Innlent

Metur KB banka á 578 milljarða króna

MYND/GVA

Greiningardeild Landsbankans metur virði KB banka á 578 milljarða króna og mælir með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í bankanum. Þetta kemur fram Fókusi sem Landsbankinn hefur gefið út vegna afkomutalna KB banka á þriðja ársfjórðungi.

Þar segir einnig að Kauþing banki hafi hagnast verulega af sölu órskráðra eigna á það sem af er árinu og þá hafi fjármögnun á skuldbréfum í Bandaríkjunum og Japan gengið vel en kjörin hafi þó verið talsvert lakari en áður. Þá hafi uppgjör bankans á þriðja ársfjórðungi verið yfir væntingum en hagnaður hans eftir skatta á ársfjórðungnum nam 35 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×