Erlent

Fulltrúi SÞ hittir Suu Kyi

Sendifulltrúi SÞ hittir utanríkisráðherra Myanmar.
Sendifulltrúi SÞ hittir utanríkisráðherra Myanmar. MYND/AP

Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna átti í morgun fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnaranstöðunnar í Myanmar, en henni hefur verið haldið í stofufangelsi í þrjú ár. Þetta er haft eftir heimildarmönnum í stjórn landsins.

Ekki er vitað hvað þeim fór á milli en þau ræddust við í um klukkustund. Suu Kyi hefur ekki aðgang að síma þar sem hún er í haldi og hefur fengið afar fáa gesti. Herstjórn Myanmar hefur sagt að Suu Kyi hafi verið hneppt í varðhald henni til verndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×