Innlent

Skipasmíðastöðvar hérlendis eiga undir högg að sækja

Slippurinn á Akureyri.
Slippurinn á Akureyri. MYND/KK

Íslenskar skipasmíðastöðvar hafa ítrekað þurft að lúta í gras gagnvart Pólverjum. Kunnar eru deilur eftir að varðskipin voru send út til Póllands vegna breytinga. Svo litlu munaði á tilboði Slippstöðvarinnar sálugu á Akureyri og pólsku tilboðunum að sumir töldu óráð að sigla með skipin út.

 

En nú er sú staða uppi að áhugi Íslendinga á viðskiptum við Pólverja fer þverrandi. Miklar tafir einkenna enda síðustu verkefni þeirra úti. Skipatæknifræðingur segir ástandið bagalegt.

 

Pólverskir skipasmiðir hafa flúið unnvörpum til annarra landa en til þessa hefur meginstyrkleiki þeirra legið í stálsmíði. Þetta þýðir að samkeppnisstaðan innanlands batni á ný eftir mörg mögur ár undanfarið.

 

Slippstöðin á Akureyri varð gjaldþrota í fyrra en fyrirtækið var endurreist og er nú með 80 manns í vinnu. Reksturinn gengur nú ágætlega að sögn forráðamanna og gæti enn batnað eftir því sem staða Pólverja veikist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×