Erlent

Aðildarviðræður hafnar við Tyrkland

Utanríkisráðherra Grikklands, Dora Bakoyannis, t.v., og Abdullah Gul utanríkisráðherra Tyrklands halda hér á traustssáttmála milli landanna sem undirritaður var í dag.
Utanríkisráðherra Grikklands, Dora Bakoyannis, t.v., og Abdullah Gul utanríkisráðherra Tyrklands halda hér á traustssáttmála milli landanna sem undirritaður var í dag. MYND/AP

Evrópusambandið hefur nú hafið fyrstu lotu aðildarviðræðna við Tyrkland. Kýpversk stjórnvöld vildu að Evrópusambandið þrýsti harðar á Tyrkland um að aðildarviðræður myndu ekki hefjast fyrr en Tyrkland viðurkenndi Kýpur sem sjálfstætt ríki.

Einnig kröfðust Kýpverjar þess að Tyrkir afléttu hafnbanni á kýpversk skip og að Tyrkland viðurkenndi tollabandalag við Kýpur og níu önnur ríki sem síðast gengu inn í Evrópusambandið.

Evrópusambandið hefur hins vegar ítrekað við tyrknesk stjórnvöld að af fullri aðild geti aldrei orðið fyrr en allar landamæradeilur hafa verið leystar. Einnig hafa Tyrkir setið undir ámæli fyrir mannréttindabrot og er enn nokkurra úrbóta þörf í þeim efnum. Búist er við að aðildarviðræðurnar í heild sinni geti tekið um áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×