Innlent

Þrír handteknir vegna fíkniefna í Hafnarfirði

Um hundrað grömm af amfetamíni og tíu grömm af hassi fundust við húsleit í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þrír menn voru handteknir en þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið telst upplýst. Nóttin var annars róleg hjá lögreglu víða um land. Fjórir sátu inni í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar og einn ökumaður var stöðvaður af lögreglunni í Kópavogi vegna gruns um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×