Fleiri fréttir

Íranar sitja fast við sinn keip

Enginn sáttatónn var í Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, í dag þegar hann ræddi um kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar. Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar situr nú á rökstólum í Teheran með írönskum ráðamönnum.

Vökvinn hérlendis sagður hættulaus

Bandaríska fyrirtækið, Bausch & Lomb sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar fregna af Renu Moisture Loc-linsuvökvanum sem talinn er geta valdið blindu.

Endurgreiða gjöld og veita afslátt vegna stöðugleika í rekstri

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst greiða til baka hluta af gjöldum bæjarbúa til sveitarfélagsins á þessu ári og veita afslátt af dagvistargjöldum út árið. Bæjarstjóri segir þetta gert vegna stöðugleika sem náðst hafi í rekstri sveitarfélagsins.

Sérstök innbrotsvakt hjá lögreglunni

Innbrotsþjófar, sem hugsa sér gott til glóðarinnar nú um helgina, ættu að hugsa sinn gang. Lögreglan verður á sérstakri innbrotavakt og fylgist sérlega vel með íbúðar- og iðnaðarhverfum.

Skíðamaður slasaðist í Tungudal

Karlmaður slasaðist þegar hann féll á skíðum á skíðasvæðinu í Tungudal fyrr í dag. Maðurinn, sem er um sjötugt, var fluttur með sjúkraflugi á slysadeild Landspítalans-háskólasjúkrahús. Hann er ekki í lífshættu en ekki er vitað um hvers kyns meiðsli hans eru. Maðurinn er í rannsókn og verður mjög líklega lagður inn á spítalann.

Umhverfisráðherra skoðaði afleiðingar sinubrunans á Mýrum

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur falið Náttúrufræðistofnun Íslands að rannsaka áhrif sinubrunanna á Mýrum á lífríkið og mun stofnunin fylgist náið með framvindu gróðurs og dýrlífs á svæðinu á næstu árum. Umhverfisráðherra skoðaði í gær afleiðingar sinubrunans ásamt forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, sérfræðingum stofnunarinnar og fulltrúum heimamanna.

D-listinn klofnaði í afstöðu sinni

D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti.

Drápu eftirýstan al-Qaida liða í Pakistan

Félagi í al-Qaida samtökunum sem eftirlýstur hefur verið vegna aðildar að sprengingunni í sendiráði Bandaríkjanna í Kenía árið 1998 var skotinn til bana í Pakistan, nærri afgönsku landamærunum, í gærkvöld. Þetta er haft eftir innanríkisráðherra Pakistans.

Fjöldaslagsmál í tengslum við knattspyrnuleik í Danmörku

Til átaka kom á milli áhangenda dönsku knattspyrnuliðanna OB og Horsens sem áttust við í Óðinvéum í dag. Gestirnir frá Horsens létu ófriðlega strax við komuna á brautarstöðina í Óðinsvéum og ollu þar skemmdum en síðan héldu þeir á knæpu þar sem stuðningsmenn OB sátu.

Ekki alvarlega slasaður

Bifhjólamaðurinn, sem fluttur var á slysadeild eftir að hann kastaðist af hjóli sínu á vélhjólamóti við Vesturlandsveg, er ekki talinn alvarlega slasaður.

Bifhjólamaður fluttur á slysadeild

Bifhjólamaður slasaðist á öðrum tímanum í dag á keppnismóti sem er nú í gangi við Vesturlandsveg. Sjúkrabíll er nú á leið með manninn á slysadeild Landspítla-háskólasjúkrahús en ekki er vitað um hvers kyns meiðsl hans eru. Maðurinn slasaðist þegar hann tók heljarstökk á hjóli sínu og lenti á bakinu.

Vilja ekki sjá Playboy í Indónesíu

Indónesíska lögreglan hefur beðið útgefendur tímaritsins Playboy um að hætta dreifingu þess í landinu. Fyrsta hefti tímaritsins kom út í Indónesíu fyrir nokkru og brugðust þá heittrúaðir múslimar hart við. Víða um landið voru kröfugöngur haldnar og í höfuðborginni Jakarta var grjóti látið rigna yfir skrifstofur Playboy.

Þriggja bíl árekstur á Kárahnjúkum

Þriggja bíla árekstur varð á Kárahnjúkum um klukkan ellefu í morgun þegar pallbíll lenti aftan á öðrum pallbíl og því næst keyrði stór flutningabíll aftan á pallbílana. Slæmt skyggni og hálka var þar sem áreksturinn átti sér stað.

Lögðu undir sig stjórnarráðið í Ramallah

Hópur herskárra Palestínumanna lagði undir sig stjórnarráðið í Ramallah í morgun. Mennirnir, sem voru um tuttugu talsins og allir gráir fyrir járnum, hertóku skrifstofurnar í rúma klukkustund en að lokum sannfærðu lögreglumenn þá um að leggja niður vopn.

30 hafa farist í aurskriðum í Kólumbíu

Óttast er að allt að þrjátíu manns hafi farist í aurskriðum í Kólumbíu í gær. Mikil úrkoma hefur verið í suðvesturhluta landsins að undanförnu og því hafa ár flætt yfir bakka sína svo um munar.

Fjársöfnun hafin fyrir dómsmál gegn ríkinu

Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur hafið fjársöfnun vegna dómsmáls sem hópurinn rekur gegn Landsvirkjun og stjórnvöldum. Gjafsókn fæst ekki, en lagaákvæði um gjafsókn var breytt á meðan umsókn frá hópnum lá fyrir hjá gjafsóknarnefnd.

Íran orðið kjarnorkuveldi

Forseti Írans, lýsti því yfir í morgun að Íran væri orðið kjarnorkuveldi og klerkastjórnin myndi ekki gefa þumlung eftir í viðræðum um kjarnorkuáætlun sína. Forstjóri Alþjóða-kjarnorkumála-stofnunarinnar kom til Teheran í gær til að freista þess að telja Írönum hughvarf.

Seðlabankinn ekki einn á verðbólguvaktinni

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður Fjárlaganefndar, neitar því að Seðlabankinn hafi staðið einn á verðbólguvaktinni, eins og ASÍ heldur fram. Hann segir gagnrýnina einungis réttmæta hvað varði launakostnað hins opinbera.

55 teknir fyrir of hraðan akstur nærri Blönduósi

Lögreglan á Blönduósi hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gær ef marka má fjölda þeirra sem teknir voru fyrir of hraðan akstur. Alls voru 55 stöðvaðir frá hádegi í gær og fram yfir miðnætti en sá sem hraðast ók var á um 140 kílómetra hraða á klukkustund.

Umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi í gær

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á Ólafsfjarðarvegi gærkvöld. Bílarnir komu úr gangstæðri átt og valt annar þeirra þegar þeir rákust saman.

Enn allt í hnút í ítölskum stjórnmálum

Enn er allt í hnút í ítölskum stjórnmálum eftir þingkosningarnar sem haldnar voru í landinu í vikubyrjun. Silvio Berlusconi neitar sem fyrr að viðurkenna ósigur sinn heldur segir hann alla framkvæmd kosninganna meingallaða.

ElBaradei í Íran vegna kjarnorkudeilu

Mohammed ElBaradei, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er kominn til Írans til að þrýsta á þarlenda ráðamenn að hætta við kjarnorkuáform sín.

Skíðafæri gott víða um land

Skíðasvæði eru opin víða um land í dag, nægur er snjórinn og færi er víðast hvar gott. Skíðavikan á Ísafirði fer vel af stað. Þar er troðinn þurr snjór, heiðskýrt og logn.

Þrír handteknir vegna fíkniefna í Hafnarfirði

Um hundrað grömm af amfetamíni og tíu grömm af hassi fundust við húsleit í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið telst upplýst. Nóttin var annars róleg hjá lögreglu víða um land. Fjórir sátu inni í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar og einn ökumaður var stöðvaður af lögreglunni í Kópavogi vegna gruns um ölvun við akstur.

Provenzano þögull sem gröfin

Bernardo Provenzano, yfirmaður mafíunnar á Sikiley, hefur verið þögull sem gröfin síðan hann var handtekin í gær. Hann hefur verið á flótta í rúma fjóra áratugi. Provenzano var fluttur til Palermo í dag.

Hæsta lítraverð á byggðu bóli

Bensínverð er sums staðar komið upp í 128 kr og er í sögulegu hámarki. Þetta kemur illa við fjárhag heimilanna og sumir þurfa jafnvel að íhuga að selja bíla sína.

Tugmilljarða tekjuauki útgerðarinnar

Tekjur útgerða landsins af útflutningi sjávarafurða á ársvísu hafa aukist um fjörutíu milljarða króna vegna veikingar krónunnar frá áramótum.

Berlusconi segir kosningasvik hafa átt sér stað

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi bandalags hægriflokka, segir víðtæk kosningasvik hafa átt sér stað í þingkosningunum á sunnudag og mánudag. Romano Prodi, leiðtogi bandalags mið og vinstri flokka, segir tímabært að Berlusconi víki.

Fluttur á slysadeild eftir bílveltu

Ökumaður fólksbíls var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur á Ólafsfjarðarvegi í kvöld. Bíll sem kom úr norðri lenti utan í bíl á leið í gagnstæða átt, fór út af veginum og valt áður en hann stöðvaðist á toppnum.

Fór með kornabarn í innbrotsleiðangur

Karlmaður var handtekinn eftir að hafa brotist inn í tvo bíla í Laugardalnum síðdegis í dag. Það vakti athygli sjónarvotts að maðurinn ýtti barnavagni á undan sér þegar hann hljóp frá öðrum bílnum.

Sveitarfélögum hefur fækkað um 20%

Sveitarfélögum landsins hefur fækkað um rúmlega fimmtung síðustu fjögur árin. Sveitarfélög landsins voru 105 talsins árið 2002 en eru nú aðeins 79 eftir sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps.

Ráðist á mosku sjía í Írak

Að minnsta kosti 20 féllu og 30 særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt mosku sjía-múslima norð-austur af Bagdad, höfuðborg Íraks, síðdegis í dag. Sprengja sprakk á fjölfarinni götu. Fjölmargir hafa fallið í átökum sjía og súnní múslima í Írak síðustu vikur.

Mikil umferð um Holtavörðuheiði

Mikil umferð er norður yfir Holtavörðuheiði og ljóst að margir eru á leið í páskafrí. Nokkur hálka er á þessum slóðum og því ágætt að fara varlega að sögn lögreglu en þó hefur ekkert óhapp verið tilkynnt til lögreglunnar.

Fjölbreyttar ferðið fyrir borgarbúa á Sumardaginn fyrsta

Ferðalangur á heimaslóð er samheiti fjölbreyttra skemmtiferða sem fólki á öllum aldri gefst færi á að fara í á Sumardaginn fyrsta. Hestaferðir, hvalaskoðun, rútuferðir út fyrir borgarmörkin og útsýnisflug er meðal þess sem í boði er.

Demantspáskaegg til sölu

Súkkulaðiegg og páskahérar seljast vanalega eins og heitar lummur þegar dregur að páskum en óvíst er hvort nýtt 60 cm hátt páskagóðgæti seljist í skyndi. Um er að ræða súkkulaðiegg sem er þakið 100 demöntum en hver þeirra er um hálft karat. Eggið er metið á tæplega 7 milljónir íslenskra króna.

Öryggisráðið þarf að bregðast við af hörku

Íranar hafa færst skrefi nær atómsprengjunni eftir að þeir tilkynntu í gær að þeim hefði tekist að auðga úran. Rússar skoruðu á Írana í morgun að láta af kjarnorkuvinnslu sinni. Kínverjar segja yfirlýsingar Írana ekki samræmast kröfum Sameinuðu þjóðanna.

Þrjú sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg

Þrjú svokölluð sjóræningjaskip sem skráð eru í Georgíu sáust á svæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar á Reykjaneshrygg í gær. Það var áhöfn TF-SYN, Fokkerflugvélar Landhelgisgæslunnar, sem kom auga á skipin í eftirlitsflugi.

Standa við skýrsluna

Þrátt fyrir að lánshæfismat íslensku bankanna sé nánast óbreytt segist fulltrúi Danske Bank standa við skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Hann vísar því á bug að bankinn hafi hagnast á að mála ástandið hér dökkum litum.

Linsuvökvi veldur blindu

Mest seldi linsuvökvi á Íslandi getur, við ákveðnar aðstæður, valdið augnsjúkdómum sem leiða til blindu. Þessar aðstæður eru meðal annars hiti og raki. Landlæknir kannar málið.

Neytendasamtökin segja að málið vegna samráðs olíufélaganna sýni að brýn þörf sé á því að hægt sé að fara í hópmálsókn hér á landi. Þau segja að möguleikar neytenda á að fá bætur frá fyrirtækjum séu mun minni hér á landi en annars staðar, vegna þessa.

Sjá næstu 50 fréttir