandi lögreglumanni sem reyndi að bjarga eiginkonu sinni þegar hópur manna gerði tilraun til að nauðga henni inni á salerni skemmtistaðar í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Mönnunum var sleppt eftir yfirheyrslur. Veitingastjóri staðarins segir að efla þurfi sýnilega löggæslu í miðbænum um helgar til að sporna gegn ofbeldi. 30.10.2006 17:57 Hisbollah vill nýja ríkisstjórn Líbönsku samtökin Hisbollah ætla að reyna allar diplómatískar leiðir til að mynda nýja ríkisstjórn, meðal annars með afsögn tveggja ráðherra flokksins og mótmælum á götum úti. Þingflokksformaður Hisbollah tilkynnti þetta í dag eftir viðræður með tveimur stærstu stjórnarandstöðuflokkunum í líbanska þinginu. 30.10.2006 17:55 Smábörn verða ekki bólusett fyrir flensu Ekki stendur til að bólusetja smábörn hér á landi gegn inflúensu en stór bandarísk rannsókn sýnir að þeim verður ekki meint af því. 30.10.2006 17:51 Karlmaður varð úti við Nesjavallaveg Rúmlega fertugur karlmaður fannst látinn vestan við Nesjavallarvirkjun í nótt. Talið er að hann hafi orðið úti. 30.10.2006 17:46 Berlusconi fyrir rétt Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið stefnt fyrir rétt vegna ákæru um spillingu. Saksóknari í Mílanó sakar Berlusconi um að greiða breska lögfræðingnum David Mills jafnvirði rúmlega fjörutíu og einnar milljónar íslenskra króna fyrir að þegja um eignarhald á fjölmiðlaveldi Berlusconis þegar hann var kallaður til vitnis í öðru máli. Báðir neita ásökununum. 30.10.2006 17:41 Metur KB banka á 578 milljarða króna Greiningardeild Landsbankans metur virði KB banka á 578 milljarða króna og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í bankanum. Þetta kemur fram Fókusi sem Landsbankinn hefur gefið út vegna afkomutalna KB banka á þriðja ársfjórðungi. 30.10.2006 17:19 Lést í sundlaug á Selfossi Maðurinn sem fannst látinn í sundlaug Sundhallar Selfoss þann 26. október síðastliðinn hét Ólafur Þór Ólafsson, til heimilis að Vallholti 12 á Selfossi. Hann var 42 ára, ókvæntur og barnlaus. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er beðið niðurstöðu réttarkrufningar. 30.10.2006 16:48 Spá áframhaldandi vexti á Norðurlöndunum Verg þjóðarframleiðsla á Norðulöndum eykst um 3,4 prósent á þessu ári og þrjú prósent á árinu 2007 sem er meira en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi fjármálaráðherra norrænu ríkjanna sem haldinn var í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn sem hófst í dag. 30.10.2006 16:44 Augusto Pinochet handtekinn í Chile 30.10.2006 16:39 Sjá næstu 50 fréttir
Spánverjar reyna að stemma stigu við flóttamönnum frá Afríku Dómsmálaráðherra Spánar, Lopez Aguilar, sagði í morgun eftir fundahald í Senegal, að Afríkuríki yrðu að reyna að stemma stigu við fjölda flóttamanna sem reyna að komast til Evrópu. 31.10.2006 11:48
Smygla fólki yfir Eyrarsundsbrúna Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið sjö manns í tengslum við það sem talið er umfangsmikið smygl á fólki til landsins. Fram kemur á vef Nyhedsavisen að lögregla hafi stöðvað fjórar smygltilraunir frá því á föstudag en í öll skiptin var reynt að smygla fólki frá Danmörku og yfir Eyrarsundsbrúna. 31.10.2006 11:17
Golfstraumurinn stoppaði í tíu daga árið 2004 Golfstraumurinn stöðvaðist í tíu daga í nóvember árið 2004, og enginn veit hvers vegna. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Bretlandi, í síðustu viku. Lengri stöðvun myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Ísland. 31.10.2006 11:16
Olíufélagið og EGO lækka verð á eldsneyti Olíufélagið og EGO hafa ákveðið að lækka verð á eldsneyti. Ástæðurnar fyrir lækkuninni eru sagðar vera lækkandi heimsmarkaðsverð og styrkari staða krónunnar. 31.10.2006 11:16
Norður-Kórea að samningaborðinu á ný Norður-Kórea hefur samþykkt að setjast aftur að samningaborðinu til viðræðna við hinn svokallaða Sexveldnahóp samkvæmt fréttum frá Suður-Kóreu og Kína. 31.10.2006 11:06
Dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta konu. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hennar á þeim tíma sem brotið átti sér stað. 31.10.2006 10:59
Lögreglan í Marseille handtekur fimm ungmenni Lögreglan í Marseille í Frakklandi handtók í morgun fimm ungmenni vegna gruns um að þau hafi tekið þátt í árás á strætisvagn fyrr í vikunni, en ung kona hlaut brunasár á 70% líkama síns í árásinni. 31.10.2006 10:50
Valgerður fundar með norrænum starfsbræðrum sínum Valgerður Sverrisdóttir situr fund utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra norrænu ríkjanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefst í Kaupmannahöfn í dag og stendur fram á fimmtudag. 31.10.2006 10:48
Dýrkeypt gleymska í Víkurskarði Karlmaður á Norðurlandi komst að því í gær að það getur verið dýrt að vera gleyminn. Lögreglan á Akureyri ók fram á hann í Víkurskarði í gær en þar var hann á gangi með hagalabyssu. 31.10.2006 10:36
Írakar þurfa 100 milljarða dollara vegna uppbyggingarstarfs Alls er talið að Írakar eigi eftir að þurfa á um 100 milljarða dollara, sem samsvarar um 6.840 milljörðum íslenskra króna, að halda næstu fjögur til fimm árin til þess að endurbyggja innviði stjórnkerfisins. 31.10.2006 10:30
Jón nýr framkvæmdastjóri VBS Jón Þórisson ráðinn hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka stað Jafets S. Ólafssonar sem hefur selt hlut sinn í fjárfestingarbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 31.10.2006 10:17
35 kínverskir námuverkamenn verða innlyksa 35 kínverskir námuverkamenn urðu innlyksa í morgun eftir gassprengingu í kolanámu í norðvesturhluta Kína samkvæmt fregnum frá kínversku fréttastofunni Xinhua. 31.10.2006 10:13
Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka. 31.10.2006 09:59
Viðvarandi rafmagnsleysi í Írak vegna árása Leyniskyttur og morðhótanir gera það að verkum að rafvirkjar í Írak fást ekki lengur til að gera við rafmagnslínur í höfuðborginni. Ekki hefur tekist að gera við aðveitulínur til höfuðborgarinnar vegna ofbeldismanna sem hóta iðnaðarmönnum. Íbúar Bagdad fá því stundum ekki rafmagn nema í tvo tíma á dag. 30.10.2006 23:39
Glasaungar til bjargar kóalakyninu Vísindamenn í Ástralíu kynntu í dag hóp af ungum kóalabjörnum sem eru afrakstur nýrrar glasafrjóvgunartækni. Kóalabirnir eru ekki í bráðri útrýmingarhættu en náttúruverndarstofnanir hafa tegundina þó á gátlista. 25 glasaungar hafa nú litið dagsins ljós, vísindamönnum og kóalaunnendum til mikillar gleði. 30.10.2006 23:30
Erfitt að fá starfsfólk í sláturhúsið í Búðardal Erfitt hefur reynst að fá fólk til vinnu í sláturhúsinu í Búðardal. Kaupfélag Skagfirðinga hyggst hefja þar sögun á lambakjöti fyrir jólin og jafnvel annars konar vinnslu, svo sem sultun og súrsun. Aðeins einn heimamaður fékkst til starfa á sláturtíðinni þannig að 8 Pólverjar voru ráðnir til að svíða hausa. Fréttavefurinn skessuhorn.is segir frá þessu. 30.10.2006 22:52
3 milljónir Íraka á vergangi vegna átakanna Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 3 milljónir flóttamanna hafi flúið heimili sín til þess að reyna að komast burt frá átakasvæðum í Írak. Aðrar hjálparstofnanir giska á svipðar tölur og allar telja að flóttamannastraumurinn fari sífellt vaxandi. Rúmlega 1,6 milljónir hafa flúið heimalandið en litlu færri eru á vergangi í Írak. 30.10.2006 22:39
Bretaprins hættir við að heimsækja Peshawar Karl Bretaprins hefur aflýst ferð sinni og Kamillu konu sinnar til Peshawar í norðvesturhluta Pakistans, samkvæmt ráðleggingum frá pakistönskum yfirvöldum. Opinberlega var engin ástæða gefin fyrir breytingunni önnur en ráðleggingar pakistanskra stjórnvalda, en líklega var óttast um öryggi prinsins eftir að sprengjuárás á grunnskóla varð 80 manns að bana í dag. 30.10.2006 22:15
73ja kílóa þungur skötuselur Norsk hjón settu heldur betur í þann stóra þegar þau lönduðu 73ja kílóa þungum skötusel í Þrándheimsfirði í gær. Eftir því sem segir á fréttavefnum skip.is er þetta einn stærsti skötuselur sem sögur fara af. Fiskurinn var 165 sm að lengd. Lögreglan á staðnum var fengin til að vigta fiskinn svo enginn dirfðist að véfengja fiskisöguna. 30.10.2006 22:00
Atvinnuleysi í Frakklandi ekki minna í 5 ár Atvinnuleysi í Frakklandi í september mældist hið lægsta í fimm ár, 8,8%. Þetta eru góðar fréttir fyrir ríkisstjórn Dominique de Villepins, sem hefur lagt einna mesta áherslu á að auka atvinnutækifæri. Atvinnuleysi í Frakklandi hefur minnkað um rúmlega eitt prósentustig á einu og hálfu ári, þó að ungt fólk eigi enn nokkuð erfitt með að fá vinnu. 30.10.2006 21:45
Spánverji laus úr haldi palestínskra mannræningja Spænskur maður sem vinnur hjá hjálparstofnun á Gaza-ströndinni í Palestínu var látinn laus úr haldi mannræningja sem rændu honum úr bíl hans fyrr í dag. Manninum var rænt rétt við Khan Younis í suðurhluta Palestínu. Spánverjinn, Roberto Villa Sexto, sem er 32ja ára, hefur unnið við hjálparstarf í Palestínu í tvö ár. 30.10.2006 21:30
Skipasmíðastöðvar hérlendis eiga undir högg að sækja Íslenskar skipasmíðastöðvar hafa ítrekað þurft að lúta í gras gagnvart Pólverjum. Kunnar eru deilur eftir að varðskipin voru send út til Póllands vegna breytinga. Svo litlu munaði á tilboði Slippstöðvarinnar sálugu á Akureyri og pólsku tilboðunum að sumir töldu óráð að sigla með skipin út. 30.10.2006 21:15
Avion Group hagnast um 10,5 milljarða á sölu Avion Group hefur selt eignir fyrir 34 milljarða króna og losað tíu og hálfan milljarð í hagnað. Leiguflugs- og ferðaþjónustuhluti félagsins var seldur í heild sinni. Þá keypti Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, og fleiri ríflega helminginn í því félagi sem sá um kaup og sölu flugvéla. 30.10.2006 21:00
Olmert styrkir stöðu ísraelsku stjórnarinnar Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra, um samstarf við hinn þjóðernissinnaða Yisrael Beitenu-flokk. Telja stjórnmálaskýrendur að það torveldi mögulegar friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna. Með tilkomu nýrra þingmanna eykst meirihluti ríkisstjórnarinnar um ellefu þingsæti. 30.10.2006 20:45
Nýtt fangelsi fyrir sex fanga á Pitcairn Bresk fangelsismálayfirvöld tilkynntu í gær að fljótlega yrði hafist handa við fangelsisbyggingu á eyjunni Pitcairn í Kyrrahafinu. Fangelsið er sérstaklega byggt fyrir sex eyjaskeggja sem voru dæmdir til fangavistar fyrir kynferðisafbrot í vor. Þessir sex eyjaskeggjar eru 10% af heildaíbúafjölda eyjarinnar. 30.10.2006 20:30
Kennarar vilja endurskoða samninga Kennarafélag Reykjavíkur segir launanefnd sveitarfélaga ekki hafa vilja eða skilning til að endurskoða kjarasamninga þó að efnahagsaðstæður hafi breyst. Heimild var fyrir því í kjarasamningum að endurskoða samninginn frá og með 1. september en fjórir fundir um samninginn hafa hingað til reynst árangurslausir. 30.10.2006 20:00
Þrír karlmenn í fjórum efstu hjá Samfylkingu í NV Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, og séra Karl V. Matthíasson, fyrrverandi þingmaður, eru sigurvegarar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þrír karlmenn eru í fjórum efstu sætum listans og eina þingkona flokksins í kjördæminu á ekki víst þingsæti eftir næstu kosningar. 30.10.2006 20:00
Varar við skiptingu Íraks og brotthvarfi Bandaríkjamanna Skipting Íraks myndi leiða til þjóðernishreinsana og gríðarmikilla bardaga á milli trúarhópa, að mati sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum. Hann varar einnig Bandaríkjamenn við því að yfirgefa Írak án fyrirvara. "Fyrst Bandaríkjamenn komu óboðnir til Íraks, ættu þeir ekki að fara frá Írak óboðnir," sagði furstinn Turki al-Faisal á blaðamannafundi eftir ræðu sem hann hélt í Washington í dag. 30.10.2006 19:53
Styttist í að Rússar geti gengið í WTO Embættismenn í Bandaríkjunum og Rússlandi segjast vera að ljúka samkomulagi sem gerir Rússum kleift að þiggja 13 ára gamalt boð um að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO. Tvíhliða samningar við Bandaríkin eru þrætuepli sem hefur í 13 ár hindrað það að Rússland gangi í Alþjóðaviðskiptastofnunina. 30.10.2006 19:45
Ekstrablaðið heldur áfram að sverta íslensk fyrirtæki Geir Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra gefa lítið fyrir skrif danska Ekstrablaðsins um íslenska kaupsýslumenn. Ekstrablaðið skrifar í dag um danskan lögfræðing í stjórn íslenskra fyrirtækja og bendlar hann við peningaþvætti. 30.10.2006 19:15
Prófkjörið kostaði 80-90 milljónir Kostnaður, vegna prófkjörs frambjóðenda í nýloknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, er talinn nema áttatíu til níutíu milljónum króna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki síður ríkari ástæðu til þess að beina sjónum sínum að prófkjörskostnaði en fjármálum stjórnmálaflokkanna. 30.10.2006 19:13
Alheimskreppa ef ekkert að gert Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. 30.10.2006 19:00
Framkvæmdastjóri valinn á morgun Tilkynnt verður á morgun hver verði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Fastlega er búist við að það verði Halldór Ásgrímsson. Talið er að endanleg niðurstaða liggi fyrir eftir fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst í Kaupmannahöfn klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma en Norðurlandaráðsþing er nú haldið þar í borg. 30.10.2006 18:45
Fjármálaeftirlitið höfðar dómsmál Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlar að höfða dómsmál til að fá úrskurði kærunefndar hnekkt. Kærunefndin taldi að Fjármálaeftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka rétt ákveðinna stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent. 30.10.2006 18:32
Níu tennur fórnarkostnaður nauðgunar Níu tennur voru brotnar í fyrrverandi lögreglumanni sem reyndi að bjarga eiginkonu sinni þegar hópur manna gerði tilraun til að nauðga henni inni á salerni skemmtistaðar í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Mönnunum var sleppt eftir yfirheyrslur. Veitingastjóri staðarins segir að efla þurfi sýnilega löggæslu í miðbænum um helgar til að sporna gegn ofbeldi. 30.10.2006 17:57
Hisbollah vill nýja ríkisstjórn Líbönsku samtökin Hisbollah ætla að reyna allar diplómatískar leiðir til að mynda nýja ríkisstjórn, meðal annars með afsögn tveggja ráðherra flokksins og mótmælum á götum úti. Þingflokksformaður Hisbollah tilkynnti þetta í dag eftir viðræður með tveimur stærstu stjórnarandstöðuflokkunum í líbanska þinginu. 30.10.2006 17:55
Smábörn verða ekki bólusett fyrir flensu Ekki stendur til að bólusetja smábörn hér á landi gegn inflúensu en stór bandarísk rannsókn sýnir að þeim verður ekki meint af því. 30.10.2006 17:51
Karlmaður varð úti við Nesjavallaveg Rúmlega fertugur karlmaður fannst látinn vestan við Nesjavallarvirkjun í nótt. Talið er að hann hafi orðið úti. 30.10.2006 17:46
Berlusconi fyrir rétt Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið stefnt fyrir rétt vegna ákæru um spillingu. Saksóknari í Mílanó sakar Berlusconi um að greiða breska lögfræðingnum David Mills jafnvirði rúmlega fjörutíu og einnar milljónar íslenskra króna fyrir að þegja um eignarhald á fjölmiðlaveldi Berlusconis þegar hann var kallaður til vitnis í öðru máli. Báðir neita ásökununum. 30.10.2006 17:41
Metur KB banka á 578 milljarða króna Greiningardeild Landsbankans metur virði KB banka á 578 milljarða króna og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í bankanum. Þetta kemur fram Fókusi sem Landsbankinn hefur gefið út vegna afkomutalna KB banka á þriðja ársfjórðungi. 30.10.2006 17:19
Lést í sundlaug á Selfossi Maðurinn sem fannst látinn í sundlaug Sundhallar Selfoss þann 26. október síðastliðinn hét Ólafur Þór Ólafsson, til heimilis að Vallholti 12 á Selfossi. Hann var 42 ára, ókvæntur og barnlaus. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er beðið niðurstöðu réttarkrufningar. 30.10.2006 16:48
Spá áframhaldandi vexti á Norðurlöndunum Verg þjóðarframleiðsla á Norðulöndum eykst um 3,4 prósent á þessu ári og þrjú prósent á árinu 2007 sem er meira en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi fjármálaráðherra norrænu ríkjanna sem haldinn var í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn sem hófst í dag. 30.10.2006 16:44
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent