Innlent

Erfitt að fá starfsfólk í sláturhúsið í Búðardal

Búðardalur undir snjóþekju.
Búðardalur undir snjóþekju. MYND/Pjetur Sigurðsson

Erfitt hefur reynst að fá fólk til vinnu í sláturhúsinu í Búðardal. Kaupfélag Skagfirðinga hyggst hefja þar sögun á lambakjöti fyrir jólin og jafnvel annars konar vinnslu, svo sem sultun og súrsun. Aðeins einn heimamaður fékkst til starfa á sláturtíðinni þannig að 8 Pólverjar voru ráðnir til að svíða hausa. Fréttavefurinn skessuhorn.is segir frá þessu.

Talsvert magn af kjöti bíður sögunar í sláturhúsinu en vinnslan þar ræðst af því hvort starfsfólk fæst til að vinnu. Þykir þetta þó bera atvinnuástandi í Dölunum gott vitni.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×