Fleiri fréttir Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur vegna manneklu frá og með morgundeginum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gengið erfiðlega að fá afleysingarbílstjóra til starfa hjá Strætó bs yfir sumarleyfistímann, sem er bein afleiðing mikillar þennslu í þjóðfélaginu og manneklu á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það hefur tekist að halda öllum leiðum Strætó gangandi til þessa, segir í tilkynningu frá Strætó b.s. 6.7.2006 12:16 Kárahnjúkar Dam Protested 6.7.2006 12:05 650 tonna krani fluttur til Reyðarfjarðar Stórt flutningaskip kom til Reyðarfjarðar í morgun með uppskipunarkrana, sem vegur 585 tonn, eða talsvert meira en fullhlaðin júmbóþota. Þetta mun vera þyngsti einstaki hlutur sem fluttur hefur verið til landsins. 6.7.2006 12:04 Sextíu ár liðin frá því Íslendingingar fengu yfirráð yfir Reykjavíkurflugvelli. Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. 6.7.2006 11:56 The Art of Conversation 6.7.2006 11:55 Norður-Kóreumenn hyggjast skjóta fleiri flaugum á loft Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki vera bundin af yfirlýsingum sínum um að fresta eldflaugatilraunum. Þvert á móti hyggjast Norður-Kóreumenn skjóta fleiri flaugum á loft. 6.7.2006 11:42 Icelandic Seals honored at Cannes 6.7.2006 11:32 KB banki hækkar vexti Fyrstu viðbrögð við stýravaxtahækkun Seðlabankans í morgun voru að KB banki hefur þegar ákveðið að hækka vexti og aðrar lánastofnanir munu að öllum líkindum fylgja fast á eftir í dag eða á morgun, eins og við síðustu stýrivaxtahækkun 6.7.2006 11:20 Tafarlaus lækkun á tollum Neytendasamtökin taka undir þau sjónarmið ASÍ um að lækka eigi tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. ASÍ telur að samningaviðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafi siglt í strand um síðustu helgi og gæti tekið nokkur ár til viðbótar að ljúka þessum viðræðum. Því sé ekki ástæða til að bíða eftir niðurstöðum úr þeim viðræðum heldur að snúa sér að því að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. 6.7.2006 10:54 Fíkniefni í Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar i Kópavogi í gærkvöldi og í nótt, en ekkert þeirra var meiriháttar og í engu tilviki leikur grunur á að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til sölu. Öll málin hófust með þvi að lögreglan stöðvaði bíla til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Fundust þá fíkniefni ýmist á fólki í bílunum eða falin í bílunum. Öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 6.7.2006 10:49 Lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. 6.7.2006 10:42 Kárahnjúkum mótmælt Lögreglan á Seyðisfirði mun hafa sérstaka gát á farþegum , sem koma með Norrænu fyrir hádegi, þar sem búist er við fólki, sem hyggst efna til mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun, líkt og gerðist í fyrrasumar. Tveir þeirra,sem lögregla hafði afskipti af í fyrra vegna mótmæla, komu með síðustu ferð skipsins til landsins, en ekki er vitað til að mótmælendur hafi enn slegið upp tjaldbúðum á hálendinu. 6.7.2006 10:31 Leitað að eiganda dóps Lögreglan í Keflavík leitar að eiganda að 170 grömmum af hassi, sem hún fann falin undir steini úti í móa fyrir ofan Bolafót í Njarðvík, aðfararnótt þriðjudags. Hassið fanst vegna ábendingar um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu. Lögregla telur víst að efnið hafi verið ætlað til sölu . Miðað við smásöluverð á götunni nemur andvirði hassins yfir fjögur hundruð þúsundum króna. 6.7.2006 10:19 Queen Elísabet II í Reykjavík Hið sögufræga skemmtiferðaskip Queen Elísabet- önnur, lagðist að Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík, í blíðskaparveðri í morgun. Hún er lengsta skip sem hefur viðkomu hér í sumar, eða rétt tæpir 300 metrar að lengd. Hún hefur komið hingað áður en ekki getað lagst við bryggju, þar sem engin bryggja hefur verið nógu löng þartil Skarfabakki var tekin í notkun í vor. 6.7.2006 10:07 Drukkinn ökumaður Lögreglumenn úr Keflavík trúðu ekki sínum eigin augum þegar kvarðinn í öndunarsýnatæki þeirra rauk upp úr öllu valdi þegar ökumaður, grunaður um ölvun, var að blása í það, undir kvöld í gær. Var því þegar farið með manninn á heilsugæslustöð til að taka úr honum blóðsýni. 6.7.2006 09:53 Ekkert lát á árásum Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á árásum Ísraelshers á Gaza svæðinu en hernum hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palenstínumanna og koma í veg fyrir árasir á ísraelskt landsvæði. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Ísrael um að hafa brjóta grundvallarreglur alþjóðlegra mannréttinda gegn óbreyttum borgurum. 6.7.2006 09:39 Hjálmur bjargar Lögreglumenn telja víst að reiðhjólahjálmur hafi komið í veg fyrir að níu ára stúlka slasaðist alvarlega, þegar hún hjólaði utan í bíl á Selfossi undir kvöld og féll í götuna. Hún hruflaðist hér og þar við fallið, en hlaut enga höfuðáverka. Þá varð henni líka til happs á bíllinn var á lítilli ferð. 6.7.2006 08:49 Ristruflanir hjá þriðjungi karlmanna Yfir þriðjungur íslenskra karlmanna á aldrinum 45 til 75 ára hafa fundið fyrir ristruflunum. Niðurstöður fyrstu almennu könnunarinnar á ristruflunum hér á landi voru birtar á dögunum. 6.7.2006 08:15 Endurtalningar krafist í Mexíkó Stuðningsmenn hins vinstrisinnaða Andres Manuel Lopez Obrador krefjast endurtalningar í Mexíkósku forsetakosningunum sem fram fóru síðustu helgi. Hinn hægrisinnaði Felipe Calderon, sem samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er sigurvegari kosninganna, er ekki tilbúinn að fallast á þær kröfur og hefur lýst yfir sigri þrátt fyri ásakanir um mistalningu á atkvæðum. Flokkur Obradors heldur því fram að ekki hafi öll atkvæði verið talin og allt að þrjár milljónir atkvæða vantað í talningu. Nú stendur yfir endurtalning 35% atkvæða og er meirihluti þeirra talin tilheyra flokki Obradors. Calderon sem er úr flokki fráfarandi forseta Vicente Fox, segist tilbúinn til að stofna stjórn með andstæðingi sínum Obrador ef til þess kemur. 6.7.2006 08:07 Frystitogari strandaði við Neskaupstað Frystitogarinn Björgvin EA lenti á sand-grynningum við innsiglinguna í Neskaupstað í morgun, þegar skipið var að koma úr veiðiferð. Gott veður var á staðnum og losnaði skipið strax og togarinn Barði togaði í það. Að sögn skipstjórans á Björgvin var engin hætta á ferðum, engar skemmdir urðu á skipinu og tafði þetta förina um aðeins hálftíma. Dýpkunarskip hefur verið að færa til efni í innsiglingunni að undanförnu og hefur rennan inn í höfnina að líkindum eitthvað breyst. 6.7.2006 07:58 Ólafur Ragnar tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki í dag. Nemendur í sumarskóla um smáríki fengu tækifæri til að spyrja fyrsta stjórnmálafræðiprófessorinn spjörunum úr. 5.7.2006 23:45 Bush kærður til íslenskra yfirvalda fyrir stríðsglæpi George Bush eldri hefur verið kærður til íslenskra yfirvalda fyrir glæpi gegn mannkyni og árásarstríð. Á heimasíðunni aldeilis.net birtist kæran í heild sinni. Hún er gefin út af hópi áhugafólks um mannréttindi og réttlæti. Kæran var afhent ríkislögreglustjóra á mánudaginn. 5.7.2006 23:30 Hlupu hálfnakin gegn nautahlaupi Dýraverndunarsinnar hlupu fáklæddir og sumir jafnvel natkir um götur Pamplona á Spáni í dag til að mótmæla árlegu nautahlaupi sem verður þar í borg á föstudaginn. Aðstandendur mótmælanna telja að um það bil þúsund manns hafi tekið þátt í hlaupinu í dag en yfrvöld draga þá talningu i efa. 5.7.2006 23:15 Forsætisráðherra Íraks krefst ítarlegrar rannsóknar á morðum Forsætisráðherra Íraks krefst þess að morð bandarískra hermanna á ungri konu og fjölskyldu hennar verði rannsakað ítarlega. Fyrrverandi hermaður hefur verið ákærður fyrir morðin og að hafa nauðgað ungu konunni. Talið er að allt að fjórir hermenn til viðbótar hafi átt þátt í ódæðunum. 5.7.2006 23:00 Forseti Grikklands kominn til landsins Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. 5.7.2006 22:56 Lopez Obrador með naumt forskot Andres Manuel Lopez Obrador, forsetaframbjóðandi vinstrimanna í Mexíkó, hefur naumt forskot á Felipe Calderon, frambjóðanda hægrimanna, eftir að búið er að telja helming atkvæða í kosningum sem fóru fram í landinu um síðustu helgi. 5.7.2006 22:45 Mannskæð sprenging í rútu í Úkraínu Átta létu lífið og tveir særðust þegar sprenging varð í kyrrstæðri rútu í Vestur-Úkraínu í dag. Tvö börn eru meðal látinna. Bílstjórinn var að laga vél rútunnar þegar sprengingin varð og mun ekki hafa farið eftir öryggisreglum. 5.7.2006 22:30 Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. 5.7.2006 22:14 Skapa verður þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. 5.7.2006 21:30 Eldflaugatilraunirnar fordæmdar Einhugur ríkir á alþjóðavettvangi um að fordæma tilraunir Norður-Kóreumanna með langdrægar eldflaugar. Undanfarinn sólarhring hefur sjö tilraunaflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu og hafa þær allar hafnað í sjónum. 5.7.2006 19:15 Hátæknisjúkrahúsi og Sundabraut frestað? Fjöldi þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er hlynntur því að byggingu hátæknisjúkrahúss og lagningu Sundabrautar verði slegið á frest. Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn til að slást í lið með ríkisstjórninni, vilji hún verja andvirði Símans í að viðhalda stöðugleikanum. 5.7.2006 18:45 Fleiri íhuga uppsagnir Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Styrktarfélagi vangefinna íhuga uppsagnir náist ekki viðunandi samningar á milli forsvarsmanna svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og samninganefndar BHM. 5.7.2006 18:45 Risaleikfangaverslun í Urriðaholti Risaleikfangaverslun verður opnuð í Urriðaholti á næsta ári. Búðin verður á stærð við þrjár Fjarðarkaupsverslanir. 5.7.2006 18:45 Myndir af Unni Birnu á stefnumótasíðu Andlit Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur er notað á rússneskri stefnumótasíðu á internetinu, þar sem hún er sögð frá Úkraínu í leit að eiginmanni. 5.7.2006 18:45 Kakan verður ekki stækkuð Ríkisstjórnin tekur þátt í að fella niður skuldir fátækustu landa heims við Alþjóðaframfarastofnunina. Framlag Íslands er þó ekki viðbót heldur verður það á kostnað annarrar þróunarsamvinnu. 5.7.2006 18:45 Grétar Már ráðuneytisstjóri Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu tekur við stöðu ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu 21. júlí. Grétar Már tekur við af Gunnari Snorra Gunnarssyni, sem verið hefur ráðuneytisstjóri undanfarin fjögur ár. Gunnar Snorri flyst í haust til starfa erlendis fyrir utanríkisþjónustuna. 5.7.2006 17:34 Kærir Bush fyrir stríðsglæpi George Bush eldri hefur verið kærður til íslenskra yfirvalda fyrir glæpi gegn mannkyni og árásarstríð. Á heimasíðunni aldeilis.net birtist kæran í heild sinni. Hún er gefin út af hópi áhugafólks um mannréttindi og réttlæti. Höfundur kærunnar er Elías Davíðsson og skrifar hann undir fyrir hönd kærenda. Kæran var afhent ríkislögreglustjóra á mánudaginn. Bush er kærður fyrir margvíslega alþjóðaglæpi og þess er krafist að hann verði kyrrsettur hér á landi á meðan aðild hans að glæpunum er rannsökuð. Bush er sagður hafa gerst sekur um brot gegn alþjóðlega vernduðum einstaklingi, brot gegn almennum borgurum, árásarstríð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Glæpina hafi hann framið þegar hann fyrirskipaði innrásina í Panama 1989 þar sem skipt var um stjórnvöld og í Persaflóastríðinu. Kæran er ítarlega rökstudd og er þar tekið fram að glæpir Bush séu alþjóðlegir glæpir. Þannig sé skylda hvers ríkis að rétta yfir einstaklingum sem gerast sekir um slíka glæpi eða framselja þá einhverjum sem vill gera það. Frekari fylgiskjöl hafa verið send ríkislögreglustjóra en hópurinn býst þó hvorki við mjög skjótum eða góðum viðbrögðum. Elías Davíðsson er nokkurs konar sjálfmenntaður sérfræðingur í alþjóðarétti. Greinar hans hafa birst í erlendum lagatímaritum og hann beðinn um að halda fyrirlestra á ráðstefnum víða um heim. 5.7.2006 17:30 Undanþága á hámarksgjaldi Samkeppniseftirlitið hefur veitt bæði leigubifreiðastöðinni Hreyfli og BSR í Reykjavík, undanþágu til að setja hámarksgjald fyrir akstur með bílum þeirra. Samkeppniseftirlitið hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í verkahring þess að samþykkja hámarkstaxta fyrir leigubifreiðar. Leigubílstjórar óttuðust margir að þetta myndi leiða til öngþveitis, þegar einstakir bílstjórar færu að setja upp verð fyrir þjónustu sína. Undanþágan er háð þeim skilyrðum að hagsmunafélag bílstjóra hjá leigubifreiðastöðvunum samþykki hámarksgjaldið. Þá verði verðskráin birt með áberandi hætti í leigubifreiðunum. 5.7.2006 17:26 Skapa verður þjóðarsátt um matvælaverð Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná saman um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvörum. 5.7.2006 17:22 Grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri Maður á þrítugaldri er nú í haldi Lögreglunnar Reykjavík en hann er grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri. 5.7.2006 17:19 Von á fleiri aðgerðum Rúmlega þrjátíu starfsmenn hafa sagt upp störfum hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra til að mótmæla hægagangi í kjaraviðræðum við ríkið. Sarfsmenn Styrktarfélags vangefinna hyggja einnig á aðgerðir. 5.7.2006 17:15 Verslunareigendur óánægðir með ábyrgðartíma Verslunareigendur eru verulega óánægðir með nýleg lög um breyttan ábyrgðartíma söluvöru. Á fundi í morgun kom fram að þeim þyki lögin ganga of langt. Þeir segja starfsfólk sett í afar erfiða stöðu þegar óánægðir viðskiptavinir krefjast endurborgunnar og vitna í lögin. Hin svo kallaða fimm ára kvörtunarregla á aðeins við um vörur sem ætlaður er langur endingartími. Einnig á ábyrgðin aðeins við ef um framleiðslugalla á vörunni er að ræða. Samtök verslunar og þjónustu boðuðu til fundar í morgun, þar sem farið var yfir áhrif laganna, en þau hafa verið í gildi í þrjú ár. Ekki eru allir á eitt sáttir við áhrif laganna. Ingvi I Ingason verslunareigandi Rafha segir lögin einfaldlega ekki ganga upp. Verslunareigendur telja að þeir beri skaða af lögunum. Þeir fái ekki sömu ábyrgð hjá erlendum framleiðendum og þeir þurfi að veita hér. Venjulegur ábyrgðartími sé eitt ár. Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræðingur iðnaðar-og viðskiptaráðuneytisins bendir hins vegar á að tilgangur laganna sé að styrkja stöðu neytenda og tryggja að þeir geti sótt bætur vegna gallaðrar vöru. Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af þróun mála. Sérstaklega í ljósi þess að neytendur virðis oft ekki gera sér grein fyrir að ábyrgðin verði aeins virk ef um gallaða vöru sé að ræða. Verslunarmenn segja þennan miskilning koma æ meira í ljós í viðskiptum. Iðnaðar-og viðskiptaráðuneytið hefur skipað sérstaka úrskurðarnefnd sem ætlað er að skera úr álitamálum en óhætt er að reikna með mörgum slíkum þar sem kaupendur og seljendur eru sjaldnast sammála. 5.7.2006 17:05 Tveir í áfram gæsluvarðhaldi vegna skotárásar Tveir voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 29. næsta mánaðar í tengslum við rannsókn á skotárás í Hafnarfirði í júní. Einum manni var sleppt úr haldi. Skotárásin átti sér stað þann 21. júní síðastliðinn en þá var tveimur skotum hleypt af inn í íbúðarhús en þrír voru innandyra. 5.7.2006 16:33 Landsbankinn að taka um 29 milljarða króna lán Landsbanki Íslands er að vinna að töku þriggja ára sambankaláns en upphæð lánsins er 300 milljón evrur eða um 29 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að eftirspurn eftir þáttöku í láninu hafi verið mikil strax á fyrstu stigum. Gert er ráð fyrir að lántöku ljúki fyrir lok júnímánaðar. 5.7.2006 15:35 Actavis markaðssetur ný lyf í Bandaríkjunum Actavis hefur sett á markað fimm ný samheitalyf í Bandaríkjunum. Lyfin munu styðja vel við vöxt félagsins á markaðnum. Bandaríkjamarkaður er í dag stærsti lyfjamarkaður heims og samsvarar sala þar um helming af allri neyslu lyfja í heiminum. 5.7.2006 15:22 Sjá næstu 50 fréttir
Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur vegna manneklu frá og með morgundeginum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gengið erfiðlega að fá afleysingarbílstjóra til starfa hjá Strætó bs yfir sumarleyfistímann, sem er bein afleiðing mikillar þennslu í þjóðfélaginu og manneklu á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það hefur tekist að halda öllum leiðum Strætó gangandi til þessa, segir í tilkynningu frá Strætó b.s. 6.7.2006 12:16
650 tonna krani fluttur til Reyðarfjarðar Stórt flutningaskip kom til Reyðarfjarðar í morgun með uppskipunarkrana, sem vegur 585 tonn, eða talsvert meira en fullhlaðin júmbóþota. Þetta mun vera þyngsti einstaki hlutur sem fluttur hefur verið til landsins. 6.7.2006 12:04
Sextíu ár liðin frá því Íslendingingar fengu yfirráð yfir Reykjavíkurflugvelli. Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. 6.7.2006 11:56
Norður-Kóreumenn hyggjast skjóta fleiri flaugum á loft Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki vera bundin af yfirlýsingum sínum um að fresta eldflaugatilraunum. Þvert á móti hyggjast Norður-Kóreumenn skjóta fleiri flaugum á loft. 6.7.2006 11:42
KB banki hækkar vexti Fyrstu viðbrögð við stýravaxtahækkun Seðlabankans í morgun voru að KB banki hefur þegar ákveðið að hækka vexti og aðrar lánastofnanir munu að öllum líkindum fylgja fast á eftir í dag eða á morgun, eins og við síðustu stýrivaxtahækkun 6.7.2006 11:20
Tafarlaus lækkun á tollum Neytendasamtökin taka undir þau sjónarmið ASÍ um að lækka eigi tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. ASÍ telur að samningaviðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafi siglt í strand um síðustu helgi og gæti tekið nokkur ár til viðbótar að ljúka þessum viðræðum. Því sé ekki ástæða til að bíða eftir niðurstöðum úr þeim viðræðum heldur að snúa sér að því að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. 6.7.2006 10:54
Fíkniefni í Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar i Kópavogi í gærkvöldi og í nótt, en ekkert þeirra var meiriháttar og í engu tilviki leikur grunur á að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til sölu. Öll málin hófust með þvi að lögreglan stöðvaði bíla til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Fundust þá fíkniefni ýmist á fólki í bílunum eða falin í bílunum. Öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 6.7.2006 10:49
Lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. 6.7.2006 10:42
Kárahnjúkum mótmælt Lögreglan á Seyðisfirði mun hafa sérstaka gát á farþegum , sem koma með Norrænu fyrir hádegi, þar sem búist er við fólki, sem hyggst efna til mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun, líkt og gerðist í fyrrasumar. Tveir þeirra,sem lögregla hafði afskipti af í fyrra vegna mótmæla, komu með síðustu ferð skipsins til landsins, en ekki er vitað til að mótmælendur hafi enn slegið upp tjaldbúðum á hálendinu. 6.7.2006 10:31
Leitað að eiganda dóps Lögreglan í Keflavík leitar að eiganda að 170 grömmum af hassi, sem hún fann falin undir steini úti í móa fyrir ofan Bolafót í Njarðvík, aðfararnótt þriðjudags. Hassið fanst vegna ábendingar um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu. Lögregla telur víst að efnið hafi verið ætlað til sölu . Miðað við smásöluverð á götunni nemur andvirði hassins yfir fjögur hundruð þúsundum króna. 6.7.2006 10:19
Queen Elísabet II í Reykjavík Hið sögufræga skemmtiferðaskip Queen Elísabet- önnur, lagðist að Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík, í blíðskaparveðri í morgun. Hún er lengsta skip sem hefur viðkomu hér í sumar, eða rétt tæpir 300 metrar að lengd. Hún hefur komið hingað áður en ekki getað lagst við bryggju, þar sem engin bryggja hefur verið nógu löng þartil Skarfabakki var tekin í notkun í vor. 6.7.2006 10:07
Drukkinn ökumaður Lögreglumenn úr Keflavík trúðu ekki sínum eigin augum þegar kvarðinn í öndunarsýnatæki þeirra rauk upp úr öllu valdi þegar ökumaður, grunaður um ölvun, var að blása í það, undir kvöld í gær. Var því þegar farið með manninn á heilsugæslustöð til að taka úr honum blóðsýni. 6.7.2006 09:53
Ekkert lát á árásum Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á árásum Ísraelshers á Gaza svæðinu en hernum hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palenstínumanna og koma í veg fyrir árasir á ísraelskt landsvæði. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Ísrael um að hafa brjóta grundvallarreglur alþjóðlegra mannréttinda gegn óbreyttum borgurum. 6.7.2006 09:39
Hjálmur bjargar Lögreglumenn telja víst að reiðhjólahjálmur hafi komið í veg fyrir að níu ára stúlka slasaðist alvarlega, þegar hún hjólaði utan í bíl á Selfossi undir kvöld og féll í götuna. Hún hruflaðist hér og þar við fallið, en hlaut enga höfuðáverka. Þá varð henni líka til happs á bíllinn var á lítilli ferð. 6.7.2006 08:49
Ristruflanir hjá þriðjungi karlmanna Yfir þriðjungur íslenskra karlmanna á aldrinum 45 til 75 ára hafa fundið fyrir ristruflunum. Niðurstöður fyrstu almennu könnunarinnar á ristruflunum hér á landi voru birtar á dögunum. 6.7.2006 08:15
Endurtalningar krafist í Mexíkó Stuðningsmenn hins vinstrisinnaða Andres Manuel Lopez Obrador krefjast endurtalningar í Mexíkósku forsetakosningunum sem fram fóru síðustu helgi. Hinn hægrisinnaði Felipe Calderon, sem samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er sigurvegari kosninganna, er ekki tilbúinn að fallast á þær kröfur og hefur lýst yfir sigri þrátt fyri ásakanir um mistalningu á atkvæðum. Flokkur Obradors heldur því fram að ekki hafi öll atkvæði verið talin og allt að þrjár milljónir atkvæða vantað í talningu. Nú stendur yfir endurtalning 35% atkvæða og er meirihluti þeirra talin tilheyra flokki Obradors. Calderon sem er úr flokki fráfarandi forseta Vicente Fox, segist tilbúinn til að stofna stjórn með andstæðingi sínum Obrador ef til þess kemur. 6.7.2006 08:07
Frystitogari strandaði við Neskaupstað Frystitogarinn Björgvin EA lenti á sand-grynningum við innsiglinguna í Neskaupstað í morgun, þegar skipið var að koma úr veiðiferð. Gott veður var á staðnum og losnaði skipið strax og togarinn Barði togaði í það. Að sögn skipstjórans á Björgvin var engin hætta á ferðum, engar skemmdir urðu á skipinu og tafði þetta förina um aðeins hálftíma. Dýpkunarskip hefur verið að færa til efni í innsiglingunni að undanförnu og hefur rennan inn í höfnina að líkindum eitthvað breyst. 6.7.2006 07:58
Ólafur Ragnar tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki í dag. Nemendur í sumarskóla um smáríki fengu tækifæri til að spyrja fyrsta stjórnmálafræðiprófessorinn spjörunum úr. 5.7.2006 23:45
Bush kærður til íslenskra yfirvalda fyrir stríðsglæpi George Bush eldri hefur verið kærður til íslenskra yfirvalda fyrir glæpi gegn mannkyni og árásarstríð. Á heimasíðunni aldeilis.net birtist kæran í heild sinni. Hún er gefin út af hópi áhugafólks um mannréttindi og réttlæti. Kæran var afhent ríkislögreglustjóra á mánudaginn. 5.7.2006 23:30
Hlupu hálfnakin gegn nautahlaupi Dýraverndunarsinnar hlupu fáklæddir og sumir jafnvel natkir um götur Pamplona á Spáni í dag til að mótmæla árlegu nautahlaupi sem verður þar í borg á föstudaginn. Aðstandendur mótmælanna telja að um það bil þúsund manns hafi tekið þátt í hlaupinu í dag en yfrvöld draga þá talningu i efa. 5.7.2006 23:15
Forsætisráðherra Íraks krefst ítarlegrar rannsóknar á morðum Forsætisráðherra Íraks krefst þess að morð bandarískra hermanna á ungri konu og fjölskyldu hennar verði rannsakað ítarlega. Fyrrverandi hermaður hefur verið ákærður fyrir morðin og að hafa nauðgað ungu konunni. Talið er að allt að fjórir hermenn til viðbótar hafi átt þátt í ódæðunum. 5.7.2006 23:00
Forseti Grikklands kominn til landsins Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. 5.7.2006 22:56
Lopez Obrador með naumt forskot Andres Manuel Lopez Obrador, forsetaframbjóðandi vinstrimanna í Mexíkó, hefur naumt forskot á Felipe Calderon, frambjóðanda hægrimanna, eftir að búið er að telja helming atkvæða í kosningum sem fóru fram í landinu um síðustu helgi. 5.7.2006 22:45
Mannskæð sprenging í rútu í Úkraínu Átta létu lífið og tveir særðust þegar sprenging varð í kyrrstæðri rútu í Vestur-Úkraínu í dag. Tvö börn eru meðal látinna. Bílstjórinn var að laga vél rútunnar þegar sprengingin varð og mun ekki hafa farið eftir öryggisreglum. 5.7.2006 22:30
Sendifulltrúi SÞ gagnrýnir Ísraelsmenn Ísraelsher hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palestínumanna og koma í veg fyrir árásir á ísraelskt landsvæði. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna gagnrýndi Ísraela harðlega á fundi Mannréttindanefndar samtakanna í Genf í dag. 5.7.2006 22:14
Skapa verður þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. 5.7.2006 21:30
Eldflaugatilraunirnar fordæmdar Einhugur ríkir á alþjóðavettvangi um að fordæma tilraunir Norður-Kóreumanna með langdrægar eldflaugar. Undanfarinn sólarhring hefur sjö tilraunaflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu og hafa þær allar hafnað í sjónum. 5.7.2006 19:15
Hátæknisjúkrahúsi og Sundabraut frestað? Fjöldi þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er hlynntur því að byggingu hátæknisjúkrahúss og lagningu Sundabrautar verði slegið á frest. Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn til að slást í lið með ríkisstjórninni, vilji hún verja andvirði Símans í að viðhalda stöðugleikanum. 5.7.2006 18:45
Fleiri íhuga uppsagnir Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Styrktarfélagi vangefinna íhuga uppsagnir náist ekki viðunandi samningar á milli forsvarsmanna svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og samninganefndar BHM. 5.7.2006 18:45
Risaleikfangaverslun í Urriðaholti Risaleikfangaverslun verður opnuð í Urriðaholti á næsta ári. Búðin verður á stærð við þrjár Fjarðarkaupsverslanir. 5.7.2006 18:45
Myndir af Unni Birnu á stefnumótasíðu Andlit Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur er notað á rússneskri stefnumótasíðu á internetinu, þar sem hún er sögð frá Úkraínu í leit að eiginmanni. 5.7.2006 18:45
Kakan verður ekki stækkuð Ríkisstjórnin tekur þátt í að fella niður skuldir fátækustu landa heims við Alþjóðaframfarastofnunina. Framlag Íslands er þó ekki viðbót heldur verður það á kostnað annarrar þróunarsamvinnu. 5.7.2006 18:45
Grétar Már ráðuneytisstjóri Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu tekur við stöðu ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu 21. júlí. Grétar Már tekur við af Gunnari Snorra Gunnarssyni, sem verið hefur ráðuneytisstjóri undanfarin fjögur ár. Gunnar Snorri flyst í haust til starfa erlendis fyrir utanríkisþjónustuna. 5.7.2006 17:34
Kærir Bush fyrir stríðsglæpi George Bush eldri hefur verið kærður til íslenskra yfirvalda fyrir glæpi gegn mannkyni og árásarstríð. Á heimasíðunni aldeilis.net birtist kæran í heild sinni. Hún er gefin út af hópi áhugafólks um mannréttindi og réttlæti. Höfundur kærunnar er Elías Davíðsson og skrifar hann undir fyrir hönd kærenda. Kæran var afhent ríkislögreglustjóra á mánudaginn. Bush er kærður fyrir margvíslega alþjóðaglæpi og þess er krafist að hann verði kyrrsettur hér á landi á meðan aðild hans að glæpunum er rannsökuð. Bush er sagður hafa gerst sekur um brot gegn alþjóðlega vernduðum einstaklingi, brot gegn almennum borgurum, árásarstríð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Glæpina hafi hann framið þegar hann fyrirskipaði innrásina í Panama 1989 þar sem skipt var um stjórnvöld og í Persaflóastríðinu. Kæran er ítarlega rökstudd og er þar tekið fram að glæpir Bush séu alþjóðlegir glæpir. Þannig sé skylda hvers ríkis að rétta yfir einstaklingum sem gerast sekir um slíka glæpi eða framselja þá einhverjum sem vill gera það. Frekari fylgiskjöl hafa verið send ríkislögreglustjóra en hópurinn býst þó hvorki við mjög skjótum eða góðum viðbrögðum. Elías Davíðsson er nokkurs konar sjálfmenntaður sérfræðingur í alþjóðarétti. Greinar hans hafa birst í erlendum lagatímaritum og hann beðinn um að halda fyrirlestra á ráðstefnum víða um heim. 5.7.2006 17:30
Undanþága á hámarksgjaldi Samkeppniseftirlitið hefur veitt bæði leigubifreiðastöðinni Hreyfli og BSR í Reykjavík, undanþágu til að setja hámarksgjald fyrir akstur með bílum þeirra. Samkeppniseftirlitið hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í verkahring þess að samþykkja hámarkstaxta fyrir leigubifreiðar. Leigubílstjórar óttuðust margir að þetta myndi leiða til öngþveitis, þegar einstakir bílstjórar færu að setja upp verð fyrir þjónustu sína. Undanþágan er háð þeim skilyrðum að hagsmunafélag bílstjóra hjá leigubifreiðastöðvunum samþykki hámarksgjaldið. Þá verði verðskráin birt með áberandi hætti í leigubifreiðunum. 5.7.2006 17:26
Skapa verður þjóðarsátt um matvælaverð Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná saman um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvörum. 5.7.2006 17:22
Grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri Maður á þrítugaldri er nú í haldi Lögreglunnar Reykjavík en hann er grunaður um að hafa rænt tvær konur á níræðisaldri. 5.7.2006 17:19
Von á fleiri aðgerðum Rúmlega þrjátíu starfsmenn hafa sagt upp störfum hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra til að mótmæla hægagangi í kjaraviðræðum við ríkið. Sarfsmenn Styrktarfélags vangefinna hyggja einnig á aðgerðir. 5.7.2006 17:15
Verslunareigendur óánægðir með ábyrgðartíma Verslunareigendur eru verulega óánægðir með nýleg lög um breyttan ábyrgðartíma söluvöru. Á fundi í morgun kom fram að þeim þyki lögin ganga of langt. Þeir segja starfsfólk sett í afar erfiða stöðu þegar óánægðir viðskiptavinir krefjast endurborgunnar og vitna í lögin. Hin svo kallaða fimm ára kvörtunarregla á aðeins við um vörur sem ætlaður er langur endingartími. Einnig á ábyrgðin aðeins við ef um framleiðslugalla á vörunni er að ræða. Samtök verslunar og þjónustu boðuðu til fundar í morgun, þar sem farið var yfir áhrif laganna, en þau hafa verið í gildi í þrjú ár. Ekki eru allir á eitt sáttir við áhrif laganna. Ingvi I Ingason verslunareigandi Rafha segir lögin einfaldlega ekki ganga upp. Verslunareigendur telja að þeir beri skaða af lögunum. Þeir fái ekki sömu ábyrgð hjá erlendum framleiðendum og þeir þurfi að veita hér. Venjulegur ábyrgðartími sé eitt ár. Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræðingur iðnaðar-og viðskiptaráðuneytisins bendir hins vegar á að tilgangur laganna sé að styrkja stöðu neytenda og tryggja að þeir geti sótt bætur vegna gallaðrar vöru. Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af þróun mála. Sérstaklega í ljósi þess að neytendur virðis oft ekki gera sér grein fyrir að ábyrgðin verði aeins virk ef um gallaða vöru sé að ræða. Verslunarmenn segja þennan miskilning koma æ meira í ljós í viðskiptum. Iðnaðar-og viðskiptaráðuneytið hefur skipað sérstaka úrskurðarnefnd sem ætlað er að skera úr álitamálum en óhætt er að reikna með mörgum slíkum þar sem kaupendur og seljendur eru sjaldnast sammála. 5.7.2006 17:05
Tveir í áfram gæsluvarðhaldi vegna skotárásar Tveir voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 29. næsta mánaðar í tengslum við rannsókn á skotárás í Hafnarfirði í júní. Einum manni var sleppt úr haldi. Skotárásin átti sér stað þann 21. júní síðastliðinn en þá var tveimur skotum hleypt af inn í íbúðarhús en þrír voru innandyra. 5.7.2006 16:33
Landsbankinn að taka um 29 milljarða króna lán Landsbanki Íslands er að vinna að töku þriggja ára sambankaláns en upphæð lánsins er 300 milljón evrur eða um 29 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá bankanum segir að eftirspurn eftir þáttöku í láninu hafi verið mikil strax á fyrstu stigum. Gert er ráð fyrir að lántöku ljúki fyrir lok júnímánaðar. 5.7.2006 15:35
Actavis markaðssetur ný lyf í Bandaríkjunum Actavis hefur sett á markað fimm ný samheitalyf í Bandaríkjunum. Lyfin munu styðja vel við vöxt félagsins á markaðnum. Bandaríkjamarkaður er í dag stærsti lyfjamarkaður heims og samsvarar sala þar um helming af allri neyslu lyfja í heiminum. 5.7.2006 15:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent