Fleiri fréttir Þrjú grjóthrun á Óshlíðarveg Grjót hefur þrisvar sinnum hrunið á Óshlíðarveg á rúmum sólarhring en í öllum tilvikum var enginn vegfarandi á ferð þegar skriðurnar hrundu. 12.6.2006 10:30 Átti að losna fljótlega úr Guantanamo-búðunum Einn þremenninganna sem hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum um helgina átti að losna úr prísundinni fljótlega, en vissi ekki af því sjálfur. 12.6.2006 10:12 Kemur í ljós hvort saksóknari þurfi að bera vitni Það kemur í ljós klukkan eitt í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, þurfi að bera vitni í málinu. 12.6.2006 09:59 Acclaim for Icelandic composers. 12.6.2006 09:47 Íbúðalán bankanna hrapa um rúma 11 milljarða Íbúðalán bankanna hafa hrapað úr rúmum nítján milljörðum króna í maí í fyrra niður í sjö og hálfan milljarð í maí í ár, samkvæmt tölum Seðlabankans. Upphæðin í nýliðnum maímánuði er jafnframt sú lægsta síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst árið 2004. 12.6.2006 09:03 Ölvun, slagsmál og fingurbit á Bolungarvík Helgin var fjörug hjá lögreglunni í Bolungarvík. Ball var haldið aðfaranótt laugardags í félagsheimilinu Víkurbæ og var talsverður erill í kringum það. Á laugardagsmorguninn hafði lögregla stöðvað tvo unga menn með stóran poka fullan af áfengi sem þeir höfðu stolið úr Víkurbæ. Mennirnir gistu fangageymslur en var sleppt seinna um daginn eftir að þeir viðurkenndu verknaðinn. 12.6.2006 08:18 Guðni Ágústsson vill opinbert álverð Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tók undir það sjónarmið Einars Odds Kristjánssonar, varaformanns fjárlaganefndar, í þættinum Pressunni á NFS í gær, að Landsvirkjun eigi að opinbera orkusölusamning fyrirtækisins við Alcoa. 12.6.2006 08:10 Írönum ekki vel tekið Meira en þúsund þýskir gyðingar mótmæltu kröftuglega á götum Nurnberg í dag, þar sem Íranar spiluðu fyrsta leik sinn á HM. Lögreglan í Frankfurt þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. 11.6.2006 19:45 Sakaðir um að hafa barið Zarqawi til dauða Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa barið al-Zarkawi, leiðtoga al-Kæda í Írak, til dauða. Samtökin hóta stórfelldum árásum í landinu til að hefna leiðtoga síns. 11.6.2006 19:30 Hengdu sig í Guantanamo Þrír fangar hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu um helgina. Hernaðaraðgerð gegn Bandaríkjunum, segir yfirmaður fangelsisins. 11.6.2006 19:00 Sænska ríkið greiði skaðabætur vegna njósna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. 11.6.2006 18:45 Ráðherraskipti einstök vegna fjölda Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði. 11.6.2006 18:45 Íslendingar lögðu Svía í fyrri leik þjóðanna fyrir HM Íslenska landsliðið í handknattleik vann fjögurra marka sigur á Svíum, 32:28, í fyrri leik þjóðanna í undankeppni HM í dag. Leikið var í Globen í Stokkhólmi. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Svíum í handbolta í 48 ár. 11.6.2006 17:26 Seinkun á öllum vélum Iceland Express Seinkun hefur orðið á öllum vélum Iceland Express til í dag. Vélin sem átti að fara til Gautaborgar í morgun bilaði. Farþegum var útvegað far með öðrum vélum og fara síðustu farþegarnir utan seinnipartinn. Þetta varð til þess að seinkun varð á Kaupmannahafnar- og Lundúnarflugi þar sem vélunum var millilent í Gautaborg. Þá varð seinkun á brottför vélar Iceland Express til Alicante sem fara átti nú klukkan fjögur. Brottför þeirrar vélar er nú áætluð snemma í kvöld. 11.6.2006 16:45 Fyrsti hitabeltisstormur ársins. Yfirvöld á Kúbu og Flórída í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna fyrsta hitabeltisstorms ársins. Hitabeltisstormurinn Albert stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Cayman-eyjum, þar sem hefur hellirignt í dag, og óttast er að aurskriður kunni að fylgja. 11.6.2006 16:30 Færa þarf tímabundnar fórnir Færa þarf tímabundnar fórnir til að hægt verði að byggja upp þorskstofninn að mati sjávarútvegsráðherra. Ekki er hægt að búa við það að ekkert miði í uppbyggingu stofnsins. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í sjómannadagsávarpi sínu. 11.6.2006 16:28 Hóta stórfelldum árásum í Írak Al Qaeda í Írak hóta stórfelldum árásum í landinu eftir að al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, var drepinn í vikunni. Þetta kemur fram á heimasíðu herskárra múslima í dag. 11.6.2006 16:17 Orkuverð til ALCOA birt Guðni Ágússtsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tekur undir það sjónarmið að Landsvirkjun eigi að opinbera orkusölusamning fyrirtækisins við Alcoa. þetta kom fram í þættinum Pressan á NFS í dag. 11.6.2006 14:07 Tilboðið gallað en þó gott Ari Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin, sagði í morgun að margt væri gallað við tilboð stórveldanna sex um lausn deilunnar en einnig margt sem Íranar gætu sætt sig við. 11.6.2006 11:45 Naktir hjólreiðamenn mótmæla í Mexíkó Á þriðja tug mótmælenda komu saman naktir á hjólum í miðborg Mexíkóborgar í gær til að mótmæla bílamenningu í Mexíkó. Með aðgerðunum vildu hjólreiðamenn einnig krefja ökumenn bíla um að sýna þeim virðingu. 11.6.2006 11:30 Loka varð hverfum í Frankfurt Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. Englendingar unnu leikinn 1-0. 11.6.2006 11:15 Abbas og Haniyeh funda Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnarinnar, funduðu í gær eftir að Abbas boðaði til atkvæðagreiðslu í júlí um tillögu sem meðal annars tekur til þess hvort viðurkenna eigi Ísraelsríki. 11.6.2006 11:00 Umferðarslys í Ártúnsbrekkunni Einn liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir umferðarslys sem var í Ártúnsbrekkunni um klukkan tvö í nótt nótt. 11.6.2006 10:45 Sjálfsvíg í Guantanamo-fangelsinu Þrír fangar í Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í gær. Að sögn Bandaríkjahers hengdu þeir sig allir með snöru sem þeir höfðu sjálfir búið til úr rúmfötum og fatnaði. 11.6.2006 10:30 Mikið um hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Dagskráin hefst á mörgum stöðum með guðþjónstu en nú klukkan tíu hófst minningarathöfn Sjómannadagsins í Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Í Reykjavík verður í dag haldin Hátíð hafsins og er dagskráin fjölbreytt. Sjávarútvegsráðherra heldur sitt ávarp klukkan tvö en þetta er í fyrsta sinn sem Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, heldur slíkt ávarp. 11.6.2006 10:15 Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem tekur við á fimmtudaginn. Maður utan þings tekur sæti í ríkisstjórninni og kona verður í fyrsta sinn utanríkisráðherra. 11.6.2006 10:00 Guðni sáttur Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa sóst eftir öðru ráðuneyti en Landbúnaðarráðuneytinu. Hann lítur ekki svo á að verið sé að stilla Valgerði Sverrisdóttur upp sem formannsefni á móti sér. 10.6.2006 19:34 Slagsmál á bólivíska þinginu Til handalögmála kom á bólivíska þinginu fyrir helgi þegar stjórn og stjórnarandstaða deildu um löggjöf um vegaþjónustu sem stjórn landsins vill fella úr gildi. Stjórnarandstöðuþingmaður var ítrekað laminn í höfuðið áður en yfir lauk. 10.6.2006 19:30 Varnarmálin brýnust hjá Valgerði Valgerður Sverrisdóttir, verðandi utanríkisráðherra, segir að varnarmálin verði brýnasta verkefnið til að takast á við í utanríkismálum. Jón Sigurðsson, verðandi viðskipta- og iðnaðarráðherra segist hafa orðið að svara kalli skyldunnar og hverfa úr Seðlabankanum. Jónína Bjartmarz telur að sátt á milli framkvæmda og umhverfisverndarsinna verði hennar brýnasta verkefni í Umhverfisráðuneytinu. 10.6.2006 19:28 Þrír nýjir framsóknarráðherrar Þrír nýir framsóknarráðherrar verða í ríkisstjórn Geirs Haarde sem tekur við forsætisráðherrastólnum af Halldóri Ásgrímssyni næsta fimmtudag. Valgerður Sverrisdóttir flytur sig úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í utanríkisráðuneytið en Jón Sigurðsson seðlabankastjóri tekur við stóli Valgerðar. Magnús Stefánsson tekur við af Jóni Kristjánssyni í Félagsmálaráðuneytinu en Jón lætur af ráðherradómi. Jónína Bjartmarz verður umhverfisráðherra en þaðan hverfur Sigríður Anna Þórðardóttir. 10.6.2006 19:24 3 fangar í Guantanamo látnir Þrír fangar sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í dag. 10.6.2006 19:00 Tveir ráðherrar hætta í ríkisstjórn Jón Kristjánsson segist hafa farið fram á það sjálfur að hann léti eftir ráðherrastól sinn til Magnúsar Stefánssonar. Hann kveður sáttur. Sigríður Anna Þórðardóttir kveður einnig Umhverfisráðuneytið. Sigríður Anna baðst undan viðtali í dag en sagði í samtali við NFS vera sátt. Á henni mátti þó heyra að tilfinningar hennar væru blendnar gagnvart þeirri stöðu sem hún er nú í. Hún sagðist ætla eyða deginum í dag með fjölskyldu sinni en væri hugsanlega til viðtals á morgun. 10.6.2006 18:57 Abbas boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna. 10.6.2006 18:45 Bára Sigurjónsdóttir er látin Bára Sigurjónsdóttir, kunnasta kaupkona landsins, lést síðastliðinn fimmtudag á heimili sínu í Hafnarfirði, 84 ára að aldri. 10.6.2006 18:06 Piparúða og kylfum beitt í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að beita piparúða og kylfum til að halda aftur að hópi æstra gesta á kaffihúsi þegar lögreglumenn komu á vettvang til að binda enda á slagsmál sem þar höfðu brotist út. 10.6.2006 17:52 Ríkisstjórn Geirs Haarde tekur við á fimmtudaginn Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tilkynntu um breytingar á ríkisstjórninni í dag, en ríkisstjórnin verður undir forystu Geirs Haarde og hverfur Halldór úr ráðherrastól. Valgerður Sverrisdóttir verður utanríkisráðherra í ríkisstjórninni og Jónína Bjartmarz tekur við umhverfisráðuneyti. Jón Kristjánsson, hættir sem félagsmálaráðherra og tekur Magnús Stefánsson við þeim stóli. Þá sækja framsóknarmenn Jón Sigurðsson í Seðlabankann og tekur hann við Viðskipta- og Iðnaðarráðuneytinu. Breytingar hjá Sjálfstæðismönnum eru ekki aðrar en þær að Sigrður Anna þórðardóttir hættir sem umhverfisráðherra og Geir tekur við forsætisráðuneytinu. 10.6.2006 16:47 3 nýir ráðherrar hjá Framsóknarflokknum Þrír nýir Framsóknarmenn taka sæti í ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins. Jón Sigurðsson, núverandi Seðlabankastjóri, tekur við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Magnús Stefánsson verður félagsmálaráðherra og Jónína Bjartmars verður umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandaráðs. Valgerður Sverrisdóttir flyst úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í utanríkisráðuneytið. 10.6.2006 14:36 Ný ríkisstjórn kynnt eftir klukkustund Ný ríkisstjórn undir forystu Geirs H. Haarde verður að líkindum kynnt á blaðamannafundi sem hefst á eftir klukkan hálf þrjú. Það er Halldór Ásgrímsson sem boðar til fundarins sem verður í Alþingishúsinu. NFS sendir beint út frá fundinum. 10.6.2006 13:26 Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þetta er samt nokkuð lægra hlutfall en fyrir 30 árum, þegar um 38% þjóðarinnar trúði bókstaflega á orð hins heilaga rits. 10.6.2006 12:00 Mannskæð flóð í Kína Miklar rigningar ollu töluverðum flóðum í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun en töluvert hefur rignt og flætt á svæðinu síðustu daga. Þrjú göt komu á stíflu í Liuxi fljóti og reyndu mörg hundruð lögreglumenn að hefta vatnsflauminn með sandpokum. 10.6.2006 11:45 Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári. 10.6.2006 11:30 Ráðist á 17 ára ungling á Eiðistorgi Ráðist var á 17 ára ungling á Eiðistorgi um klukkan eitt í nótt og hann laminn og sparkað í höfuð hans. Hann var fluttur á slysadeild en ekki talinn alvarlega slasaður. Árásarmaðurinn, sem er tvítugur, er í haldi lögreglu. 10.6.2006 11:15 Þingmenn stjórnarflokkanna í viðbragðsstöðu Þingmenn stjórnarflokkana hafa verið beðnir um að vera í viðbragðsstöðu til þess að geta í skyndi komið á þingflokksfundi vegna breytinga á ríkisstjórninni. 10.6.2006 11:00 Rýma þurfti íbúðarhús vegna bruna í Keflavík Slökkviliðsmenn börðust við eld í Hjólbarðaverkstæði í Keflavík í nótt. Rýma þurfti íbúðarhús vegna brunans. 10.6.2006 10:39 Eldur logar í dekkjaverkstæði í Keflavík Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í dekkjaverkstæði í Keflavík. Í húsinu er nokkuð magn dekkja en þar er einnig smurstöð. Lögreglan fékk tilkynningu um eldinn á ellefta tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Keflavík virðist eldurinn eitthvað vera í rénun en slökkvistarf er enn í fullum gangi. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt slökkviliðinu í Hafnarfirði og frá Keflavíkurflugvelli vinna að slökkvistarfinu. 9.6.2006 23:57 Sjá næstu 50 fréttir
Þrjú grjóthrun á Óshlíðarveg Grjót hefur þrisvar sinnum hrunið á Óshlíðarveg á rúmum sólarhring en í öllum tilvikum var enginn vegfarandi á ferð þegar skriðurnar hrundu. 12.6.2006 10:30
Átti að losna fljótlega úr Guantanamo-búðunum Einn þremenninganna sem hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum um helgina átti að losna úr prísundinni fljótlega, en vissi ekki af því sjálfur. 12.6.2006 10:12
Kemur í ljós hvort saksóknari þurfi að bera vitni Það kemur í ljós klukkan eitt í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, þurfi að bera vitni í málinu. 12.6.2006 09:59
Íbúðalán bankanna hrapa um rúma 11 milljarða Íbúðalán bankanna hafa hrapað úr rúmum nítján milljörðum króna í maí í fyrra niður í sjö og hálfan milljarð í maí í ár, samkvæmt tölum Seðlabankans. Upphæðin í nýliðnum maímánuði er jafnframt sú lægsta síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst árið 2004. 12.6.2006 09:03
Ölvun, slagsmál og fingurbit á Bolungarvík Helgin var fjörug hjá lögreglunni í Bolungarvík. Ball var haldið aðfaranótt laugardags í félagsheimilinu Víkurbæ og var talsverður erill í kringum það. Á laugardagsmorguninn hafði lögregla stöðvað tvo unga menn með stóran poka fullan af áfengi sem þeir höfðu stolið úr Víkurbæ. Mennirnir gistu fangageymslur en var sleppt seinna um daginn eftir að þeir viðurkenndu verknaðinn. 12.6.2006 08:18
Guðni Ágústsson vill opinbert álverð Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tók undir það sjónarmið Einars Odds Kristjánssonar, varaformanns fjárlaganefndar, í þættinum Pressunni á NFS í gær, að Landsvirkjun eigi að opinbera orkusölusamning fyrirtækisins við Alcoa. 12.6.2006 08:10
Írönum ekki vel tekið Meira en þúsund þýskir gyðingar mótmæltu kröftuglega á götum Nurnberg í dag, þar sem Íranar spiluðu fyrsta leik sinn á HM. Lögreglan í Frankfurt þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. 11.6.2006 19:45
Sakaðir um að hafa barið Zarqawi til dauða Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa barið al-Zarkawi, leiðtoga al-Kæda í Írak, til dauða. Samtökin hóta stórfelldum árásum í landinu til að hefna leiðtoga síns. 11.6.2006 19:30
Hengdu sig í Guantanamo Þrír fangar hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu um helgina. Hernaðaraðgerð gegn Bandaríkjunum, segir yfirmaður fangelsisins. 11.6.2006 19:00
Sænska ríkið greiði skaðabætur vegna njósna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt sænska ríkið til að greiða fimm Svíum á fimmtu milljón íslenskra króna í skaðabætur fyrir mannréttindabrot þegar öryggislögreglan njósnaði um þá og geymdi upplýsingar. Nýlega var upplýst að símar fjölda íslenskra þingmanna voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. 11.6.2006 18:45
Ráðherraskipti einstök vegna fjölda Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði. 11.6.2006 18:45
Íslendingar lögðu Svía í fyrri leik þjóðanna fyrir HM Íslenska landsliðið í handknattleik vann fjögurra marka sigur á Svíum, 32:28, í fyrri leik þjóðanna í undankeppni HM í dag. Leikið var í Globen í Stokkhólmi. Þetta er fyrsti sigur Íslands á Svíum í handbolta í 48 ár. 11.6.2006 17:26
Seinkun á öllum vélum Iceland Express Seinkun hefur orðið á öllum vélum Iceland Express til í dag. Vélin sem átti að fara til Gautaborgar í morgun bilaði. Farþegum var útvegað far með öðrum vélum og fara síðustu farþegarnir utan seinnipartinn. Þetta varð til þess að seinkun varð á Kaupmannahafnar- og Lundúnarflugi þar sem vélunum var millilent í Gautaborg. Þá varð seinkun á brottför vélar Iceland Express til Alicante sem fara átti nú klukkan fjögur. Brottför þeirrar vélar er nú áætluð snemma í kvöld. 11.6.2006 16:45
Fyrsti hitabeltisstormur ársins. Yfirvöld á Kúbu og Flórída í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna fyrsta hitabeltisstorms ársins. Hitabeltisstormurinn Albert stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Cayman-eyjum, þar sem hefur hellirignt í dag, og óttast er að aurskriður kunni að fylgja. 11.6.2006 16:30
Færa þarf tímabundnar fórnir Færa þarf tímabundnar fórnir til að hægt verði að byggja upp þorskstofninn að mati sjávarútvegsráðherra. Ekki er hægt að búa við það að ekkert miði í uppbyggingu stofnsins. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í sjómannadagsávarpi sínu. 11.6.2006 16:28
Hóta stórfelldum árásum í Írak Al Qaeda í Írak hóta stórfelldum árásum í landinu eftir að al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, var drepinn í vikunni. Þetta kemur fram á heimasíðu herskárra múslima í dag. 11.6.2006 16:17
Orkuverð til ALCOA birt Guðni Ágússtsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tekur undir það sjónarmið að Landsvirkjun eigi að opinbera orkusölusamning fyrirtækisins við Alcoa. þetta kom fram í þættinum Pressan á NFS í dag. 11.6.2006 14:07
Tilboðið gallað en þó gott Ari Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin, sagði í morgun að margt væri gallað við tilboð stórveldanna sex um lausn deilunnar en einnig margt sem Íranar gætu sætt sig við. 11.6.2006 11:45
Naktir hjólreiðamenn mótmæla í Mexíkó Á þriðja tug mótmælenda komu saman naktir á hjólum í miðborg Mexíkóborgar í gær til að mótmæla bílamenningu í Mexíkó. Með aðgerðunum vildu hjólreiðamenn einnig krefja ökumenn bíla um að sýna þeim virðingu. 11.6.2006 11:30
Loka varð hverfum í Frankfurt Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. Englendingar unnu leikinn 1-0. 11.6.2006 11:15
Abbas og Haniyeh funda Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnarinnar, funduðu í gær eftir að Abbas boðaði til atkvæðagreiðslu í júlí um tillögu sem meðal annars tekur til þess hvort viðurkenna eigi Ísraelsríki. 11.6.2006 11:00
Umferðarslys í Ártúnsbrekkunni Einn liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir umferðarslys sem var í Ártúnsbrekkunni um klukkan tvö í nótt nótt. 11.6.2006 10:45
Sjálfsvíg í Guantanamo-fangelsinu Þrír fangar í Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í gær. Að sögn Bandaríkjahers hengdu þeir sig allir með snöru sem þeir höfðu sjálfir búið til úr rúmfötum og fatnaði. 11.6.2006 10:30
Mikið um hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Dagskráin hefst á mörgum stöðum með guðþjónstu en nú klukkan tíu hófst minningarathöfn Sjómannadagsins í Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Í Reykjavík verður í dag haldin Hátíð hafsins og er dagskráin fjölbreytt. Sjávarútvegsráðherra heldur sitt ávarp klukkan tvö en þetta er í fyrsta sinn sem Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, heldur slíkt ávarp. 11.6.2006 10:15
Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra Vandasöm verkefni bíða nýrra ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem tekur við á fimmtudaginn. Maður utan þings tekur sæti í ríkisstjórninni og kona verður í fyrsta sinn utanríkisráðherra. 11.6.2006 10:00
Guðni sáttur Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa sóst eftir öðru ráðuneyti en Landbúnaðarráðuneytinu. Hann lítur ekki svo á að verið sé að stilla Valgerði Sverrisdóttur upp sem formannsefni á móti sér. 10.6.2006 19:34
Slagsmál á bólivíska þinginu Til handalögmála kom á bólivíska þinginu fyrir helgi þegar stjórn og stjórnarandstaða deildu um löggjöf um vegaþjónustu sem stjórn landsins vill fella úr gildi. Stjórnarandstöðuþingmaður var ítrekað laminn í höfuðið áður en yfir lauk. 10.6.2006 19:30
Varnarmálin brýnust hjá Valgerði Valgerður Sverrisdóttir, verðandi utanríkisráðherra, segir að varnarmálin verði brýnasta verkefnið til að takast á við í utanríkismálum. Jón Sigurðsson, verðandi viðskipta- og iðnaðarráðherra segist hafa orðið að svara kalli skyldunnar og hverfa úr Seðlabankanum. Jónína Bjartmarz telur að sátt á milli framkvæmda og umhverfisverndarsinna verði hennar brýnasta verkefni í Umhverfisráðuneytinu. 10.6.2006 19:28
Þrír nýjir framsóknarráðherrar Þrír nýir framsóknarráðherrar verða í ríkisstjórn Geirs Haarde sem tekur við forsætisráðherrastólnum af Halldóri Ásgrímssyni næsta fimmtudag. Valgerður Sverrisdóttir flytur sig úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í utanríkisráðuneytið en Jón Sigurðsson seðlabankastjóri tekur við stóli Valgerðar. Magnús Stefánsson tekur við af Jóni Kristjánssyni í Félagsmálaráðuneytinu en Jón lætur af ráðherradómi. Jónína Bjartmarz verður umhverfisráðherra en þaðan hverfur Sigríður Anna Þórðardóttir. 10.6.2006 19:24
3 fangar í Guantanamo látnir Þrír fangar sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í dag. 10.6.2006 19:00
Tveir ráðherrar hætta í ríkisstjórn Jón Kristjánsson segist hafa farið fram á það sjálfur að hann léti eftir ráðherrastól sinn til Magnúsar Stefánssonar. Hann kveður sáttur. Sigríður Anna Þórðardóttir kveður einnig Umhverfisráðuneytið. Sigríður Anna baðst undan viðtali í dag en sagði í samtali við NFS vera sátt. Á henni mátti þó heyra að tilfinningar hennar væru blendnar gagnvart þeirri stöðu sem hún er nú í. Hún sagðist ætla eyða deginum í dag með fjölskyldu sinni en væri hugsanlega til viðtals á morgun. 10.6.2006 18:57
Abbas boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna. 10.6.2006 18:45
Bára Sigurjónsdóttir er látin Bára Sigurjónsdóttir, kunnasta kaupkona landsins, lést síðastliðinn fimmtudag á heimili sínu í Hafnarfirði, 84 ára að aldri. 10.6.2006 18:06
Piparúða og kylfum beitt í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að beita piparúða og kylfum til að halda aftur að hópi æstra gesta á kaffihúsi þegar lögreglumenn komu á vettvang til að binda enda á slagsmál sem þar höfðu brotist út. 10.6.2006 17:52
Ríkisstjórn Geirs Haarde tekur við á fimmtudaginn Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tilkynntu um breytingar á ríkisstjórninni í dag, en ríkisstjórnin verður undir forystu Geirs Haarde og hverfur Halldór úr ráðherrastól. Valgerður Sverrisdóttir verður utanríkisráðherra í ríkisstjórninni og Jónína Bjartmarz tekur við umhverfisráðuneyti. Jón Kristjánsson, hættir sem félagsmálaráðherra og tekur Magnús Stefánsson við þeim stóli. Þá sækja framsóknarmenn Jón Sigurðsson í Seðlabankann og tekur hann við Viðskipta- og Iðnaðarráðuneytinu. Breytingar hjá Sjálfstæðismönnum eru ekki aðrar en þær að Sigrður Anna þórðardóttir hættir sem umhverfisráðherra og Geir tekur við forsætisráðuneytinu. 10.6.2006 16:47
3 nýir ráðherrar hjá Framsóknarflokknum Þrír nýir Framsóknarmenn taka sæti í ríkisstjórn undir forsæti Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins. Jón Sigurðsson, núverandi Seðlabankastjóri, tekur við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Magnús Stefánsson verður félagsmálaráðherra og Jónína Bjartmars verður umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandaráðs. Valgerður Sverrisdóttir flyst úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í utanríkisráðuneytið. 10.6.2006 14:36
Ný ríkisstjórn kynnt eftir klukkustund Ný ríkisstjórn undir forystu Geirs H. Haarde verður að líkindum kynnt á blaðamannafundi sem hefst á eftir klukkan hálf þrjú. Það er Halldór Ásgrímsson sem boðar til fundarins sem verður í Alþingishúsinu. NFS sendir beint út frá fundinum. 10.6.2006 13:26
Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þetta er samt nokkuð lægra hlutfall en fyrir 30 árum, þegar um 38% þjóðarinnar trúði bókstaflega á orð hins heilaga rits. 10.6.2006 12:00
Mannskæð flóð í Kína Miklar rigningar ollu töluverðum flóðum í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun en töluvert hefur rignt og flætt á svæðinu síðustu daga. Þrjú göt komu á stíflu í Liuxi fljóti og reyndu mörg hundruð lögreglumenn að hefta vatnsflauminn með sandpokum. 10.6.2006 11:45
Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári. 10.6.2006 11:30
Ráðist á 17 ára ungling á Eiðistorgi Ráðist var á 17 ára ungling á Eiðistorgi um klukkan eitt í nótt og hann laminn og sparkað í höfuð hans. Hann var fluttur á slysadeild en ekki talinn alvarlega slasaður. Árásarmaðurinn, sem er tvítugur, er í haldi lögreglu. 10.6.2006 11:15
Þingmenn stjórnarflokkanna í viðbragðsstöðu Þingmenn stjórnarflokkana hafa verið beðnir um að vera í viðbragðsstöðu til þess að geta í skyndi komið á þingflokksfundi vegna breytinga á ríkisstjórninni. 10.6.2006 11:00
Rýma þurfti íbúðarhús vegna bruna í Keflavík Slökkviliðsmenn börðust við eld í Hjólbarðaverkstæði í Keflavík í nótt. Rýma þurfti íbúðarhús vegna brunans. 10.6.2006 10:39
Eldur logar í dekkjaverkstæði í Keflavík Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem kviknaði í dekkjaverkstæði í Keflavík. Í húsinu er nokkuð magn dekkja en þar er einnig smurstöð. Lögreglan fékk tilkynningu um eldinn á ellefta tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Keflavík virðist eldurinn eitthvað vera í rénun en slökkvistarf er enn í fullum gangi. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt slökkviliðinu í Hafnarfirði og frá Keflavíkurflugvelli vinna að slökkvistarfinu. 9.6.2006 23:57