Innlent

Margæsadagurinn á Álftanesi

Forsetahjónin uppáklædd í Svíþjóð
Forsetahjónin uppáklædd í Svíþjóð MYND/Ghetty Images

Nemendur í Álftanesskóla fögnuðu margæsinni í dag. Meðal viðburða var uppsetning listaverks á Bessastaðatúni sem forseti Íslands veitti viðtöku. Margæsadagurinn er orðinn árlegur viðburður í Álftanesskóla og var haldinn í þriðja sinn í dag. Honum er ætlað að flétta saman fræðslu og skemmtun og er í samstarfi við bæjarfélagið og forsetaembættið.

Dagurinn hófst á fræðslu um margæsina í heimastofum nemenda. Síðan tóku við gönguferðir yngri nemenda um Nesið með starfsmanni Náttúrufræðistofnunar á meðan nemendur í 7. bekk settu upp listaverk á Bessastaðatúni undir leiðsögn listamannanna. Eldri nemendurnir undirbjuggu svo grillveislu fyrir allan skarann.

Listaverkið er mósaíkmynd af margæs úr litlum gæsum eftir írsk og íslensk skólabörn. Úr lofti mynda litlu gæsirnar eina stóra margæs. Listamennirnir, Jim Russel og Emma Meredith, sækjast eftir því að tengja saman börnin í þessum tveimur löndum eins og margæsin gerir sjálf. Margæsin er farfugl sem hefur stutt stopp hér á landi á vorin áður en hún heldur til Kanada á varpstöðvar sínar.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti listaverkinu formlega viðtöku eftir hádegið í dag. Honum leist vel á verkið og sagði hátíð á Bessastöðum þann tíma sem margæsin staldraði við. Börnin í Álftanesskóla hópuðust að forsetanum og spurðu hann spjörunum úr, meðal annars um bílakost forsetaembættisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×