Hafnar ásökunum um afskipti dómsmálaráðherra 12. júní 2006 17:56 Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert hæft í því að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag rekur hann ástæður þess að Jóhanni Haukssyni hafi verið vikið úr stjórnmálafréttaskrifum á Fréttablaðinu. Jóhann Hauksson sagði eins og kunnugt er, starfi sínu lausu í framhaldi og var gerður starfslokasamnigur við hann. Yfirlýsing Þorsteins Pálssonar í heild sinni: Vegna yfirlýsinga Jóhanns Haukssonar blaðamanns í Morgunblaðinu og ljósvakamiðlum síðustu daga vil ég taka þetta fram: Allar ásakanir um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi með beinum eða óbeinum hætti haft áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins eru rangar og með öllu tilhæfulausar. Fyrir þeim er ekki svo mikið sem flugufótur. Það rétta í málinu er þetta: 1. Skömmu eftir að ég kom að Fréttablaðinu í lok febrúar færði fréttaritstjórinn, Sigurjón M. Egilsson, í tal við mig að hann vildi, ásamt ýmsu öðru, koma fram breytingum varðandi stjórnmálafréttaskrif blaðsins sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ég sagðist vilja meta þau sjálfstætt yfir lengri tíma áður en ég féllist á tillöguna. Þegar kom fram á vor sýndist mér mat fréttaritstjórans vera rétt. Ég taldi hins vegar rétt að verkaskipti að þessu leyti yrðu við lok vorþings við eðlileg kaflaskil í þeim störfum. Það varð niðurstaðan. 2. Fréttaritstjórinn gaf út skriflegar leiðbeiningar 18. apríl sl.um efnistök varðandi einn þeirra þátta sem Jóhann Hauksson annaðist. Þær leiðbeiningar voru að engu hafðar. 3. Fréttaritstjórinn ræddi 11. maí sl. við Björn Þór Sigbjörnsson blaðamann um möguleika á því að hann tæki að sér, þegar þar að kæmi, hluta þeirra verka sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ljóst má vera að með öllu var útilokað að fréttaritstjórinn hafi á þeim tíma séð fyrir viðbrögð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vegna óbirtrar greinar Jóhanns Haukssonar. Sú grein birtist 2.júní. 4. Þriðjudaginn 6. júní sl. gerði ég, ásamt fréttaritstjóranum, Jóhanni Haukssyni grein fyrir áformuðum breytingum. Honum var sagt að þær byggðust á heildarmati á skrifum hans um lengri tíma. Við töldum að í þeim hefði ekki verið gætt þess jafnvægis sem fréttalesendur Fréttablaðsins eiga að geta gert kröfu um. Jóhann Hauksson spurði hvort einhver einstök skrif hans væru tilefni þessa. Hann fékk mjög skýr svör um að svo væri ekki. Hann spurði beint hvort kvörtun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra frá 2. júní væri ástæða. Hann fékk skýr svör um að svo væri ekki. Það er því algjör uppspuni að gefið hafi verið í skyn að sá tölvupóstur væri ástæða breytinganna. Það hefði enda ekki verið sannleikanum samkvæmt og í fullu ósamræmi við ofangreinda atburðarás. 5. Tölvupóstur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra barst 2. júní sl. Hann var sendur í samriti til mín og Jóhanns Haukssonar. Ég ræddi það mál ekki við Jóhann og því síður við sendandann. 6. Mér er mætavel ljóst að vegna fyrri starfa minna er auðvelt að sá frækorni tortryggni um hvaðeina sem ég tek mér fyrir hendur. Í þessu tilviki hefur það verið gert á grófan hátt með aðferðum sem ekkert eiga skylt við blaðamennsku. 7. Vegna greinar Hallgríms Helgasonar rithöfundar í Fréttablaðinu í gær um þetta mál get ég upplýst að fréttaritstjóri Fréttablaðsins greindi honum frá staðreyndum þessa máls áður en greinin fór í birtingu. Hallgrímur Helgason rithöfundur ver svo heiður sinn sjálfur. 12. júní 2006 Þorsteinn Pálsson Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert hæft í því að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi með beinum eða óbeinum hætti áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag rekur hann ástæður þess að Jóhanni Haukssyni hafi verið vikið úr stjórnmálafréttaskrifum á Fréttablaðinu. Jóhann Hauksson sagði eins og kunnugt er, starfi sínu lausu í framhaldi og var gerður starfslokasamnigur við hann. Yfirlýsing Þorsteins Pálssonar í heild sinni: Vegna yfirlýsinga Jóhanns Haukssonar blaðamanns í Morgunblaðinu og ljósvakamiðlum síðustu daga vil ég taka þetta fram: Allar ásakanir um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi með beinum eða óbeinum hætti haft áhrif á innri málefni ritstjórnar Fréttablaðsins eru rangar og með öllu tilhæfulausar. Fyrir þeim er ekki svo mikið sem flugufótur. Það rétta í málinu er þetta: 1. Skömmu eftir að ég kom að Fréttablaðinu í lok febrúar færði fréttaritstjórinn, Sigurjón M. Egilsson, í tal við mig að hann vildi, ásamt ýmsu öðru, koma fram breytingum varðandi stjórnmálafréttaskrif blaðsins sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ég sagðist vilja meta þau sjálfstætt yfir lengri tíma áður en ég féllist á tillöguna. Þegar kom fram á vor sýndist mér mat fréttaritstjórans vera rétt. Ég taldi hins vegar rétt að verkaskipti að þessu leyti yrðu við lok vorþings við eðlileg kaflaskil í þeim störfum. Það varð niðurstaðan. 2. Fréttaritstjórinn gaf út skriflegar leiðbeiningar 18. apríl sl.um efnistök varðandi einn þeirra þátta sem Jóhann Hauksson annaðist. Þær leiðbeiningar voru að engu hafðar. 3. Fréttaritstjórinn ræddi 11. maí sl. við Björn Þór Sigbjörnsson blaðamann um möguleika á því að hann tæki að sér, þegar þar að kæmi, hluta þeirra verka sem Jóhann Hauksson hafði með höndum. Ljóst má vera að með öllu var útilokað að fréttaritstjórinn hafi á þeim tíma séð fyrir viðbrögð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vegna óbirtrar greinar Jóhanns Haukssonar. Sú grein birtist 2.júní. 4. Þriðjudaginn 6. júní sl. gerði ég, ásamt fréttaritstjóranum, Jóhanni Haukssyni grein fyrir áformuðum breytingum. Honum var sagt að þær byggðust á heildarmati á skrifum hans um lengri tíma. Við töldum að í þeim hefði ekki verið gætt þess jafnvægis sem fréttalesendur Fréttablaðsins eiga að geta gert kröfu um. Jóhann Hauksson spurði hvort einhver einstök skrif hans væru tilefni þessa. Hann fékk mjög skýr svör um að svo væri ekki. Hann spurði beint hvort kvörtun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra frá 2. júní væri ástæða. Hann fékk skýr svör um að svo væri ekki. Það er því algjör uppspuni að gefið hafi verið í skyn að sá tölvupóstur væri ástæða breytinganna. Það hefði enda ekki verið sannleikanum samkvæmt og í fullu ósamræmi við ofangreinda atburðarás. 5. Tölvupóstur Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra barst 2. júní sl. Hann var sendur í samriti til mín og Jóhanns Haukssonar. Ég ræddi það mál ekki við Jóhann og því síður við sendandann. 6. Mér er mætavel ljóst að vegna fyrri starfa minna er auðvelt að sá frækorni tortryggni um hvaðeina sem ég tek mér fyrir hendur. Í þessu tilviki hefur það verið gert á grófan hátt með aðferðum sem ekkert eiga skylt við blaðamennsku. 7. Vegna greinar Hallgríms Helgasonar rithöfundar í Fréttablaðinu í gær um þetta mál get ég upplýst að fréttaritstjóri Fréttablaðsins greindi honum frá staðreyndum þessa máls áður en greinin fór í birtingu. Hallgrímur Helgason rithöfundur ver svo heiður sinn sjálfur. 12. júní 2006 Þorsteinn Pálsson
Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent