Innlent

Avion Group hagnast um 10,5 milljarða á sölu

Frá aðalfundi Avion Group.
Frá aðalfundi Avion Group. MYND/Daníel Rúnarsson

Avion Group hefur selt eignir fyrir 34 milljarða króna og losað tíu og hálfan milljarð í hagnað. Leiguflugs- og ferðaþjónustuhluti félagsins var seldur í heild sinni. Þá keypti Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, og fleiri ríflega helminginn í því félagi sem sá um kaup og sölu flugvéla.

Ein af meginstoðum Avion Group hefur verið seld en þetta er XL Leisure group sem var leiguflugs- og ferðaþjónustuhluti Avion. Söluverðið er ríflega 30 milljarðar og söluhagnaður 7,3 milljarðar. Meðal eigna var Excel airways. Hópur fjárfesta með forstjóra XL Leisure í forsvari keypti þennan pakka. Þá var seldur helmingurinn í Avion Aircraft Trading sem hefur keypt 24 flugvélar en kjarninn í starfseminni er kaup og sala flugvéla.

Mikil verðmæti felast þar í kauprétti á ókláruðum flugvélum sem félagið hefur tryggt sér. Kaupendurnir eru meðal annars Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta og Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður þessa hluta Avion. Þetta skilar Avion Group 3,2 millörðum króna - þannig að sala dagsins er að færa félaginu 10,5 milljörðum í söluhagnað.

Salan bætir bókfærða stöðu Avion Group verulega - ekki síst með sölu á Avion Aircraft trading sem aðeins var metið á 200 milljónir króna í bókum félagsins. Helmingurinn er nú seldur á 3,2 milljarða og verðgildi þess hluta sem eftir fer er þá sama fjárhæð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×