Fleiri fréttir Engar nýjar spólur leigðar út Glöggir gestir myndbandaleiga landsins hafa líklega tekið eftir því að nýjustu myndirnar á leigunum eru ekki gefnar út á gömlu VHS-myndbandsspólunum lengur eins og verið hefur, heldur eingöngu á DVD-mynddiskum. Ennþá verður hægt að fá gömlu myndirnar á spólum, þó að maður þurfi DVD-spilara til að horfa á þær nýju. 13.6.2006 06:45 Fjölda kvenna í stjórn fagnað Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna fagnar því að þrjár konur skuli gegna ráðherraembættum fyrir flokkinn, jafn margar og karlar. Í ályktun stjórnarinnar segir að þessi skipan mála sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. 13.6.2006 06:30 Samið eftir málamiðlun Viðræður um fyrsta af 35 efnisköflum aðildarsamninga Tyrkja við Evrópusambandið hófust loks í gær, eftir að leysa tókst deilu sem stefndi í að valda því að ekkert yrði úr þessum áfanga í bili. 13.6.2006 06:30 Aðeins Engeyin var úti Langflest skip voru stödd í höfn á sjómannadaginn eins og lög gera ráð fyrir. Alls voru 44 skip skráð á sjó um miðjan dag í gær en aðeins eitt þeirra var fiskiskip af stærri gerðinni, Engey RE í eigu HB Granda. 13.6.2006 06:15 Nýr leiðtogi vígamanna Hryðjuverkaöfl í Írak eru talin hafa fundið arftaka Abu Musab Al-Zarqawis, sem drepinn var í loftárás af íraska hernum á dögunum. Sá heitir Abu Hamza al-Muhajer, en hann hefur ekki verið sýnilegur í sögu samtakanna áður og virðist ekki vera eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. 13.6.2006 06:00 Skynsemi í kaupkröfum er mikilvæg Verðbólgan er átta prósent og hefur ekki verið jafn há frá 2002. Hagfræðingur segir að verði verðbólgan varanleg séu Íslendingar að stimpla sig út úr úrvalsdeild þjóða í efnahagsmálum. "Við hættum að vera í fremstu röð," segir hann. 13.6.2006 05:45 Bjartsýni á samninga Ráðherrar Evrópusambandsins segjast bjartsýnir á jákvæð viðbrögð Írana við sáttatilboði stórveldanna og að lausn sé þannig í sjónmáli í kjarnorkudeilunni. 13.6.2006 05:45 Engar kvartanir borist Nettó Þröstur Karlsson, verslunarstjóri verslunarinnar Nettó í Mjódd, segir það hafa verið mannleg mistök sem urðu til þess að erlendir tómatar voru settir í kassa merktum íslenskum tómötum og að aldrei hafi verið ætlunin að villa um fyrir neytendum. 13.6.2006 05:30 Sex dauðaslys vegna ölvunar Rannsóknarnefnd umferðarslysa hvetur fólk til að láta vita ef það veit af ölvuðum ökumanni. Talið er að koma hefði mátt í veg fyrir tvö slík slys ef lögreglu hefði verið gert viðvart um ölvunarakstur. 13.6.2006 05:30 Fer vonandi hraðar í gegn Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að verðbólgan sé í takt við það sem búist hafi verið við eða kannski heldur hærri. "Vonandi er það frekar merki um að þetta verðbólguskot fari hraðar í gegn en búist var við." 13.6.2006 05:15 Sakaður um kynferðisbrot Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára gamalli breskri stúlku. Maðurinn kynntist stúlkunni á spjallrás á vefnum en stúlkan er búsett í bænum Burnley á Englandi. 13.6.2006 04:45 Gengur ekki að skipa stjórn Flokkur Viktors Júsjenkó, forseta Úkraínu, sleit í gær viðræðum við Sósíalistaflokkinn um myndun ríkisstjórnar, en þær höfðu varað í ellefu vikur. Flokkur forsetans, Okkar Úkraína, krafðist þess að skipa mann úr sínum röðum sem forseta þingsins, en það gátu sósíalistarnir ekki gefið eftir. Formaður þeirra, Oleksandr Moroz, krafðist þess að Júsjenkó gripi inn í viðræðurnar. 13.6.2006 04:45 Loka skólum út af eldflaugaárásum Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. Bæjarbúar í Sderot gripu til þessara ráða eftir að rúmlega 30 heimagerðum eldflaugum var skotið að bænum í gær. 12.6.2006 23:55 Eiturlyfjabarónar kynda undir ólgu Eiturlyfjabarónar í suðurhluta Afganistans reyna nú að kynda til ófriðar í héraðinu til að spilla herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Þetta er álit sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan. 12.6.2006 22:57 Búið að ræða við menn vegna mótmælaspjalds Lögregla hefur þegar rætt við mennina sem báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina í lok maímánaðar með áletruninni "Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". 12.6.2006 22:45 Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir tilvonandi meirihlutasamstarfi Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir meirihlutassamstarfi sínu við Framsóknarmenn í borginni. Gísli Marteinn Baldurson borgarfulltrúi segir að þekking og reynsla tilvonandi embættismanna muni skila sér til borgarbúa þar sem málefni og árángur muni skipta máli. 12.6.2006 22:17 Borgarbúar munu sjá breytingar á næstu dögum og vikum Málefni fjölskyldunnar og eldri borgara verða í forgrunni hjá Framsóknarmönnum í Reykjavík í meirihlutasamstarfi þeirra með Sjálfstæðisflokki. Framsóknarmenn í Reykjavík eru ánægðir með komandi meirihlutasamstarf í borginni. 12.6.2006 22:08 Tafir á umferð vegna tónleika Waters Allnokkrar tafir urðu á umferð á Vesturlandsvegi á áttunda tímanum í kvöld vegna tónleika Rogers Waters, forsprakka hljómsveitarinnar Pink Floyd, sem nú standa yfir í Egilshöll. 12.6.2006 22:00 Aðstoðuðu menn vegna hrakninga við Seley Björgunarsveitarmenn frá Neskaupstað komu tveimur mönnum til aðstoðar í kvöld sem farið höfðu út í Seley úti fyrir mynni Reyðarfjarðar en lent í hrakningum vegna veðurs. Beiðni um aðstoð barst á sjötta tímanum frá öðrum mannanna sem var litlum Zodiac-gúmmíbát og hraktist frá eynni vegna slæms veðurs. 12.6.2006 20:41 Segir al-Zarqawi hafi látist af innvortis meiðslum Bandaríska herstjórnin segir að al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi hafi dáið af innvortis meiðslum, fimmtíu og tveimur mínútum eftir að sprengju var varpað á hús sem hann var staddur í. Bandaríkjamenn harðneita að hann hafi verið barinn til bana. 12.6.2006 19:30 Slökkvilið að störfum djúpt inni í fjalli Eldur kom upp í 420 metra háum fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar nú síðdegis og er slökkvilið þar að störfum djúpt inni í fjalli. Menn eru ekki taldir í hættu. 12.6.2006 19:15 Ákærður fyrir kynferðislega áreitni í Bretlandi Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlku í Bretlandi. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 12.6.2006 19:00 Nýr meirihluti í Dalabyggð H-listi og N-listi í Dalabyggð hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Samkvæmt heimildum miðilsins verður skrifað undir málefnasamning á morgun. 12.6.2006 18:45 Birkir Jón líklega formaður fjárlaganefndar Framsóknarþingmaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tekur að öllum líkindum við formennsku í fjárlaganefnd Alþingis í haust. Jón Sigurðsson, verðandi ráðherra, fer í launalaust leyfi frá Seðlabankanum en á meðan gefst ráðamönnum svigrúm til að finna nýjan seðlabankastjóra. 12.6.2006 18:38 Barnaskóla lokað í Ísrael til að þrýsta á um aðgerðir Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. 12.6.2006 18:25 Hafnar ásökunum um afskipti dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert hæft í því að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag rekur hann ástæður þess að Jóhanni Haukssyni hafi verið vikið úr stjórnmálafréttaskrifum á Fréttablaðinu. 12.6.2006 17:56 Eldur í fallgöngum 2 í Fljótsdal Slökkvilið frá Egilsstöðum var sent inn í Fljótsdal nú síðla dags vegna elds sem kom upp inni í fallgöngum tvö á Kárahnjúkum. Enginn maður mun vera í hættu en lögregla er þegar komin á vettvang og er búist við að slökkvilið fari inn í gegnum stöðvarhúsið í Fljótsdal. Ekki liggur fyrir hversu mikill eldurinn er eða hver upptök hans eru. 12.6.2006 17:51 Aðildarviðræður hafnar við Tyrkland Evrópusambandið hefur nú hafið fyrstu lotu aðildarviðræðna við Tyrkland. Kýpversk stjórnvöld vildu að Evrópusambandið þrýsti harðar á Tyrkland um að aðildarviðræður myndu ekki hefjast fyrr en Tyrkland viðurkenndi Kýpur sem sjálfstætt ríki. 12.6.2006 17:50 Heildarafli hefur dregist saman um 460 þúsund tonn Heildarafli þar sem af er þessu fiskveiðiári hefur dregist saman um 460 þúsund tonn miðað við sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Nýjar mælingar á ástandi sjávar við Ísland sýna hins vegar að uppvaxtarskilyrði fyrir sunnan, vestan og norðan land eru með betra móti. 12.6.2006 17:30 Málefnasamningur meirihluta í borginni kynntur á morgun Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur verður kynntur á morgun að loknum aukafundi í borgarstjórn. 12.6.2006 17:00 Stúlkan útskrifuð af gjörgæsludeild Fjórtán ára stúlka, sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi í Ártúnsbrekku í fyrrinótt, hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild. Stúlkunni var haldið sofandi í öndunarvél fyrst eftir slysið en samkvæmt vakthafandi lækni voru áverkarnir á höfði en ekki heila og því minni en talið var í fyrstu. 12.6.2006 16:47 Framsóknarkonur fagna ráðherraskipan Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna fagnar því að jafn margar konur og karlar skipa ráðherraembætti á vegum flokksins. Í ályktun sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í dag segir að þetta sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. 12.6.2006 16:34 37 þúsund tonna aukning fiskaflans Heildarafli íslenskra fiskiskipa í maí var tæplega 179 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Það er þrjátíu og sjö þúsund tonna aukning miðað við sama tíma í fyrra. 12.6.2006 16:12 Not a tourist 12.6.2006 16:09 Fashion's candy store 12.6.2006 16:02 Desperate Efforts at Communication 12.6.2006 16:00 Alþjóðlegt þing um loftslagsbreytingar á Nordica Ísland er fyrirmyndarland í orkumálum, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í opnunarræðu sinni á þingi um loftslagsbreytingar sem nú stendur yfir á Hótel Nordica. Ólafur Ragnar fjallaði um mikilvægi umræðu um loftslagsbreytingar. Hann sagði Íslendinga sanna það að hægt væri að breyta hratt venjum hvað varðar orkuneyslu. Íslendingar hefðu kynt hús sín með kolum fyrir rúmlega hálfri öld en nú væri Ísland orðið fyrirmyndarland í orkumálum. 12.6.2006 14:15 Mestu flóð í Kína í 30 ár Nærri hundrað hafa látist í miklum flóðum í Kína undanfarna tíu daga. Úrhellisrigning undanfarið hefur valdið mestu flóðum sem orðið hafa í landinu í heil þrjátíu ár. 12.6.2006 14:15 Kröfu verjenda hafnað Kröfu verjenda tveggja sakborninga í Baugsmálinu um að settur saksóknari í málinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, beri vitni í málinu, var hafnað í Héraðsdómi í dag. 12.6.2006 14:13 Ölvunarakstur og hraðakstur helsta orsök banaslysa Rannsóknarnefnd umferðarslysa birti í dag skýrslu sína um umferðarslys árið 2005. 19 manns létust í umferðarslysum í fyrra. Algengustu orsakir slysa voru ölvunarakstur og hraðakstur. Rannsóknarnefnd umferðarslysa birti í dag skýrslu sína um umferðarslys árið 2005. 12.6.2006 14:00 Outdoor Rock and Roll 12.6.2006 13:54 Rannsókn á meintu landhelgisbroti færeysks togara Ríkissaksóknari hefur nú til athugunar rökstuðning Landhelgisgæslunnar fyrir því að halda áfram rannsókn á meintu landhelgisbroti færeysks togara á Íslandsmiðum fyrr á árinu, en togarinn slapp í land í Færeyjum. 12.6.2006 13:30 Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms Karlmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir vörslu á barnaklámi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa tæplega 400 myndir, bæði ljósmyndir og myndir á tölvutæku formi, sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 12.6.2006 12:45 Vísitala neysluverðs æðir upp Vísitala neysluverðs æðir upp á við og jafngildir hækkun hennar þrjá síðustu mánuði rúmlega sextán prósenta verðbólgu. Verðbólgan á einu ári nemur átta prósentum. 12.6.2006 12:30 Ekki færður til vegna umkvartana dómsmálaráðherra Jóhann Hauksson, blaðamaður Fréttablaðsins, hefur sagt upp starfi sínu eftir að hafa verið færður úr skrifum um stjórnmál. Ritstjóri Fréttablaðsins segir ekkert hæft í þeirri fullyrðingu Jóhanns að hann hafi verið færður til í starfi vegna umkvartana dómsmálaráðherra um skrif hans. 12.6.2006 12:16 Sjá næstu 50 fréttir
Engar nýjar spólur leigðar út Glöggir gestir myndbandaleiga landsins hafa líklega tekið eftir því að nýjustu myndirnar á leigunum eru ekki gefnar út á gömlu VHS-myndbandsspólunum lengur eins og verið hefur, heldur eingöngu á DVD-mynddiskum. Ennþá verður hægt að fá gömlu myndirnar á spólum, þó að maður þurfi DVD-spilara til að horfa á þær nýju. 13.6.2006 06:45
Fjölda kvenna í stjórn fagnað Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna fagnar því að þrjár konur skuli gegna ráðherraembættum fyrir flokkinn, jafn margar og karlar. Í ályktun stjórnarinnar segir að þessi skipan mála sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. 13.6.2006 06:30
Samið eftir málamiðlun Viðræður um fyrsta af 35 efnisköflum aðildarsamninga Tyrkja við Evrópusambandið hófust loks í gær, eftir að leysa tókst deilu sem stefndi í að valda því að ekkert yrði úr þessum áfanga í bili. 13.6.2006 06:30
Aðeins Engeyin var úti Langflest skip voru stödd í höfn á sjómannadaginn eins og lög gera ráð fyrir. Alls voru 44 skip skráð á sjó um miðjan dag í gær en aðeins eitt þeirra var fiskiskip af stærri gerðinni, Engey RE í eigu HB Granda. 13.6.2006 06:15
Nýr leiðtogi vígamanna Hryðjuverkaöfl í Írak eru talin hafa fundið arftaka Abu Musab Al-Zarqawis, sem drepinn var í loftárás af íraska hernum á dögunum. Sá heitir Abu Hamza al-Muhajer, en hann hefur ekki verið sýnilegur í sögu samtakanna áður og virðist ekki vera eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. 13.6.2006 06:00
Skynsemi í kaupkröfum er mikilvæg Verðbólgan er átta prósent og hefur ekki verið jafn há frá 2002. Hagfræðingur segir að verði verðbólgan varanleg séu Íslendingar að stimpla sig út úr úrvalsdeild þjóða í efnahagsmálum. "Við hættum að vera í fremstu röð," segir hann. 13.6.2006 05:45
Bjartsýni á samninga Ráðherrar Evrópusambandsins segjast bjartsýnir á jákvæð viðbrögð Írana við sáttatilboði stórveldanna og að lausn sé þannig í sjónmáli í kjarnorkudeilunni. 13.6.2006 05:45
Engar kvartanir borist Nettó Þröstur Karlsson, verslunarstjóri verslunarinnar Nettó í Mjódd, segir það hafa verið mannleg mistök sem urðu til þess að erlendir tómatar voru settir í kassa merktum íslenskum tómötum og að aldrei hafi verið ætlunin að villa um fyrir neytendum. 13.6.2006 05:30
Sex dauðaslys vegna ölvunar Rannsóknarnefnd umferðarslysa hvetur fólk til að láta vita ef það veit af ölvuðum ökumanni. Talið er að koma hefði mátt í veg fyrir tvö slík slys ef lögreglu hefði verið gert viðvart um ölvunarakstur. 13.6.2006 05:30
Fer vonandi hraðar í gegn Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að verðbólgan sé í takt við það sem búist hafi verið við eða kannski heldur hærri. "Vonandi er það frekar merki um að þetta verðbólguskot fari hraðar í gegn en búist var við." 13.6.2006 05:15
Sakaður um kynferðisbrot Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórtán ára gamalli breskri stúlku. Maðurinn kynntist stúlkunni á spjallrás á vefnum en stúlkan er búsett í bænum Burnley á Englandi. 13.6.2006 04:45
Gengur ekki að skipa stjórn Flokkur Viktors Júsjenkó, forseta Úkraínu, sleit í gær viðræðum við Sósíalistaflokkinn um myndun ríkisstjórnar, en þær höfðu varað í ellefu vikur. Flokkur forsetans, Okkar Úkraína, krafðist þess að skipa mann úr sínum röðum sem forseta þingsins, en það gátu sósíalistarnir ekki gefið eftir. Formaður þeirra, Oleksandr Moroz, krafðist þess að Júsjenkó gripi inn í viðræðurnar. 13.6.2006 04:45
Loka skólum út af eldflaugaárásum Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. Bæjarbúar í Sderot gripu til þessara ráða eftir að rúmlega 30 heimagerðum eldflaugum var skotið að bænum í gær. 12.6.2006 23:55
Eiturlyfjabarónar kynda undir ólgu Eiturlyfjabarónar í suðurhluta Afganistans reyna nú að kynda til ófriðar í héraðinu til að spilla herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Þetta er álit sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan. 12.6.2006 22:57
Búið að ræða við menn vegna mótmælaspjalds Lögregla hefur þegar rætt við mennina sem báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina í lok maímánaðar með áletruninni "Drekkjum Valgerði en ekki Íslandi". 12.6.2006 22:45
Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir tilvonandi meirihlutasamstarfi Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir meirihlutassamstarfi sínu við Framsóknarmenn í borginni. Gísli Marteinn Baldurson borgarfulltrúi segir að þekking og reynsla tilvonandi embættismanna muni skila sér til borgarbúa þar sem málefni og árángur muni skipta máli. 12.6.2006 22:17
Borgarbúar munu sjá breytingar á næstu dögum og vikum Málefni fjölskyldunnar og eldri borgara verða í forgrunni hjá Framsóknarmönnum í Reykjavík í meirihlutasamstarfi þeirra með Sjálfstæðisflokki. Framsóknarmenn í Reykjavík eru ánægðir með komandi meirihlutasamstarf í borginni. 12.6.2006 22:08
Tafir á umferð vegna tónleika Waters Allnokkrar tafir urðu á umferð á Vesturlandsvegi á áttunda tímanum í kvöld vegna tónleika Rogers Waters, forsprakka hljómsveitarinnar Pink Floyd, sem nú standa yfir í Egilshöll. 12.6.2006 22:00
Aðstoðuðu menn vegna hrakninga við Seley Björgunarsveitarmenn frá Neskaupstað komu tveimur mönnum til aðstoðar í kvöld sem farið höfðu út í Seley úti fyrir mynni Reyðarfjarðar en lent í hrakningum vegna veðurs. Beiðni um aðstoð barst á sjötta tímanum frá öðrum mannanna sem var litlum Zodiac-gúmmíbát og hraktist frá eynni vegna slæms veðurs. 12.6.2006 20:41
Segir al-Zarqawi hafi látist af innvortis meiðslum Bandaríska herstjórnin segir að al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi hafi dáið af innvortis meiðslum, fimmtíu og tveimur mínútum eftir að sprengju var varpað á hús sem hann var staddur í. Bandaríkjamenn harðneita að hann hafi verið barinn til bana. 12.6.2006 19:30
Slökkvilið að störfum djúpt inni í fjalli Eldur kom upp í 420 metra háum fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar nú síðdegis og er slökkvilið þar að störfum djúpt inni í fjalli. Menn eru ekki taldir í hættu. 12.6.2006 19:15
Ákærður fyrir kynferðislega áreitni í Bretlandi Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlku í Bretlandi. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 12.6.2006 19:00
Nýr meirihluti í Dalabyggð H-listi og N-listi í Dalabyggð hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Samkvæmt heimildum miðilsins verður skrifað undir málefnasamning á morgun. 12.6.2006 18:45
Birkir Jón líklega formaður fjárlaganefndar Framsóknarþingmaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tekur að öllum líkindum við formennsku í fjárlaganefnd Alþingis í haust. Jón Sigurðsson, verðandi ráðherra, fer í launalaust leyfi frá Seðlabankanum en á meðan gefst ráðamönnum svigrúm til að finna nýjan seðlabankastjóra. 12.6.2006 18:38
Barnaskóla lokað í Ísrael til að þrýsta á um aðgerðir Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn. 12.6.2006 18:25
Hafnar ásökunum um afskipti dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert hæft í því að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag rekur hann ástæður þess að Jóhanni Haukssyni hafi verið vikið úr stjórnmálafréttaskrifum á Fréttablaðinu. 12.6.2006 17:56
Eldur í fallgöngum 2 í Fljótsdal Slökkvilið frá Egilsstöðum var sent inn í Fljótsdal nú síðla dags vegna elds sem kom upp inni í fallgöngum tvö á Kárahnjúkum. Enginn maður mun vera í hættu en lögregla er þegar komin á vettvang og er búist við að slökkvilið fari inn í gegnum stöðvarhúsið í Fljótsdal. Ekki liggur fyrir hversu mikill eldurinn er eða hver upptök hans eru. 12.6.2006 17:51
Aðildarviðræður hafnar við Tyrkland Evrópusambandið hefur nú hafið fyrstu lotu aðildarviðræðna við Tyrkland. Kýpversk stjórnvöld vildu að Evrópusambandið þrýsti harðar á Tyrkland um að aðildarviðræður myndu ekki hefjast fyrr en Tyrkland viðurkenndi Kýpur sem sjálfstætt ríki. 12.6.2006 17:50
Heildarafli hefur dregist saman um 460 þúsund tonn Heildarafli þar sem af er þessu fiskveiðiári hefur dregist saman um 460 þúsund tonn miðað við sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Nýjar mælingar á ástandi sjávar við Ísland sýna hins vegar að uppvaxtarskilyrði fyrir sunnan, vestan og norðan land eru með betra móti. 12.6.2006 17:30
Málefnasamningur meirihluta í borginni kynntur á morgun Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur verður kynntur á morgun að loknum aukafundi í borgarstjórn. 12.6.2006 17:00
Stúlkan útskrifuð af gjörgæsludeild Fjórtán ára stúlka, sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi í Ártúnsbrekku í fyrrinótt, hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild. Stúlkunni var haldið sofandi í öndunarvél fyrst eftir slysið en samkvæmt vakthafandi lækni voru áverkarnir á höfði en ekki heila og því minni en talið var í fyrstu. 12.6.2006 16:47
Framsóknarkonur fagna ráðherraskipan Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna fagnar því að jafn margar konur og karlar skipa ráðherraembætti á vegum flokksins. Í ályktun sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í dag segir að þetta sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins. 12.6.2006 16:34
37 þúsund tonna aukning fiskaflans Heildarafli íslenskra fiskiskipa í maí var tæplega 179 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Það er þrjátíu og sjö þúsund tonna aukning miðað við sama tíma í fyrra. 12.6.2006 16:12
Alþjóðlegt þing um loftslagsbreytingar á Nordica Ísland er fyrirmyndarland í orkumálum, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í opnunarræðu sinni á þingi um loftslagsbreytingar sem nú stendur yfir á Hótel Nordica. Ólafur Ragnar fjallaði um mikilvægi umræðu um loftslagsbreytingar. Hann sagði Íslendinga sanna það að hægt væri að breyta hratt venjum hvað varðar orkuneyslu. Íslendingar hefðu kynt hús sín með kolum fyrir rúmlega hálfri öld en nú væri Ísland orðið fyrirmyndarland í orkumálum. 12.6.2006 14:15
Mestu flóð í Kína í 30 ár Nærri hundrað hafa látist í miklum flóðum í Kína undanfarna tíu daga. Úrhellisrigning undanfarið hefur valdið mestu flóðum sem orðið hafa í landinu í heil þrjátíu ár. 12.6.2006 14:15
Kröfu verjenda hafnað Kröfu verjenda tveggja sakborninga í Baugsmálinu um að settur saksóknari í málinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, beri vitni í málinu, var hafnað í Héraðsdómi í dag. 12.6.2006 14:13
Ölvunarakstur og hraðakstur helsta orsök banaslysa Rannsóknarnefnd umferðarslysa birti í dag skýrslu sína um umferðarslys árið 2005. 19 manns létust í umferðarslysum í fyrra. Algengustu orsakir slysa voru ölvunarakstur og hraðakstur. Rannsóknarnefnd umferðarslysa birti í dag skýrslu sína um umferðarslys árið 2005. 12.6.2006 14:00
Rannsókn á meintu landhelgisbroti færeysks togara Ríkissaksóknari hefur nú til athugunar rökstuðning Landhelgisgæslunnar fyrir því að halda áfram rannsókn á meintu landhelgisbroti færeysks togara á Íslandsmiðum fyrr á árinu, en togarinn slapp í land í Færeyjum. 12.6.2006 13:30
Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms Karlmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir vörslu á barnaklámi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa tæplega 400 myndir, bæði ljósmyndir og myndir á tölvutæku formi, sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 12.6.2006 12:45
Vísitala neysluverðs æðir upp Vísitala neysluverðs æðir upp á við og jafngildir hækkun hennar þrjá síðustu mánuði rúmlega sextán prósenta verðbólgu. Verðbólgan á einu ári nemur átta prósentum. 12.6.2006 12:30
Ekki færður til vegna umkvartana dómsmálaráðherra Jóhann Hauksson, blaðamaður Fréttablaðsins, hefur sagt upp starfi sínu eftir að hafa verið færður úr skrifum um stjórnmál. Ritstjóri Fréttablaðsins segir ekkert hæft í þeirri fullyrðingu Jóhanns að hann hafi verið færður til í starfi vegna umkvartana dómsmálaráðherra um skrif hans. 12.6.2006 12:16