Innlent

Vilja stunda hvalarannsóknir við Ísland

Áhugasömum Íslendingum býðst tækifæri á að taka þátt í rannsóknum á hvölum við Íslandsstrendur í sumar. En Alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sótt um að fá að stunda hvalarannsóknir við Ísland í sumar og bjóða almenningi meðal annars að slást með í för.

Samtökin, sem heita fullu nafni International Fund For Animal Welfare, sækja nú í annað sinn um leyfi til íslenskra stjórnvalda til fá að rannsaka hvali við strendur Íslands. Samtökin hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga í vísindaskyni en við upphaf þeirra sögðu samtökin þær stefna ferðaþjónustu á Íslandi í voða.

 

Rannsóknarskip á vegum sjóðsins kom síðast til landsins fyrir tveimur árum til þess að rannsaka hvali. Skipið, sem nú er stefnt á að komi hingað til lands, ber nafnið "Songs of the Whale" eða söngur hvalanna. Rannsóknartæknin sem notast er við felur það í sér að ekki þarf að drepa hvalina heldur er notast við sérstaka mynd- og hljóðskynjunartækni. Með því að fylgjast með hvölum og hlusta á þá telja rannsakandur að þeir geti fengið mjög góða mynd af hegðun og vistfræðilegu mikilvægi hvalanna. Ekki sé nauðsynlegt að rannsaka þá með því að veiða þá.

Líkt og í fyrri heimsókn verður íslenskum vísindamönnum og öðrum sem áhuga hafa boðið að taka þátt í rannsóknum eða fylgjast með þeim. Hægt er að nálgast slíkar umsóknir nú þegar. Fáist rannsóknarleyfið verður þeim upplýsingum sem safnast deilt með íslenskum vísindamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×