Fleiri fréttir Búið að opna aftur fyrir umferð Búið er að opna aftur fyrir umferð um gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu en búið er að stöðva vatnsflauminn. 30.10.2006 15:09 Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna aftur en lögreglan bendir vegfarendum á að hægt er að keyra í gegnum Grafarvog og Árbæ. 30.10.2006 14:57 Ástarnorn varð að endurgreiða þóknun Þýsk kona hefur unnið mál gegn "Ástarnorn" sem hafði þegið fé fyrir að fá kærasta konunnar til að snúa til hennar aftur, eftir að slitnaði upp úr sambandinu 30.10.2006 14:41 Fannst látinn í Dyrdal Maðurinn sem fannst látinn í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun um miðnætti í nótt hét Jóhann Haraldsson, til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfoss. 30.10.2006 14:38 Kafa í skipsflak Svartskeggs sjóræningja Bandarískir fornleifafræðingar eru nú að kafa undan ströndum Norður-Karólínu, til þess að skoða skipsflak sem þeir telja vera flaggskip Svartskeggs sjóræningja. 30.10.2006 14:17 Bílvelta á Möðrudalsöræfum Bíll valt á Möðrudalsöræfum í morgun. Þrír voru í bílnum og voru þeir allir fluttir á Egilsstaði til læknisskoðunar. Lögreglan segir mikla hálku hafa verið á veginum í morgun og leiðinlegt veður. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan fólksins. 30.10.2006 14:10 Kærir Ekstra Bladet fyrir kynþáttafordóma í garð Íslendinga Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sagnfræðingur sem starfar í Danmörku, hefur kært danska dagblaðið Extra Bladet til lögreglu fyrir kynþáttafordóma í tengslum við umfjöllun blaðsins um viðskiptahætti íslenskra fyrirtækja í Danmörku. 30.10.2006 14:09 Á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi Liðlega sautján ára pilts bíður ökuleyfissvipting og 60 þúsund króna sekt eftir að hann var tekinn fyrir að hafa ekið á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi um helgina. 30.10.2006 13:48 Forseti Ísraels neitar að víkja Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur neitað að segja af sér meðan saksóknarar skoða hvort eigi að leggja fram ákærur á hendur honum um nauðganir og kynferðislega áreitni. 30.10.2006 13:44 Steinunn Þóra sækist eftir 4. sætinu hjá VG á höfuðborgarsvæðinu Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sætið í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmin. 30.10.2006 13:39 Vilja að múslimaklerkur dragi sig í hlé Hart er lagt að áströlskum múslimaklerki að segja af sér, eftir að hann lýsti því yfir í predikun að fáklæddar konur væru að biðja um að þeim væri nauðgað. 30.10.2006 13:21 Beðið úrslita í Kongó Síðari umferð forsetakosninganna í Kongó fór fram í gær og stóð baráttan milli sitjandi forseta og fyrrverandi leiðtoga uppreisnarmanna. Þetta voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu rúma fjóra áratugi. Verið er að telja atkvæði nú og endanlegra úrslita að vænta í lok vikunnar. 30.10.2006 13:15 Una María sækist eftir 2. sæti í Kraganum Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Framsóknflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi í kjördæminu um næstu helgi en kosið verður í sex efstu sætin. 30.10.2006 13:11 Hungruðum fækkar ekki Tíu árum eftir að leiðtogar heimsbyggðarinnar strengdu þess heit að fækka hungruðum um helming, hefur lítið gerst, samkvæmt nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 30.10.2006 13:10 The oldest Icelander passed away 30.10.2006 13:05 Kynferðisbrotadeild tekur til starfa Kynferðisbrotadeild tekur til starfa í byrjun næsta árs þegar lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu verða sameinuð. Guðbjartsdóttir, einn af lögmönnum neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota, fagnar þessu. 30.10.2006 13:00 Segir stjórnendur KB Banka í felum Danska Ekstrabladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. 30.10.2006 13:00 Afgerandi sigur Luis Inacio Lula da Silva var endurkjörinn forseti Brasilíu með miklum meirihluta atkvæða um liðna helgi. Búið er að telja nærri því öll atkvæði og hlaut Da Silva um 61% atkvæða. Þetta var síðari umferð kosninganna þar sem valið stóð á milli sitjandi forseta og Geraldo Alckmin, fyrrverandi ríkisstjóra í Sao Paulo. 30.10.2006 12:45 Misþyrmdu manni sem reyndi að verja eiginkonu sína Fjórir erlendir karlmenn, sem brutu upp hurð á kvennasalerni á veitingastað í Reykjavík í fyrrinótt og réðust þar á konu, misþyrmdu eiginmanni hennar þegar hann kom henni til hjálpar. 30.10.2006 12:16 Alvarleg kreppa yfirvofandi ef ekkert að gert Loftslagsbreytingar gætu valdið miklum samdrætti í alþjóðlegu efnahagslífi og kostnaður vegna þess orðið jafnvirði tæplega fimm hundruð biljóna íslenskra króna verði ekkert að gert. Þetta kemur fram í skýrslu bresks hagfræðings sem unnin er fyrir bresk stjórnvöld og birt í dag. 30.10.2006 12:15 Lést í eldsvoða í Grindavík Maðurinn sem lést í eldsvoða í Grindavík í gærmorgun hét Stefán Karl Kristinsson. Hann var þrjátíu og sex ára og lætur eftir sig fimmtán ára dóttur. 30.10.2006 12:09 Tony Blair ræður Al Gore í vinnu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna sem ráðgjafa ríkisstjórnar sinnar í umhverfismálum. 30.10.2006 11:43 Kjósendur í Serbíu samþykkja nýja stjórnarskrá Dagblöð í Serbíu flytja fregnir af því í dag að kjósendur hafi samþykkt nýja stjórnarskrá sem kveður á um að Kosovo sé órjúfanlegur hluti Serbíu. Íbúar í Kosovo fengu þó ekki að taka þátt í kosningunni. 30.10.2006 11:41 Kongólskur hermaður skýtur tvo til bana Kongólskur hermaður skaut tvo starfsmenn kosninganna í Kongó til bana í morgun eftir að kosningunum hafði lokið. Talið er að hermaðurinn hafi verið drukkinn. 30.10.2006 11:26 Lögfræðingur Saddams gengur út úr réttarsal Aðallögfræðingur Saddams Hussein gekk í dag út úr réttarsalnum eftir að hafa lagt fram lista með tólf kröfum sem hann vildi að yrði fullnægt áður en réttarhaldið myndi halda áfram. 30.10.2006 10:59 Kæra útgáfu framkvæmdaleyfis á Stóra-Skarðsmýrarfjalli Landvernd hefur, ásamt Eldhestum og Birni Pálssyni, kært útgáfu sveitarfélagsins Ölfuss á framkvæmdaleyfi á Stóra-Skarðsmýrarfjalli. Vilja þessir aðilar að leyfið verði ógilt þar sem útgáfan samræmist ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. 30.10.2006 10:54 Mecom þarf að reka eittþúsund starfsmenn Breska fjölmiðlasamsteypan Mecom, sem keppti við Dagsbrún um kaup á norska fjölmiðlarisanum Orkla Media, þarf að reka minnst eittþúsund starfsmenn til þess að dæmið gangi upp, að sögn norska blaðsins Aftenposten. 30.10.2006 10:46 Höfða mál vegna síðari heimsstyrjaldarinnar 30.10.2006 10:30 Tveir handteknir í Mosfellsbæ fyrir þjófnað á byggingarefni Lögregla handtók tvo menn í Mosfellsbæ í nótt þar sem þeir voru að stela byggingarefni úr nýbyggingum. 30.10.2006 10:19 Fannst látinn vestan Nesjavallavirkjunar Rúmlega fertugur karlmaður virðist hafa orðið úti í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun á fimmtudag en björgunarsveitarmenn fundu líkið af honum um miðnætti í nótt. 30.10.2006 10:15 Síldarveiðiskip hafa náð öllum kvóta sínum Síldarvertíðirnar hér við land eru farnar að renna út í eitt, en veiðunum úr norsk-íslenska stofninum telst formlega lokið. Skipin náðu öllum kvóta sínum. 30.10.2006 10:02 Framsókn stillir upp í Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður ákváðu í gær á fundi sínum að stilla upp á lista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji leiða listann. 30.10.2006 09:57 Kínverjar funda með leiðtogum Suðaustur-Asíuríkja Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao átti fund með leiðtogum Suðaustur-Asíuríkja í kínversku borginni Nanning í morgun. Með þessu eru Kínverjar að sýna aukin áhrif sín á svæðinu. 30.10.2006 09:56 Pakistanski herinn gerir árás á þjálfunarbúðir Al Kaída Allt að 80 íslamskir vígamenn biðu bana í árás pakistanska hersins á íslamskan skóla sem var rekinn af stuðningsmanni Talibana. 30.10.2006 09:48 Unnur Birna greinir frá árás inn á heimili sitt Í tímaritinu Ísafold, sem kemur út í fyrsta sinn á morgun, greinir fegurðardrottningin Unnur Birna frá árás sem hún og fyrrverandi unnusti hennar urðu fyrir á heimili hennar. Fleiri tímarit frá útgáfufélaginu Fögrudyrum eru væntanleg í lok vetrar 29.10.2006 18:45 Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. 29.10.2006 18:30 Hvalur 9 skaut hval 5 Fimmta langreyðurin á þessari vertíð er veidd og væntanlegt að komið verið með hana til lands um klukkan ellefu í fyrramálið. Hvalurinn sem nú veiddist er fyrsti tarfurinn af þeim fimm sem búið er að veiða nú. Hann veiddist á sömu slóðum og hinir fjórir, eða um 130 mílur vestur af Snæfellsnesi. Leyft er að veiða níu hvali á þessari vertíð og með þessu áframhaldi má ætla að hvalbáturinn Hvalur 9 klári kvótann áður en langt um líður. 29.10.2006 16:21 Leiðtogi Múslíma í Nígeríu fórst í flugslysi Leiðtogi Múslíma í Nígeríu fórst í flugslysi þar dag. Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 737 frá nígeríska flugfélaginu ADC, hrapaði í flugtaki nærri höfuðborginni Abuja. Múslímaleiðtoginn, súltáninn Mohammadu Maccido og tveir þingmenn voru meðal þeirra rúmlega 100 sem létu lífið, en talið er að fjórir hafi komist lífs af. 29.10.2006 15:55 Bradshaw flokkar ekki ruslið sitt Ben Bradshaw umhverfisráðherra Bretlands, og einn harðasti gagnrýnandi íslenskra hvalveiða, er tekinn á beinið í Daily Mail í dag fyrir að fara ekki eftir eigin endurnýtingarreglum í sorphirðunni heima hjá sér. Blaðið birtir myndir af húsi ráðherrans, og ruslapokum þar fyrir utan, sem eiga að sýna að ráðherrann flokki ekki endurnýtinanlegt sorp frá öðru rusli. 29.10.2006 15:06 Endurkoma Schwarzeneggers Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. 29.10.2006 13:54 Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli látin 29.10.2006 12:56 Brennuvargar hvattir til að gefa sig fram Móðir eins slökkviliðsmannsins sem fórst í skógar- og kjarreldunum í Suður-Kaliforníu um helgina hvetur þá sem kveiktu eldana til að gefa sig fram við lögreglu. Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi í eldunum og einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. 29.10.2006 12:50 Kastró á batavegi Fídel Kastró, forseti Kúbu kom fram í sjónvarpi í heimalandi sínu í gær í fyrsta sinn í rúman mánuð. Forsetinn, sem varð áttræður í ár, hefur verið að jafna sig eftir erfiða aðgerð. Hann gekk um gólf á upptökunni sem sýnd var og sagði sögur af andláti sínu stórlega ýktar. 29.10.2006 12:47 Maður lést í eldsvoða í Grindavík í nótt Maður á fertugsaldri lést í eldsvoða í Grindavík í nótt. Tvær stúlkur, dóttir mannsins og vinkona hennar komust af sjálfsdáðum út úr húsinu, sem stendur við Heiðarhraun í Grindavík. Stúlkurnar voru fluttar á slysadeild en voru útskrifaðar skömmu síðar. Eldsupptök verða rannsökuð nánar í dag. 29.10.2006 12:02 Klukkunni í Evrópu og Ameríku seinkað í nótt Vetrartími var tekinn upp í Bandaríkjunum og Evrópu í nótt, og klukkunni seinkað um eina klukkustund. Íslenskur tími er sem fyrr óbreyttur og nú er klukkan til dæmis einni klukkustund á undan í Kaupmannahöfn og París, en sami tími er í nú London og Reykjavík. Klukkan á austurströnd Bandaríkjanna er fimm tímum á eftir íslensku klukkunni. Evrópa og Ameríka leggja af sumartíma aðfaranótt síðasta sunnudags í október. 29.10.2006 11:53 Sjá næstu 50 fréttir
Búið að opna aftur fyrir umferð Búið er að opna aftur fyrir umferð um gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu en búið er að stöðva vatnsflauminn. 30.10.2006 15:09
Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð Gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar eru lokuð. Kaldavatnsæð fór í sundur þegar verið var að grafa á svæðinu. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna aftur en lögreglan bendir vegfarendum á að hægt er að keyra í gegnum Grafarvog og Árbæ. 30.10.2006 14:57
Ástarnorn varð að endurgreiða þóknun Þýsk kona hefur unnið mál gegn "Ástarnorn" sem hafði þegið fé fyrir að fá kærasta konunnar til að snúa til hennar aftur, eftir að slitnaði upp úr sambandinu 30.10.2006 14:41
Fannst látinn í Dyrdal Maðurinn sem fannst látinn í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun um miðnætti í nótt hét Jóhann Haraldsson, til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfoss. 30.10.2006 14:38
Kafa í skipsflak Svartskeggs sjóræningja Bandarískir fornleifafræðingar eru nú að kafa undan ströndum Norður-Karólínu, til þess að skoða skipsflak sem þeir telja vera flaggskip Svartskeggs sjóræningja. 30.10.2006 14:17
Bílvelta á Möðrudalsöræfum Bíll valt á Möðrudalsöræfum í morgun. Þrír voru í bílnum og voru þeir allir fluttir á Egilsstaði til læknisskoðunar. Lögreglan segir mikla hálku hafa verið á veginum í morgun og leiðinlegt veður. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan fólksins. 30.10.2006 14:10
Kærir Ekstra Bladet fyrir kynþáttafordóma í garð Íslendinga Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sagnfræðingur sem starfar í Danmörku, hefur kært danska dagblaðið Extra Bladet til lögreglu fyrir kynþáttafordóma í tengslum við umfjöllun blaðsins um viðskiptahætti íslenskra fyrirtækja í Danmörku. 30.10.2006 14:09
Á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi Liðlega sautján ára pilts bíður ökuleyfissvipting og 60 þúsund króna sekt eftir að hann var tekinn fyrir að hafa ekið á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi um helgina. 30.10.2006 13:48
Forseti Ísraels neitar að víkja Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur neitað að segja af sér meðan saksóknarar skoða hvort eigi að leggja fram ákærur á hendur honum um nauðganir og kynferðislega áreitni. 30.10.2006 13:44
Steinunn Þóra sækist eftir 4. sætinu hjá VG á höfuðborgarsvæðinu Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sætið í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmin. 30.10.2006 13:39
Vilja að múslimaklerkur dragi sig í hlé Hart er lagt að áströlskum múslimaklerki að segja af sér, eftir að hann lýsti því yfir í predikun að fáklæddar konur væru að biðja um að þeim væri nauðgað. 30.10.2006 13:21
Beðið úrslita í Kongó Síðari umferð forsetakosninganna í Kongó fór fram í gær og stóð baráttan milli sitjandi forseta og fyrrverandi leiðtoga uppreisnarmanna. Þetta voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu rúma fjóra áratugi. Verið er að telja atkvæði nú og endanlegra úrslita að vænta í lok vikunnar. 30.10.2006 13:15
Una María sækist eftir 2. sæti í Kraganum Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður Framsóknflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi í kjördæminu um næstu helgi en kosið verður í sex efstu sætin. 30.10.2006 13:11
Hungruðum fækkar ekki Tíu árum eftir að leiðtogar heimsbyggðarinnar strengdu þess heit að fækka hungruðum um helming, hefur lítið gerst, samkvæmt nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 30.10.2006 13:10
Kynferðisbrotadeild tekur til starfa Kynferðisbrotadeild tekur til starfa í byrjun næsta árs þegar lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu verða sameinuð. Guðbjartsdóttir, einn af lögmönnum neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota, fagnar þessu. 30.10.2006 13:00
Segir stjórnendur KB Banka í felum Danska Ekstrabladet segir að stjórnendur Kaupþings banka hafi farið í felur eftir skrif blaðsins í gær um það sem blaðið kallar skattasniðgöngukerfi bankans. Í dag birti blaðið frétt um danskan lögfræðing sem starfar með Íslendingum og er sagður viðriðinn mál um peningaþvætti. 30.10.2006 13:00
Afgerandi sigur Luis Inacio Lula da Silva var endurkjörinn forseti Brasilíu með miklum meirihluta atkvæða um liðna helgi. Búið er að telja nærri því öll atkvæði og hlaut Da Silva um 61% atkvæða. Þetta var síðari umferð kosninganna þar sem valið stóð á milli sitjandi forseta og Geraldo Alckmin, fyrrverandi ríkisstjóra í Sao Paulo. 30.10.2006 12:45
Misþyrmdu manni sem reyndi að verja eiginkonu sína Fjórir erlendir karlmenn, sem brutu upp hurð á kvennasalerni á veitingastað í Reykjavík í fyrrinótt og réðust þar á konu, misþyrmdu eiginmanni hennar þegar hann kom henni til hjálpar. 30.10.2006 12:16
Alvarleg kreppa yfirvofandi ef ekkert að gert Loftslagsbreytingar gætu valdið miklum samdrætti í alþjóðlegu efnahagslífi og kostnaður vegna þess orðið jafnvirði tæplega fimm hundruð biljóna íslenskra króna verði ekkert að gert. Þetta kemur fram í skýrslu bresks hagfræðings sem unnin er fyrir bresk stjórnvöld og birt í dag. 30.10.2006 12:15
Lést í eldsvoða í Grindavík Maðurinn sem lést í eldsvoða í Grindavík í gærmorgun hét Stefán Karl Kristinsson. Hann var þrjátíu og sex ára og lætur eftir sig fimmtán ára dóttur. 30.10.2006 12:09
Tony Blair ræður Al Gore í vinnu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna sem ráðgjafa ríkisstjórnar sinnar í umhverfismálum. 30.10.2006 11:43
Kjósendur í Serbíu samþykkja nýja stjórnarskrá Dagblöð í Serbíu flytja fregnir af því í dag að kjósendur hafi samþykkt nýja stjórnarskrá sem kveður á um að Kosovo sé órjúfanlegur hluti Serbíu. Íbúar í Kosovo fengu þó ekki að taka þátt í kosningunni. 30.10.2006 11:41
Kongólskur hermaður skýtur tvo til bana Kongólskur hermaður skaut tvo starfsmenn kosninganna í Kongó til bana í morgun eftir að kosningunum hafði lokið. Talið er að hermaðurinn hafi verið drukkinn. 30.10.2006 11:26
Lögfræðingur Saddams gengur út úr réttarsal Aðallögfræðingur Saddams Hussein gekk í dag út úr réttarsalnum eftir að hafa lagt fram lista með tólf kröfum sem hann vildi að yrði fullnægt áður en réttarhaldið myndi halda áfram. 30.10.2006 10:59
Kæra útgáfu framkvæmdaleyfis á Stóra-Skarðsmýrarfjalli Landvernd hefur, ásamt Eldhestum og Birni Pálssyni, kært útgáfu sveitarfélagsins Ölfuss á framkvæmdaleyfi á Stóra-Skarðsmýrarfjalli. Vilja þessir aðilar að leyfið verði ógilt þar sem útgáfan samræmist ekki ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. 30.10.2006 10:54
Mecom þarf að reka eittþúsund starfsmenn Breska fjölmiðlasamsteypan Mecom, sem keppti við Dagsbrún um kaup á norska fjölmiðlarisanum Orkla Media, þarf að reka minnst eittþúsund starfsmenn til þess að dæmið gangi upp, að sögn norska blaðsins Aftenposten. 30.10.2006 10:46
Tveir handteknir í Mosfellsbæ fyrir þjófnað á byggingarefni Lögregla handtók tvo menn í Mosfellsbæ í nótt þar sem þeir voru að stela byggingarefni úr nýbyggingum. 30.10.2006 10:19
Fannst látinn vestan Nesjavallavirkjunar Rúmlega fertugur karlmaður virðist hafa orðið úti í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun á fimmtudag en björgunarsveitarmenn fundu líkið af honum um miðnætti í nótt. 30.10.2006 10:15
Síldarveiðiskip hafa náð öllum kvóta sínum Síldarvertíðirnar hér við land eru farnar að renna út í eitt, en veiðunum úr norsk-íslenska stofninum telst formlega lokið. Skipin náðu öllum kvóta sínum. 30.10.2006 10:02
Framsókn stillir upp í Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður ákváðu í gær á fundi sínum að stilla upp á lista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji leiða listann. 30.10.2006 09:57
Kínverjar funda með leiðtogum Suðaustur-Asíuríkja Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao átti fund með leiðtogum Suðaustur-Asíuríkja í kínversku borginni Nanning í morgun. Með þessu eru Kínverjar að sýna aukin áhrif sín á svæðinu. 30.10.2006 09:56
Pakistanski herinn gerir árás á þjálfunarbúðir Al Kaída Allt að 80 íslamskir vígamenn biðu bana í árás pakistanska hersins á íslamskan skóla sem var rekinn af stuðningsmanni Talibana. 30.10.2006 09:48
Unnur Birna greinir frá árás inn á heimili sitt Í tímaritinu Ísafold, sem kemur út í fyrsta sinn á morgun, greinir fegurðardrottningin Unnur Birna frá árás sem hún og fyrrverandi unnusti hennar urðu fyrir á heimili hennar. Fleiri tímarit frá útgáfufélaginu Fögrudyrum eru væntanleg í lok vetrar 29.10.2006 18:45
Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. 29.10.2006 18:30
Hvalur 9 skaut hval 5 Fimmta langreyðurin á þessari vertíð er veidd og væntanlegt að komið verið með hana til lands um klukkan ellefu í fyrramálið. Hvalurinn sem nú veiddist er fyrsti tarfurinn af þeim fimm sem búið er að veiða nú. Hann veiddist á sömu slóðum og hinir fjórir, eða um 130 mílur vestur af Snæfellsnesi. Leyft er að veiða níu hvali á þessari vertíð og með þessu áframhaldi má ætla að hvalbáturinn Hvalur 9 klári kvótann áður en langt um líður. 29.10.2006 16:21
Leiðtogi Múslíma í Nígeríu fórst í flugslysi Leiðtogi Múslíma í Nígeríu fórst í flugslysi þar dag. Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 737 frá nígeríska flugfélaginu ADC, hrapaði í flugtaki nærri höfuðborginni Abuja. Múslímaleiðtoginn, súltáninn Mohammadu Maccido og tveir þingmenn voru meðal þeirra rúmlega 100 sem létu lífið, en talið er að fjórir hafi komist lífs af. 29.10.2006 15:55
Bradshaw flokkar ekki ruslið sitt Ben Bradshaw umhverfisráðherra Bretlands, og einn harðasti gagnrýnandi íslenskra hvalveiða, er tekinn á beinið í Daily Mail í dag fyrir að fara ekki eftir eigin endurnýtingarreglum í sorphirðunni heima hjá sér. Blaðið birtir myndir af húsi ráðherrans, og ruslapokum þar fyrir utan, sem eiga að sýna að ráðherrann flokki ekki endurnýtinanlegt sorp frá öðru rusli. 29.10.2006 15:06
Endurkoma Schwarzeneggers Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. 29.10.2006 13:54
Brennuvargar hvattir til að gefa sig fram Móðir eins slökkviliðsmannsins sem fórst í skógar- og kjarreldunum í Suður-Kaliforníu um helgina hvetur þá sem kveiktu eldana til að gefa sig fram við lögreglu. Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi í eldunum og einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. 29.10.2006 12:50
Kastró á batavegi Fídel Kastró, forseti Kúbu kom fram í sjónvarpi í heimalandi sínu í gær í fyrsta sinn í rúman mánuð. Forsetinn, sem varð áttræður í ár, hefur verið að jafna sig eftir erfiða aðgerð. Hann gekk um gólf á upptökunni sem sýnd var og sagði sögur af andláti sínu stórlega ýktar. 29.10.2006 12:47
Maður lést í eldsvoða í Grindavík í nótt Maður á fertugsaldri lést í eldsvoða í Grindavík í nótt. Tvær stúlkur, dóttir mannsins og vinkona hennar komust af sjálfsdáðum út úr húsinu, sem stendur við Heiðarhraun í Grindavík. Stúlkurnar voru fluttar á slysadeild en voru útskrifaðar skömmu síðar. Eldsupptök verða rannsökuð nánar í dag. 29.10.2006 12:02
Klukkunni í Evrópu og Ameríku seinkað í nótt Vetrartími var tekinn upp í Bandaríkjunum og Evrópu í nótt, og klukkunni seinkað um eina klukkustund. Íslenskur tími er sem fyrr óbreyttur og nú er klukkan til dæmis einni klukkustund á undan í Kaupmannahöfn og París, en sami tími er í nú London og Reykjavík. Klukkan á austurströnd Bandaríkjanna er fimm tímum á eftir íslensku klukkunni. Evrópa og Ameríka leggja af sumartíma aðfaranótt síðasta sunnudags í október. 29.10.2006 11:53