Innlent

Risaleikfangaverslun í Urriðaholti

Risaleikfangaverslun verður opnuð í Urriðaholti á næsta ári. Búðin verður á stærð við þrjár Fjarðarkaupsverslanir.

Fimm Leikbæjarverslanir eru nú á landinu. Fjórar á höfuðborgarsvæðinu og ein á Selfossi og von bráðar mun bætast við 3000 fermetra leikfangaverslun í keðjuna í samstarfi við alþjóðlegan leikfangarisa. Samningur var undirritaður við fasteignafélagið Smáragarð í dag um að reisa húsið.

Elías Þorvarðarson, eigandi Leikbæjar, segir búðina ekki verða neina venjulega dótabúð heldur ævintýraveröld eins og þekkist í útlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×