Innlent

Bílvelta í Hvalfjarðargöngum

mynd/vísir

Hvalfjarðagöngin eru lokuð þar sem slys varð í göngunum nú á níunda tímanum. En fólksbíll valt í göngunum eftir að ökumaður bílsins keyrði utan í vegg og misst stjórn á bílnum. Tveir voru í bílnum en ekki er talið að meiðsl þeirra séu alvarleg. Lögregla er nú á vettvangi og er ekki búist við því að göngin verða opnuð aftur fyrr en undir hádegi. Fólki er bent á að aka Hvalfjörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×