Innlent

Harður árekstur í Mývatnssveit

MYND/Róbert

Harður árekstur var á þjóðveginum við gömlu Kísiliðjuna við Mývatn á þriðja tímanum í dag. Tildrög slyssins eru óljós en annar bílanna valt við áreksturinn en hinn fór út af veginum. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki en lögregla er nú á vettvangi. Fyrr í dag var björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit var kölluð út vegna útlendinga sem fest höfðu bíl sinn við gatnamót Dettifossvegar og Hringvegarins. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur snjóað á þessum slóðum síðasta sólarhringinn og færð því versnað nokkuð. Ekkert amaði þó að fólkinu þegar sveitin kom á vettvang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×