Innlent

Þrír karlmenn í fjórum efstu hjá Samfylkingu í NV

Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, og séra Karl V. Matthíasson, fyrrverandi þingmaður, eru sigurvegarar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þrír karlmenn eru í fjórum efstu sætum listans og eina þingkona flokksins í kjördæminu á ekki víst þingsæti eftir næstu kosningar.

Guðbjartur var í bæjarmálapólitíkinni á Akranesi á síðasta áratug, en hefur ekki áður sóst eftir þingsæti. Hann hreppti efsta sætið. Séra Karl V. Matthíasson fyrrverandi þingmaður, sem flokksmenn höfnuðu á sínum tíma til áframhaldandi þingsetu, varð í örðu sæti.

Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður frá Sauðárkróki, sem varð í öðru sæti síðast lenti í þriðja sæti og Sigurður Pétursson, sem verið hefur virkur í bæjarmálapóliktíkinni á Ísafirði varð í fjórða sæti. Alls buðu ellefu sig fram, þar af fimm til að leiða listann. Aðeins var kosið um fjögur efstu sætin.

Jóhann Ársælsson skipaði fyrsta sætið fyrir síðustu kosningar, en hann gefur ekki kost á sér nú. Anna Krístín var í öðru sæti, en lendir nú í þriðja. Samfylkingin hefur tvo þingmenn í kjördæminu. Framan af talningunni var Anna Krístín í öðru og og Helga Vala Helgadóttir í því þriðja, en undir lokin ýtti karl Önnu Kristínu niður um eitt sæti og Sigurður blandaði sér í fjögurra manna hópinn á kostnað Helgu Völu. Það eru því þrír karlmenn í fjórum efstu sætum Samfylkingarinnar á Norðurlandi Vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×