Erlent

Endurtalningar krafist í Mexíkó

Stuðningsmenn hins vinstrisinnaða Andres Manuel Lopez Obrador krefjast endurtalningar í Mexíkósku forsetakosningunum
Stuðningsmenn hins vinstrisinnaða Andres Manuel Lopez Obrador krefjast endurtalningar í Mexíkósku forsetakosningunum MYND/AP
Stuðningsmenn hins vinstrisinnaða Andres Manuel Lopez Obrador krefjast endurtalningar í Mexíkósku forsetakosningunum sem fram fóru síðustu helgi. Hinn hægrisinnaði Felipe Calderon, er sigurvegari kosninganna samkvæmt bráðabirgðarniðurstöðum.Stuðningsmenn hins vinstrisinnaða Andres Manuel Lopez Obrador krefjast endurtalningar í Mexíkósku forsetakosningunum sem fram fóru síðustu helgi. Hinn hægrisinnaði Felipe Calderon, sem samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er sigurvegari kosninganna, er ekki tilbúinn að fallast á þær kröfur og hefur lýst yfir sigri þrátt fyri ásakanir um mistalningu á atkvæðum. Flokkur Obradors heldur því fram að ekki hafi öll atkvæði verið talin og allt að þrjár milljónir atkvæða vantað í talningu. Nú stendur yfir endurtalning 35% atkvæða og er meirihluti þeirra talin tilheyra flokki Obradors. Calderon sem er úr flokki fráfarandi forseta Vicente Fox, segist tilbúinn til að stofna stjórn með andstæðingi sínum Obrador ef til þess kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×